Kópavogur - 12.04.2013, Qupperneq 14

Kópavogur - 12.04.2013, Qupperneq 14
14 12. apríl 2013 Fullt nafn: Margrét Friðriksdóttir Aldur: 55 ára Foreldrar: Friðbjörg Vilhjálmsdóttir og Friðrik Guðmundsson Hvert liggja ættir þínar? Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Skagfirðingur í húð og hár! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fornleifafræðingur. Var nokkur sumur í sveit á Víðimýri í Skagafirði og heillaðist af gömlu kirkjunni þar. Nafn maka: Eyvindur Albertsson Starf maka: Endurskoðandi Börn/barnabörn: Bjarni Þór Eyvindsson læknir í Edin- borg í Skotlandi. Hann á 4 dásamleg börn með konu sinni Lindu Björk Hafþórsdóttur. Stærsti sigurinn? Fá tækifæri til að móta og þróa fjöl- breytt skólastarf í Menntaskólanum í Kópavogi. Í hvað hverfi býrðu? 200 Kópavogi Er Kópavogur áhugaverður til búsetu? Ef svo er afhverju? Það er gott að búa í Kópavogi, mið- svæðis, stutt í vinnu, góður bær. Hefurðu búið erlendis? Já, á slóðum Hróa hattar í Notting- ham í Bretlandi í 1 ár Ertu tilfinninganæm? Nei, ég er með góðan skráp. Ertu rómantísk? Þegar ég vil það við hafa Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við makann? Býð honum gott út að borða. Hver er þinn helsti kostur? Skipulögð, nákvæm, samviskusöm. En galli? Smámunasöm og stjórnsöm að sumra mati Ferðastu mikið? Já, enda með einkason og barnabörn í útlöndum og foreldra út á landi. Hef gaman af því að ferðast. Fallegasti staðurinn á Íslandi? Skagafjörður Fallegasti staðurinn í útlöndum? Edinborg í Skotlandi Eftirminnilegur staður : Góðrarvonarhöfði. Var stödd á syðsta odda S-Afríku fyrir 3 vikum síðan sem var skemmtileg upplifun. Ertu hjátrúarfull? Nei, en ég hef gaman af hjátrú. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Hefurðu farið til spákonu og/eða trúir þú á slíkt? Já, hver hefur ekki farið til spákonu sér til gamans. Trúi ekki á slíkt. Hver eldar oftast á heimilinu? Algjört jafnræði hjá okkur hjónum. Uppáhaldsmatur? Humar og nautasteik að hætti eigin- mannsins. Uppáhaldsdrykkur? Vatn og rauðvín á góðri stundu Áttu þér uppáhalds tónlistarmann eða tónlist? Já, skagfirsku sveifluna Uppáhaldsbókin? Þær eru margar en sem fyrrverandi móðurmálskennari er Njálssaga öðrum bókum æðri. Uppáhalds leikari ? Meryl Streep, stórkostleg leikkona td. Í hlutverkum Karen Blixen og Margaretar Thatcher Hvað gerir þú þegar þú ert örg eða ekki í góðu skapi? Hef tamið mér jafnaðargerð með aldr- inum en alltaf er gott að fara í göngutúr eða hesthúsið, það er allra meina bót. Evrópusambandið, já eða nei? Er enn að kynna mér málið. Ertu ánægð með meirihlutann í Kópavogi? Bæjarstjórn Kópavogs hefur ætíð stutt vel við Menntaskólann í Kópa- vogi óháð pólitískum meirihluta hverju sinni. Ertu pólitísk? Já, en hef lítið sinnt því. Lífsmottó? Gera ætíð eins vel og ég get Bílasmiðurinn hf, Bídshöfða 16, 110 R. S-5672330 www.bilasmidurinn.is Nýtt Nýr Recaro Young Sport 9–36 kg Útsölustaðir: BabySam Móðurást Fífa Brimborg Akureyri BÍLASMIÐURINN HF, ÍLDSHÖFÐA 16, 10 R. S-567 233 WWW.BILASMIDURINN.IS Sölustaðir: ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi Bjó á slóðum Hróa hattar í Nottingham Fjölskyldan við Edinborgarkastala. Foreldrar mínir, sonur, eiginmaður og 3 barnabörn. Margrét Friðriksdóttir. Hvað veiStu um bæinn þinn? Svar við spurningunni er: 11. maí 1955

x

Kópavogur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.