Kópavogur - 12.04.2013, Page 12
12 12. apríl 2013
Elín Hirst skrifar:
Lausnir fyrir alla strax!
Kæri KópavogsbúiMig langar til að útskýra fyrir kjósendum tillögur
Sjálfstæðismann til að létta skuldsettum
heimilunum í landinu róðurinn og
flýta fyrir eignamyndun. Í hverjum
mánuði geta þeir sem eru með íbúðalán
fengið 40 þúsund krónur í skattaafslátt.
Þessar 40 þúsund krónur renna beint
til að greiða inn á höfuðstól lánsins til
lækkunar á því. Öllum Íslendingum
stendur þessi leið til boða skuldi þeir lán
vegna húsnæðis. Til viðbótar má nota
séreignasparnaðinn, þ.e. 2 % prósent
framlag þitt og 2% framlag vinnuveit-
enda skattfrjálst í hverjum mánuði til að
greiða inn á höfuðstólinn. Það er góð
fjárfesting því eins og menn vita sem
hafa verið að taka út séreignarsparnað
sinn vegna fjárhagserfiðleika er hann
skattlagður um leið og hann er nýttur.
Með þessu tvennu gefst fólki kleift að
lækka íbúðalán sín um allt að 20% á
fimm árum.
Tökum hjón með 600 þúsund krónur
í heildartekjur sem skulda 20 milljónir
króna verðtryggt íbúðalán. 35 ár eru
eftir af láni, vextir eru 4,7% og verð-
bólgan 3,5% að meðaltali. Að óbreyttu
hækkar lánið um 2,2 milljónir á næstu
fimm árum. Með aðgerðum Sjálfstæðis-
flokksins lækkar höfuðstóll landsins og
stendur í 18 milljónum að fimm árum
liðnum. Munurinn er 2,4 milljónir eða
um 20% og greiðslubyrði af láninu léttist
í samræmi við það.
Unga fólkið okkar
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að veita
þeim eru á leið inn á fasteignamark-
aðinn og samskonar skattafslátt eða 40
þúsund krónur til að ýta undir sparnað.
Þannig vill flokkurinn stuðla að því að
sem flestar fjölskyldur fái tækifæri til
að eignast eigin húsnæði með minni
áhættu. Sá sem getur lagt fyrir 100 þús-
und krónur á mánuði mun eiga um 6,7
milljónir króna með skattaafslætti eftir
fjögur ár, auk vaxta.
Ekki fleiri gjaldþrot
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að afnema
stimpilgjöld, en það er gert til að gera
fólki auðveldara að skipta um húsnæði,
endurfjármagna lán og færa bankavið-
skipti sín og tryggja þannig betur samn-
ingsstöðu fólks gagnvart fjármálastofn-
unum, en nú er.
Þeir sem ekki ráða við greiðslur af
íbúðarhúsnæði fá tækifæri til að skila
lyklunum í stað gjaldþrots, samkvæmt
kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins,
sem er mikilvægt.
Einnig er það stefna flokksins að
lántakendur að geta valið um bæði
verðtryggð og óverðtryggð lán til langs
tíma á sanngjörnum vöxtum. Mjög mik-
ilvægt er að fólk hafi val. Nauðsynlegt
er einnig að endurskoða samsetningu
neysluverðsvísitölunnar, enda afar
óeðlilegt að t.d. hækkun á bensíngjaldi
leiði til þess að íbúðalán hækki – jafnvel
íbúðalán þess sem engan bíl á.
Þetta virkar!
Kjósum skynsamlegar tillögur sem
staðið verður við. Ég var spurð á
dögununm, hvernig ætlið þið að lækka
skatta en standa samt undir þeirri vel-
ferð sem þið lofið. Jú, skattalækkun
mun þýða tekjutap ríkissjóðs alveg í
byrjun en svo stækkar skattastofninn
með auknu athafnalífi á öllum stöðum
og skatttekjur ríkisins hækka. Þetta
hefur verið reynt víða um heim og
virkar. Ég hvet kjósendur til að reikna
sitt dæmi og sjá að þetta eru ekki töfra-
lausnir heldur verulegt bót sem staðið
verður við. Og aðalatriðið er að hún
byrjar að virka strax.
Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
fyrir Alþingiskosningarnar 27. apríl
Nautalundir með chimicurri sósu og aspas
Þessi uppskrift úr bókinni hefur
notið mikilla vinsælda en chim-
icurri sósan lyftir matnum yfir á
næsta stig. Hún er góð með ýmsu
kjöti og fiski. Í þennan rétt er hægt
að nota hvaða kjöt sem er, t.d.
lambalundir, lambainnanlæri eða
svínalundir. Hér er gefin uppskrift
að þessari vinsælu sósu með smjöri
en í bókinni er einnig uppskrift að
henni með olíu en þær eru ólíkar á
bragðið.
Fyrir 4
800 g nautalundir
16 ferskir grænir aspasstilkar
2 msk. smjör eða olía til steikingar
salt og pipar
Skerðu kjötið í þunnar sneiðar og
steiktu létt á pönnu. Kryddaðu til
með salti og pipar. Settu aspasinn
í sjóðandi vatn í 2-3 mínútur. Taktu
vatnið af honum, smjörsteiktu á
pönnu og saltaðu aðeins.
Chimicurri sósa með smjöri
½ búnt steinselja
¼ rauðlaukur, smátt saxaður
4 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 sm engifer, pressað og skorið
smátt
3 msk. graslaukur, smátt saxaður
1 rautt chillí, smátt saxað
200 g smjör
2 msk. sojasósa
1 msk. rauðvínsedik
salt og pipar
Bræddu smjörið og láttu það sjóða
aðeins þannig að það brúnist.
Bættu sojasósu og ediki saman
við og síðan kryddjurtum, lauk og
engifer. Taktu af hitanum og láttu
sósuna standa í 10 mínútur áður en
þú berð hana fram.
Bókin sem vermir efstu sæti metsölu-
lista bókabúðanna um þessar mundir
er LKL bókin, lágkolvetnalífstíllinn.
Hún er eftir Gunnar Má Sigfússon
sem hefur um langt árabil verið einn
vinsælasti líkamsræktarþjálfari og
heilsuráðgjafi landsins.
Dagskipunin er: út með kolvetnin inn
með fituna.
Fyrir 30 árum hófst barátta gegn
fituríkum mat og markaðssetning og
sala fitusnauðrar fæðu hóf innreið
sína. En síðan hefur offita aukist í
heiminum og verður sífellt meira
heilbrigðisvandamál.
Margar nýlegar rannsóknir sýna og
sanna að mataræði sem byggir á lágu
kolvetnainnihaldi og hærra hlutfalli
fitu skilar fólki mestum árangri við
þyngdarstjórnun, að öðlast heil-
brigðari lífsstíl og betri heilsu. Fólk
um víða veröld er að tileinka sér
lágkolvetna mataræði. Smjör, rjómi,
beikon og egg, er það sem allir eru
að tala um.
Við fengum góðfúslegt leyfi frá útgef-
anda til að birta uppskrift úr bókinni.
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð amerísk heilsársdekk
- stærðir 31- 44 tommur
- slitsterk
- neglanleg
- má míkróskera
- frábært veggrip
Gott verð!
fyrir flestar stærðir jeppa og jepplinga
Við eigum dekkin undir bílinn þinn og bjóðum upp á alla dekkjaþjónustu.
Þú kemur þér notalega fyrir með kaffibolla meðan þú bíður.
Bjóðum einnig ástandsskoðanir, smurþjónustu og almenna viðgerðarþjónustu.
Skjót og góð þjónusta!
38x15,5R15
38 tommu dekk
sem er sérstaklega
hannað fyrir
íslenskar aðstæður.
- slitsterkt
- endingargott
- hljóðlátt
- míkróskorið
- neglanlegt
Dekkja-
verkstæði
á staðnum.
Bjóðum alla
almenna
dekkja-
þjónustu.
BB kremið frá Pure
inniheldur steinefni
sem hjálpa við að ná
fersku yfirbragði og
náttúrulegu útliti.
Collacen Avacado oil
Allantoin Aloe Vera
Engin ilmefni.
Dreifingaraðili Danson ehf Víkurhvarf 5 Sími 588-6886
Frábært verð!
matur og lífSStíll
LágkoLvetna mataræði
er vinsæLast í dag
Elín Hirst.
Er allt farið að
leka og skemmast?
Sími 694 8448
Gerum tilboð !
Fyrirtækið Rennur og Niðurföll
tekur að sér að laga þakrennur,
niðurföll, bárujárnsklæðningar,
leka á þökum, þakmálun og
hreinsun uppúr þakkrennum
ásamt allri annari smíðavinnu.
Við gerum tilboð í verkið þitt.
Nánari upplýsingar fást hjá Ólafi í síma 694-8448