Kópavogur - 26.04.2013, Qupperneq 9
926. apríl 2013
Stórmót í blaki fer
fram í Kórnum
Stórviðburður fer fram í Kórnum dagana 28. – 30. apríl næstkomandi þegar 38.
öldungamót Blaksambands Íslands
fer fram. Á mótinu sem ber að þessu
sinni nafnið HKarlinn 2013 keppa
1200 þátttakendur úr 144 liðum
víðsvegar að af landinu. Búast má
við að mótið sé einn fjölmennasti
íþróttaviðburðurinn sem haldinn er
í Kópavogi þetta árið.
Blakdeild HK er gestgjafi mótsins
og formaður deildarinnar, Hrafn-
hildur Theódórsdóttir er þessa dag-
ana að skipuleggja þetta stóra mót.
Blakgólf verður lagt á gólf knatt-
hússins í Kórnum og spilað verður
allt mótið innan veggja Kórsins. Að
sögn Hrafnhildar hefur það aldrei
verið gert áður hérlendis. ,,Við
réðumst í það verkefni að breyta
knatthúsinu í fjölnota íþróttahús,‘‘
segir hún. Spilaðir verða yfir 430
blakleikir á 13 völlum. Þar af
verða sjö vellir eftir endilöngum
grasvellinum og sex vellir inni í
íþróttasalnum. Þannig er hægt að
hafa þetta risavaxna mót allt á einum
stað en undanfarin ár hefur mótið
farið fram í nokkrum íþróttahúsum
samtímis vegna fjölda þátttakenda.
Mikil spenna er því ríkjandi hvernig
til muni takast.
Öldungamótið er ætlað blakiðk-
endum sem náð hafa 30 ára aldri og
er haldið árlega víðsvegar um landið.
LHÞ
Guðmundur steingrímsson, Bjartri framtíð:
2
Við teljum það algjört forgangsmál
að koma Íslandi út úr verðbólguum-
hverfi og mynda stöðugt efnahags-
umhverfi, þar sem verðtryggingin
verður óþörf og hægt er að fá óverð-
tryggja húsnæðisvexti á viðunandi
kjörum til langs tíma. Það er leið A.
Allt annað er plan B, næstbesta leiðin.
VIð eigum ekki að sætta okkur við
hana. Vandinn við að lagfæra eigna-
bruna skuldugra heimila, er að þau
heimili sem eru skuldugust eru jafn-
framt þau eignamestu og með mestu
ráðstöfunartekjurnar. Almenn leið-
rétting á höfuðstól lána færi því að
mestu til fólks sem er ekki í greiðslu-
vanda. Verðbólga gæti aukist í kjöl-
farið sem aftur myndi gera vanda
fólks í greiðsluvanda enn verri. En
aftur segum við: Að sjálfsögðu viljum
við hjálpa fólki sem er í vandræðum.
Almenn leiðrétting er þó líklega ekki
besta leiðin til þess.
3
Lán eru of dýr vegna þess að áhættan
í hagkerfinu er of mikil. Það er algjört
forgangsatriði að laga það, koma á
stöðugleika með nýjum gjaldmiðli,
auknu verðmæti útflutnings, aðhaldi
í ríkisfjármálum og pólitískri sátt um
langtímamarkmið í efnahagsmálum.
Auk þess er verðlag of hátt. Það er
m.a. vegna þess að opið samkeppnis-
og markaðsumhverfi skortir. Þá þurfa
atvinnutækifæri að vera fjölbreytt og
verðmæt störf þurfa að verða til í meiri
mæli. Björt framtíð er með plan í þeim
efnum. Auk þess þarf að efla fjármála-
læsi á Íslandi sem hjálpar fólki að vinna
betur úr þröngum fjárhagsaðstæðum,
sem og neytendavitund. En lykilatriðið
er að bæta kjör. Þau hrundu í hruninu.
4
Björt framtíð vill klára aðildarviðræð-
urnar við ESB og landa það góðum
samningi að þjóðin geti samþykkt
hann. Skömmu síðar er hægt að fara
í gjaldmiðilssamstarf við evrópska
seðlabankann í gegnum ERM II, sem
heldur genginu stöðugu innan vik-
marka. Þegar réttar aðstæður skapast
er svo hægt að taka upp evru.
Lýður Árnason, Lýð-
ræðisvaktinni:
2
Lýðræðisvaktin vill afnema/breyta
verðtryggingunni í núverandi
mynd þar sem hún tekur bara til
lánveitenda, ekki látakaenda. Lýð-
ræðisvaktin vill sanngjarna áhættu-
dreifingu milli lánþega og lánveit-
enda, svo að lántakendur skaðist ekki,
þegar kaupmáttur launa minnkar og
lánveitendur haldi sínu, þegar kaup-
máttur launa vex.
Þetta væri hægt að gera með því að
endurreikna höfuðstóll verðtryggðra
á grundvelli nýrrar vísitölu aftur í
tímann, t.d. frá og með hruninu 2008,
og rétta þannig hlut heimilanna.
Aðrar leiðir eru líka færar að sama
marki, t.d. viðmiðun húsnæðislána
við verðbólgumarkmið Seðlabankans
frekar en við núgildandi verðvísitölu.
Kosti og galla ólíkra leiða og kostn-
aðinn, sem af þeim leiðir, þarf að vega
og meta.
Lýðræðisvaktin telur mikinn akk í
því fyrir þjóðfélagið að ná skuldugu
heimilum aftur inn í hagkerfið,
Lýðræðisvaktin viðurkennir þann
forsendubrest sem varð en varar um
leið við að kjósa yfir sig aftur Hrun-
flokkana þrjá sem gengu á þessum
viðsjárverða tíma erinda fjármagns-
eigenda en ekki heimilanna í landinu.
3
Ástæður þess, hversu mörg heimili
ná varla endum saman, eru einkum
tvær: (1) Hrunið, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn, Framsókn og einnig
Samfylkingin bera höfuðábyrgð á,
og (2) langvarandi óstjórn í efna-
hagsmálum, sem allir gömlu flokk-
arnir bera sameiginlega ábyrgð á.
Þess vegna vill Lýðræðisvaktin veita
gömlu flokkunum hvíld eða a.m.k.
létta af þeim þungum byrðum.
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sókn afhentu vinum sínum bankana
á silfurfati 1998-2003, og vinirnir
keyrðu bankana í kaf og efnahags-
lífið fram af hengiflugi 2008. „Enginn
gekkst við ábyrgð,“ sagði formaður
Rannsóknarnefndar Alþingis að
loknum yfirheyrslum yfir 147
meintum hrunverjum. Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsókn hafa ekki
enn beðist afsökunar á sínum þætti
hrunsins.
4
Nýja stjórnarskráin kveður á um, að
aðild að ESB og þá um leið upptaka
evrunnar verði ákveðin í bindandi
þjóðaratkvæðagreiðslu. Mál, sem
þjóðin ræður til lykta í þjóðaratkvæða-
greiðslu, þurfa ekki og eiga ekki að
koma til kasta Alþingis, þar eð þjóðin
er yfirboðari þingsins, eins og stendur
skýrum stöfum í nýju stjórnarskránni.
Þess vegna hefur Lýðræðisvaktin ekki
tekið ákveðna stefnu í gjaldmiðils-
málinu. Lýðræðisvaktin mun virða
stjórnarskrárbundna verkaskiptingu
þings og þjóðar og lúta niðurstöðu
allra þjóðaratkvæðagreiðslna, einnig
um nýjan gjaldmiðil.
Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki:
2
Já, Framsóknarmenn vilja afnema
verðtryggingu á nýjum neytenda-
lánum. Aðeins þannig rjúfum við þann
vítahring verðbólgu og skuldasöfnunar
sem sligar heimilin. Innleiða þarf nýtt
húsnæðiskerfi þar sem fólk með verð-
tryggð lán getur skipt yfir óverðtryggð,
lántakendum bjóðast stöðugir vextir og
áhættunni er skipt eðlilega á milli lán-
veitenda og lántaka. Vextir eru verð á
peningum. Núverandi lánafyrirkomu-
lag felur raunverulegan kostnað lán-
anna og skekkir eðlilega verðmyndun
á peningum. Því verður að breyta.
3
Heimilin eru gangverk efnahagslífsins.
Ef þau eru að drukkna í skuldum geta
þau ekki keypt vöru eða þjónustu. Fyr-
irtæki geta þá ekki hækkað laun, ráðið
nýja starfsmenn eða fjárfest í nýjum
atvinnutækifærum. Tekjur ríkissjóðs
standa þá í stað eða dragast saman og
við getum ekki tryggt velferðina. Þess
vegna hafa fjárfestingar í atvinnulífinu
verið í algjöru lágmarki, þess vegna
ganga spár um hagvöxt ekki eftir og
þess vegna nær tæpur helmingur heim-
ila vart eða ekki saman endum milli
mánaða.
4.
Framsóknarmenn telja að íslensk króna
verði gjaldmiðill landsins í nálægri
framtíð og vilja efla umgjörð hennar.
Undir þetta tók samráðshópur allra
þingflokka um gjaldmiðlastefnu. Því
þarf að endurskoða umgjörð peninga-
stefnunnar, til að tryggja meiri stöð-
ugleika og koma í veg fyrir óeðlilegar
sveiflur í gengi íslensku krónunnar.
Fuglatalning í sumar
Umhverfis- og samgöngunefnd bæjarins hefur samþykkt að hafin verði fuglatalning
í voginum Kópavogi í sumar. Fyrir
skömmu barst erindi frá Jóhanni Óla
Hilmarssyni fuglafræðingi og Ólafi
Einarssyni líffræingi um mikilvægi
á fuglavöktun í Kópavogi. Nefndin
leitaði álits Nátturufræðistofu Kópa-
vogs og að teknu tilliti til gagna frá
Náttúrufræðistofunni tekur umhverfis
og skipulagsnefnd undir mikilvægi
fuglatalningar í landi Kópavogs.
Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is.