Kópavogur - 26.04.2013, Side 8

Kópavogur - 26.04.2013, Side 8
8 26. apríl 2013 Samfylkingin 2. Katrín Já, við jafnaðarmenn viljum afnema verðtryggingu með upptöku evru. Verðtryggingin er fylgifiskur íslensku krónunnar vegna áhættunnar sem henni fylgir. Gengi krónunnar hefur því bein áhrif á íbúðaverð og verðlag almennt á Íslandi. Við viljum stöð- ugt umhverfi þar sem fjölskyldurnar í landinu geta gera áætlanir fram í tímann sem standast. Það hefur aldrei tekist í krónuhagkerfinu. Ef þjóðin segir já við ESB verður strax hægt að flytja inn stöðugleika með tenginguna krónu við evru. Við viljum að gengið verði lengra í niðurfærslu skulda með því að tryggja að Íbúðalánasjóður útfæri 110% leiðina með sama hætti og aðrar lánastofnanir. Þessi leið hefur þegar fært niður skuldir nær 12.000 heimila. Þá þarf að mæta þeim sér- staklega sem keyptu á versta tíma fyrir hrun sá hópur stendur enn illa og það gengur ekki. Þá eru þau heim- ili sem eru með lánsveð jafnframt í forgangi. 3 Magnús orri Hrun gjaldmiðilsins árið 2008 setti fjárhag fjölda heimila í uppnám vegna mikils samdráttar í kaupmætti, þyngri byrði vegna skulda og í mörgum til- fellum atvinnumissis. Skuldir heimila og fyrirtækja voru miklar þegar áfallið reið yfir. Eftir aðgerðir síðustu ára eru skuldir heimila svipaðar og 2006. Þrátt fyrir þetta er enn verk að vinna, ekki síst gagnvart þeim sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Við þurfum að komast í stöðu þar sem þetta gerist ekki aftur. Því þurfum við að tryggja stöðugleika með losun fjármagnshafta, ábyrgð í ríkisfjár- málum og að lokum upptöku evru. Til framtíðar er það verðmætasköpun með aukinni fjárfestingu í atvinnulífinu sem mestu skiptir fyrir afkomu heimilanna. Fyrirtækin, heimilin og hið opinbera greiða árlega um 150 milljarða vegna kostnaðar sem fylgir krónunni. Hags- munirnir af því að stefna markvisst að því að vinna okkur út óstöðugu verðlagi og hærri vöxtum eru miklir fyrir bæði atvinnulíf og heimili. Því er stefna okkar jafnaðarmanna í Evrópumálum um leið atvinnu- og lífskjarastefna. 4. Margrét gauja Já, í Evrópu býr fólk við helmingi lægri vexti og minni verðbólgu. Þar er hægt að gera áætlanir til langs tíma um að koma sér upp þaki yfir höfuðið án þess að verðbólgan éti upp eignirnar. Við tryggjum stöðugleika krónunnar með því að komast inn í fordyri evrunnar að loknum aðildarviðræðum við ESB. Til þess þarf að byrja strax í dag. Markmiðið er að komast sem fyrst í þá stöðu að geta tengt krónuna við evru með stuðningi evrópska seðlabankans svo hægt sé að viðhalda lægri vöxtum og verðbólgu. Fram að þessum tímapunkti verðum við að haga hagstjórn og ríkisfjármálum með ábyrgum hætti og vinna að losun fjármagnshafta þannig að við náum að tryggja stöðugleika í gengismálum. Þannig uppfyllum við bæði skilyrði fyrir aðild að myntsamstarfi ESB og verjum heimili og fyrirtæki fyrir verðbólgu og eignabólum. Þetta er engin töfralausn heldur þvert á móti vinna, agi og ábyrgð sem þarf að halda áfram að loknum kosningum. Ábyrgðarleysi og lausatök munu festa okkur í höftum og verðtryggðri krónu. Margrét Tryggvadóttir, Dögun: 2 Verðtryggingin er eins og krabbamein í hagkerfinu og hún sjálf veldur verð- bólgu. Um hver mánaðarmót verða til peningar í bankanum þegar lán heimilanna hækka án þess að nokkur verðmætasköpun hafi átt sér stað. Þá peninga geta fjármálafyrirtækin lánað út aftur, ekki bara einu sinni heldur margoft sem eykur enn á peningamagn í umferð og verðbólgu. Verðtryggingu ber að afnema með lögum en einnig þarf að skipta út þegar gerðum samn- ingum og koma á nýju kerfi með vaxta- þaki þannig að það skapist hvati til að halda verðbólgu niðri. Og já, það þarf að leiðrétta fyrir eignabrunanum, sjá svar við lið 1. 3. Það fylgir því gríðarlegur fórnarkostn- aður að búa á Íslandi. Í samfélaginu viðgengst mikil sóun. Skýrasta dæmið er fjármagnskostnaður sem er þungur baggi á bæði heimilum og fyrirtækjum og skýrist af ofskuldsetningu, verð- tryggingu og vaxtaokri. Við hrunið breyttist Ísland einnig í láglaunasvæði á svo til einni nóttu og þar erum við enn. Laun á Íslandi eru engan veginn sambærileg við launakjör í nágranna- ríkjunum og því verðum við að breyta. Dögun vill lögfesta lágmarksframfær- sluviðmið sem ættu að tryggja öllum viðunnandi framfærslu. 4. Dögun leggur til að lögð verði upp samsett aðgerð til að takast á við gjaldeyrishöft og ósjálfbæra skulda- og eignastöðu í efnahagskerfinu; með myntskiptum á mismunargengi (mismunandi skiptigengi), eða annars konar leiðréttingum eigna/skulda, með bröttum og tímabundnum skatti á útstreymi gjaldeyris – og með því að leggja á „uppgripaskatt“ (windfall- tax). Jafnhliða verði leitað allra færra leiða til að koma á heilbrigðum gjald- eyrisbúskap og annað hvort tengja íslenska krónu við körfu erlendra gjaldmiðla eða taka upp nýja íslenska krónu. Dögun hefur því ekki viljað loka neinum leiðum í gjaldmiðlamálum. Íslenska krónan er ónýt og ætti heima á Þjóðminjasafninu. Upptaka evru í gegnum Evrópusambandsaðild gæti verið framtíðarlausn en það ferli er seinlegt og verðtryggð króna er óá- sættanlegur kostur á meðan á þeirri bið stendur. hákon Einar Júlíusson, Pírötum: 2. Verðtryggð lán hafa hækkað um fjórðung síðan eftir efnahagshrunið, þetta hefur bitnað sérstaklega á húsnæðislánum, s.s. á heimilum og fyrirtækjum. Helsti vandinn við verðtrygginguna er að hvatinn hjá lánafyrirtækjum og hagstjórnum til þess að halda verðbólgu lágri verður mun minni og meiri líkur eru á því að eignir fólks brenni upp. Ég tel að það þurfi tvímælalaust að breyta eða afnema verðtrygginguna þannig að bæði lántakendur og lánveitendur deili ábyrgðinni og koma þannig í veg fyrir að forsendubrestur geti átt sér stað. Það þarf að auðvelda lántak- endum að leita réttar síns í kerfinu og tryggja að þeir dómar sem kvaðnir eru upp verði framfylgt, þ.e.a.s. Komi lagalegur forsendubrestur í ljós á fjár- málafyrirtækjum að vera skylt að bæta upp það eignartjón sem þau hafa ollið. 3. Ég vísa helst í svar mitt við spurn- ingu nr 1. Ástæðan er margþætt en þá helst vegna hækkandi útgjalda heimila vegna húsnæðislána, húsnæðisleigu og annarra skulda. Laun á íslandi eru heldur ekki alveg í takt við það sem er að gerast annað staðar í nágranna- löndum okkar og vinnutími er lengri. Á sama tíma er stór hluti af matvörum og öðrum nytjavörum innfluttar og íslendingar þurfa að greiða það sama eða meira fyrir þessa hluti hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Við þetta má bæta við að ríkissjóður skuldar mikið og hafa stjórnvöld verið dug- leg við að hækka gjöld og skatta á almenning. Það þarf að skoða þessi mál ítarlega og ekki gáfulegt að að- eins stjórnmálamenn og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja sjái eingöngu um að finna lausnir á því. Til þess þurfa fleiri að koma að borðinu. 4. Það er ekki til ein töfralausn svo koma megi stöðugleika á gjaldmiðil þjóðar- innar, hvort sem það heitir Kanada- dollar, Evra eða Króna. Ég held að það þurfi fyrst og fremst að draga úr mið- stýringu á gjaldmiðlamarkaði og fjár- málakerfið þarf að vera fjölbreytt svo að við séum ekki að setja öll eggin í eina körfu. Það þurfa margir að koma að borðinu til þess að móta lausnir á þessu málum og auka þarf ákvarðanatöku almennings þar sem þessi mál snerta hvern og einn á grundvallarstigum. Hvaða lausnir hafa flokkarnir? Frambjóðendur eru duglegir að skrifa greinar til birtingar í fjölmiðlum en lítið fer fyrir spurningum til þeirra um helstu mál þessara kosninga. Bæjarblaðið Kópavogur sendi því öllum framboðum sem skiluðu inn framboðslista í suðvesturkjördæmi spurningalista. Forystumenn flokkanna fengu það verkefni að svara fjórum spurningum sem hér eru tilteknar hér að neðan. Ekki bárust svör frá Sjálfstæðisflokki, Hægri-grænum, Regnboganum né Flokki heimilanna. 2. Teljið þið nauðsynlegt að afnema eða breyta verðtryggingunni? Ef svo er hvaða leiðir viljið þið fara? Teljið þið nauðsynlegt að lagfæra þann eignabruna sem varð hjá skuldugum heimilum vegna hárrar verðbólgu og þar með hækkunar vísitölu í kjölfar forsendubrests vegna hrunsins? 3. Ný lífskjarakönnun sýnir að tæpur helmingur heimila nær vart eða ekki saman endum milli mánaða. Hvaða ástæður telur þinn flokkur vera fyrir þessari stöðu? 4. Eigum við á nýju kjörtímabili að vinna að því að koma upp nýjum og stöðugri gjaldmiðli en óverðtryggðu íslensku krónuna.? Greinið frá útfærslu ykkar á því X2013 X2013 Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Kópavogur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.