Kópavogur - 26.04.2013, Síða 4

Kópavogur - 26.04.2013, Síða 4
4 26. apríl 2013 Viðurkenningar fyrir umhverfismál: Auglýst eftir tilnefningum Unhvefis- og samgöngunefnd auglýsir eftir tilnefningum vegna viðurkenninga í um- hverfismálum. Slíkar viðurkenningar hafa verið veittar ár hvert og eru viður- kenninginar vegna umhirðu við hús og lóðir, endurgerð húsa, framlag til ræktunarmála og framlags til um- hverfis og samfélags. Tekið er á móti tilnefningum til 29. júní og ferða um- hverfisviðurkenningarnar síðan veittar í ágúst. Hægt er að skila tilnefningum til umhverfisfulltrúa bæjarins á net- fangið solveighj@kopavogur.is. Kópavogur 2. TBL. 1. ÁrgaNgur 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@ fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@ vedurehf.is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Veffang: fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 11.000 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 11.000 e intökum í allar íbúðir í kópavogi Á morgun er komið að því að landsmenn geti nýti sinn lýðræðislega rétt að velja fulltrúa á löggjafarsamkomu þjóðarinnar til næstu fjögurra ára, gangi allt upp eins og kosningalöggjöfin segir. Eins og ávallt kjósa menn út frá mismunandi forsendum, ekki síst út frá sjónarhóli þess sem kýs. Nú er að ljúka fjögurra ára stjórnartið hreinnar vinstri stjórnar. Það væri ósanngjarn að segja að á þessum tíma hafi ekkert áunnist í að koma þjóðar- skútunni á flot að nýju eftir strandið 2008. Okkur miðar en vélin höktir enn og stutt er í brimgarðinn. Því verðum við að gera okkur grein fyrir. Sjálfsagt eru margir þeirrar skoðunnar að þessi hreinræktaða vinstristjórn hefði mátt líta til launþega þessa lands í meira mæli enda sýna lífskjarakann- anir að helmingur heimila nær ekki endum saman milli mánaðamóta. Það er ekki viðunandi staða. Hvorki gagnvart þeim sem eru í þeirri stöðu né gagnvart vinstri stjórninni sem nú leggur verk sín á borð kjósenda. Ónægjan endurspeglast m.a. í því að stjórnarflokkarnir hafa átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og víðar. Allir þessir flokkar og listar virðast sjá þennan vanda þegar komið er að kosningum og nú vilja allir lagfæra þetta. Sem betur fer vilja flokkarnir ná því markmiði með ólíkri nálgun, ólkum aðferðum, sem okkur kjósendum er ætlað að ákveða með þvi að kjósa á milli mismunandi lista eða flokka. Sem betur fer ætla ekki allir sama slóðann þó markmiðin kunni að vera keimlík. Það hefur því komið mér á óvart hversu lágt hefur verið lagst nú á loka- sprettinum í að gera einstaka flokka og menn tortryggilega. Menn hafi ætt út í forarpyttinn með eineltistilburði að vopni með það að markmiði að skemma og eyðileggja mannorð annarra. Nokkuð sem þroskað fólk gerir ekki og er þeim sem þetta gera til mikillar minnkunar. Eitt skulu menn ávallt hafa í huga að það að þurfa að verja eigið skinn, hreinsa sitt orðspor, er eitt það erfiðasta sem nokkur maður getur lent í. Enginn vill þurfa að lenda í slíkri stöðu. Við erum nefnilega stundum fljót að dæma. Krafa borgaranna er skýr. Mannvænlegra samfélag þar sem fólkið sem byggir þetta land getur lifað mannsæmandi lífi í landi án þeirrar spennu hvort það komist af mánaða á milli. Við búum í landi þar sem þjóðartekjur er með því hæsta sem gerist. Til að sátt náist þurfa allir að fá sinn skerf til að líða vel og áhyggjulítið í landi allsnægtanna. Þannig þarf Ísland framtíðarinnar að vera. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að fólk nýti lýðræðislegan rétt sinn og fara á kjör- stað og velja flokk eða lista og þar með leiðir að samfélagi sem við viljum sjá. Góða helgi Sigurður Þ. Ragnarsson Mikilvægustu kosningar síðari tíma Leiðari Óþrifn- aður við hesthúsa- lóðir Umhverfis og samgöngunefnd hefur fengið ábendingar frá íbúum um óþrifnað við hesthúsalóðir á Kjóavöllum. Ákvað nefndin að fela umhverfissviði bæj- arins að vinna áfram m.a. með fulltrúum frá hestamannafélaginu Spretti að bættri umgengni á svæðinu. Nefndin leggur áherslu á að mikil- vægt sé að svæðið sé snyrtilegt þar sem það er í mikilli nálægð við íbúða- og íþróttasvæði. Umsóknir um styrki vegna fasteignagjalda: Fjölmörg erindi borist Fjölmörg erindi félaga og félaga-samtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2013 hafa borist Kópavogsbæ. Fastmótaðar reglur gilda um styrk- veitingarnar og á grundvelli þeirra var auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2013 og hefur bæjarráð þegar samþykkt styrk til eftirtalinna vegna greiðslu fasteigeignaskatta í ár: Soroptimistasamband Íslands - kr. 125.247 Tónlistarfélag Kópavogs - kr. 2.974.304 Félag eldri borgara - kr. 184.500 Félag eldri borgara v/ ársins 2012 - kr. 171.353 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna – kr. 376.380 Hestamannafélagið á Kjóvöllum / Sprettur – kr. 63.655 Leikfélag Kópavogs – kr. 665.184 SOS-barnaþorpin - kr. 138.006 Kvenfélag Kópavogs – kr. 221.646 Kópavogsdeild Rauða Kross Íslands - kr. 331.608 Skíðadeild ÍR, skíðaskáli Lækjar- botnar/Skíðaskáli í Bláfjöllum - kr. 784.248 Skíðadeild Víkings, skíðaskáli Lækj- arbotnar/Skíðaskáli í Bláfjöllum - kr. 784.248 Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks lagði fram eftirfar- andi bókun vegna styrks til íþróttafé- laga í Reykjavík: "Ég teldi rétt að íþróttafélögin sæki styrk til Reykjavíkurborgar vegna greiðslu fasteignaskatts til Kópavogs- bæjar“. Erindi Samfylkingarfélags Kópavogs var hins vegar hafnað á grundvelli þess að umsóknin félli ekki að reglum Kópa- vogsbæjar um styrkveitingar. Yrpa Sjöfn Gestsdóttir: Já ég er búin að ákveða mig, Ég ætla að kjósa Samfylkinguna. Herdís Óðinsdóttir: Ég er eiginlega búin að ákveða mig og hef kynnt mér málin í sjónvarpinu og með því að lesa bæklinga flokkanna. Linda Júlíusdóttir: Ég er ekki búin að ákveða mig. Ég reyni að fylgjast með kosningaumfjöllun í sjónvarpinu til að bera saman flokkana. Kristján Sigtryggsson: Mér finnst enginn flokkur með nógu afgerandi stefnu fyrir mig. Ég tek ákvörðun á kjördag reikna ég með. Sigtryggur Kristjánsson: Ég er ekki búinn að ákveða mig hvað ég ætla að kjósa. Stefnumálin eru svipuð að mínu mati og ég reikna með að ákveða mig í kjörklefanum. Ertu búin(n) að ákvEða hvað þú ætlar að kjósa? X2013 Bæjarblaðið Kópavogur fór á stúfana og spurði vegfarendur hvort þeir væru búnir að taka ákvörðun um hvað þeir ætluðu að kjósa á laugardaginn.

x

Kópavogur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.