Kópavogur - 26.04.2013, Page 2

Kópavogur - 26.04.2013, Page 2
2 26. apríl 2013 Álfhólsskóli Íslandsmeistari í skák Skáksveit Álfhólsskóla er Ís-landsmeistari barnaskólasveita í skák. Sveitin vann sigurinn á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fór fram í Rimaskóla fyrr í mánuðinum. Alls tóku 45 sveitir þátt í mótinu, þar af 13 úr Kópavogi. Hörðuvallaskóli hafnaði í fjórða sæti og fékk auk þess verðlaun sem besta sveitin með nemendur úr 1. – 4. bekk. Salaskóli varð efst meðal c-, d-, e- og f-sveita á mótinu. Skáksveit Álfhólsskóla skipa Dawid Kolka, Felix Stein- þórsson, Guðmundur Agnar Braga- son og Oddur Þór Unnsteinsson. Skákkennari og liðsstjóri er Lenka Ptácníková. LHÞ Tveir kjörstaðir í Kópavogi - SV-kjördæmi fjölmennast með 63.154 á kjörskrárstofni – fjölgun um 8,5% Kjörfundur vegna alþing-iskosninganna á morgun hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Kópavogi verða tveir. Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Smáranum. Íbúar austan Reykjanes- brautar að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Kórnum. Á kjörskrárstofni eru 63.154 í Suð- vesturkjördæmi og er það þar með stærsta kjördæmið og hefur kjós- endum þar einnig fjölgað mest frá síðustu kosningum eða um 8,5%. Alls eru 11 listar í framboði í Suðvesturkjördæmi. A-listi bjartrar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, G-listi Hægri grænna flokks fólksins, I-listi Flokkur heimilanna (hét áður Lýð- ræðisflokkurinn), J-listi Regnbog- ans, L-listi Lýðræðisvaktin, S-listi Samfylkingarinnar, T-listi Dögunar (hét áður Borgarahreyfinigin), V-listi Vinstriheyfingin – grænt framboð og Þ-listi Pírata. Tölur um kjörsókn verða birtar á klukkutíma fresti á vef Kópavogs- bæjar. Ársreikningar 2012 lagðir fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn sl. þriðjudag: Rekstrarafgangur bæjarins umfram áætlanir -reyndist 186 milljónir kr. – áætlun hljóðaði uppá 102 milljónir kr. Afkoma Kópavogsbæjar reyndist 84 milljónum króna betri en áætlanir bæjarins og stofnana hans gerðu ráð fyrir. Tekjur reyndust alls vera ríflega 20,5 millj- arðar króna á árinu 2012 en bein rekstrargjöld ríflega 15,7 milljarðar króna. Þetta þýðir að hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir reyndist vera rúmlega 4,8 milljarðar króna. Afskriftir reyndust tæpir 1,4 millj- arðar og fjármagnskostnaður tæplega 3,3 milljarðar króna króna sem er nokkuð hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir, en þar var gert ráð fyrir kosnaði vegna fjármagnsliða ríflega 2,5 milljarða króna. Afgangur af rekstri bæjarins reyndist því 186 milljónir króna eins og áður sagði sem er 84 milljónum betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sjá nánar bls. 2. Rekstrarafgangur bæjar- ins umfram áætlanir Hagnaður vegna lóðaúthlutana á árinu 2012 var tæpar 800 milljónir króna en ekki hafði verið gert ráð fyrir lóðaúthlutunum í áætlun ársins. Til samanburðar var hagnaður af lóða- úthlutunum á árinu 2011 rétt rúmar 335 milljónir króna. Þá segir að þessi afgangur verði þrátt fyrir gengistap, óhagstæða verðbólguþróun og hækkun lífeyrisskuldbindinga. Gengistap er- lendra lána var 445 milljónir króna og gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga var 209 milljónir umfram áætlun. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir þessa rekstrarniðurstöðu gefa góð fyrirheit um framhaldið. „Árs- reikningurinn sýnir bætta stöðu Kópa- vogsbæjar sem gefur góð fyrirheit um framhaldið. Mikill styrkur er fólginn í því að rekstraráætlanir málaflokka skuli standast og að á þær sé hægt að treysta. Hjá Kópavogsbæ starfar hæft fólk sem hefur lagst á árarnar til að ná settu marki. Einnig er mikilvægt að uppgreiðslu erlendra lána lýkur nánast á þessu ári og verður sá áhættuþáttur því óverulegur héðan í frá,“ segir Ár- mann Skuldahlutfall samstæðu Kópavogs- bæjar var um síðustu áramót 206% en var um 242% þegar hæst var árið 2010. Markvisst er stefnt að því að lækka skuldir bæjarins. Gert er ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði komið undir lögbundið 150% hámark fyrir árið 2018 en aðlögunartíminn til að ná því hlut- falli er til 2023. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Vinnuskóli Kópavogs: Umsóknarfrestur til 5 maí Byrjað er að taka við um-sóknum um starf í Vinnuskóla Kópavogs og er umsóknar- frestur til 5. maí. Vinnuskólinn er fyrir Kópavogsbúa á aldrinum 14 – 17 ára. Eins og undanfarin ár er stefnt að því að veita öllum umsækj- endum vinnu. Helstu verkefnin eru snyrting og fegrun bæjarins en elstu ung- lingunum býðst einnig að vinna við aðstoðarstörf hjá ýmsum stofnunum og félögum í bænum. Skilyrði ráðn- ingar er að viðkomandi eigi lögheimili í Kópavogi. Hægt er að sækja um á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is Ellefu framboð eru í boði í Suðvesturkjördæmi nú í alþingiskosningunum 2013. Kjörfundur í Kópavogi hefst í fyrramálið kl. 09 og lýkur kl. 22. Frh. af forsíðu

x

Kópavogur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.