Kópavogur - 26.04.2013, Síða 12
12 26. apríl 2013
Ævintýri húsmóðurinnar
HK margfaldir meistarar í blaki
Karlalið HK í blaki tryggði sér Íslandsmeistaratitil-inn annað árið í röð fyrr í
mánuðinum. HK sigraði KA 3 – 1 í
úrslitaleiknum sem fram fór í Fagra-
lundi. Mikil stemning var ríkjandi
og troðfullt hús stuðningsmanna.
KA vann fyrstu hrinu en HK vann
þá næstu með miklum yfirburðum.
HK vann svo næstu tvær hrinur og
tryggði sér þannig titilinn. Lið HK
hefur unnið alla þá titla sem í boði
hafa verið á keppnistímabilinu sem er
að ljúka og eru því deildarmeistarar,
bikarmeistarar og Íslandsmeistarar.
Þjálfari liðsins er Elsa Sæný Val-
geirsdóttir og fyrirliði er Brynjar J
Pétursson.
Kvennalið HK fagnar einnig
góðum árangri í blaki en liðið fagn-
aði bikarmeistaratitlinum í mars-
mánuði þegar stúlkurnar sigruðu
Þrótt Neskaupstað 3 – 2. Þjálfari
kvennaliðsins er Natalia Ravva og
fyrirliði er Laufey Björk Sigmunds-
dóttir. Þess má einnig geta að HK eru
Íslandsmeistarar í 2. flokki karla og
kvenna og í 3. flokki karla. Það má
því með sanni segja að HK sé stór-
veldi í blaki. LHÞ
-á kosningavakt-
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að alþingiskosn-ingarnar eru að skella á. Hvort
sem sóst er sérstaklega eftir því að
fylgjast með öllum umræðuþáttunum
í sjónvarpinu, greinunum í blöðunum,
fréttunum í útvarpinu eða áróðrinum
í bæklingunum þá kemst enginn hjá
því að vera minntur á það. - Nema
kannski ef viðkomandi er staddur á
Suðurpólnum eins og íslenska hetjan
okkar var fyrir skömmu.
Verðskuldað atkvæði
Húsmóðirin hefur alltaf vandað sig
við að taka vel upplýsta ákvörðun
um hvernig hún ver sínu atkvæði og
mætir að sjálfsögðu alltaf á kjörstað.
Í aðdraganda þessara kosninga hefur
hún þó átt erfitt með að taka ákvörðun
um hver verðskuldi atkvæði hennar.
Fjöldi framboða og misvísandi skila-
boð hafa skapað ringulreið í huga
húsmóðurinnar skipulögðu og því
taldi hún að grípa þurfti til róttækra
aðgerða. – Nú skyldi stefnan vera tekin
á að hitta þessa frambjóðendur í eigin
persónu og taka meðvitaða ákvörðun!!
Prúðbúnir frambjóðendur
Viku fyrir kosningar skundaði
húsmóðirin af stað. Hún klæddi sig
í sumarkápuna sína, setti á sig nýja,
bleika klútinn og fór í svörtu leður-
stígvélin sín. Á stóra fjölskyldubílnum
hófst leitin af frambjóðendum. Leiðin
lá í Smáralindina, enda öruggt að mati
húsmóðurinnar að þeir söfnuðust
fyrir þar. Naglann hitti hún á höfuðið
þar því prúðbúnir frambjóðendur með
bros á vör kepptust við að bjóða henni
bæklinga í öllum regnbogans litum.
Húsmóðirin setti upp gáfulega svip-
inn sinn og bjó sig undir spekings-
legar spurningar til frambjóðendanna
sem töluðu hver í kapp við annan.
,,Hvernig ætlar þú að leysa skulda-
vanda heimilanna,‘‘ spurði hún svo.
Tónleikar í beinni
Hver frambjóðandi á fætur öðrum
setti sig í stellingar til að svara þessu.
En svarinu náði hún engan veginn
því í sama mund dundi við hávært
gítarsóló, fagnaðarlæti og söngur því
einn vinsælasti söngvari landsins hafði
stigið á svið þar rétt hjá. Trommur og
bassi bættust við og því ómögulegt
með öllu að halda uppi spjalli við þetta
hefðarfólk. Í stað þess að rembast eins
og rjúpan við staurinn að fylgja spurn-
ingunni eftir og ráða í svörin, staldraði
húsmóðirin frekar við og naut þess að
hlusta á þessa skemmtilegu tóna sem
ómuðu um húsið.
Lausnamiðuð húsmóðir
Magaverkir fóru fljótlega að gera vart
við sig hjá húsmóðurinni og eftir á
að hyggja hafði ekki verið snjallt að
gúffa í sig lakkrískonfektinu í bílnum
á leiðinni. Eftir bestu getu reyndi hún
að halda aftur af loftinu sem reyndi
sífellt meira að komast út um óæðri
endann. Tónlistin var að ná hámarki
og stemningin var góð. Greinilegt
var að söngvarinn var ekki vinsæll
að ástæðulausu. Þar sem húsmóðirin
hefur alltaf verið einstaklega lausna-
miðuð og í ljósi þeirra vindverkja sem
kvöldu hana datt henni snilldarráð í
hug. – Leysa loftið úr læðingi meðan
tónlistin dundi sem hæst!
Skammvinn gleði
Einhvern veginn tókst húsmóður-
inni að þjappa loftinu saman og lét
svo vaða. Vá, hvað það létti mikið á
maganum, þetta er allt annað, hugsaði
húsmóðirin hróðug með sér. Gleðin
yfir útsjónarseminni var þó frekar
skammvinn. Um leið og vindurinn
leitaði sér útgöngu úr líkama húsmóð-
urinnar, stoppaði tónlistin. Þögn skall
á og því heyrðist vel um víðan völl
hátt og hvellt prumphljóð og ekki fór
á milli mála hvaðan það kom.
Frambjóðendurnir litu undrandi
á húsmóðurina og gerðu sitt besta til
að halda andlitinu, enda líklega orðnir
vanir því. Aðdáendur söngvarans sem
höfðu horft á hann með tilbeiðslu-
svip snéru sér hins vegar við og horfðu
undrandi á húsmóðurina, enda ekki
með sömu þjálfun í að halda andlitinu.
Söngvarinn vinsæli fór hins vegar að
skellihlæja og kallaði upphátt; ,,gefið
konunni með bleika klútinn gott klapp
fyrir flott sóló!‘‘
Taktfast klapp
Með ótrúlegri ró og yfirvegun gerði
húsmóðirin sitt besta að halda reisn
sinni þó hana langaði mest af öllu til
að hverfa af yfirborði jarðar. Hún
gekk því hnarreist á brott undir takt-
föstu klappi og blístri viðstaddra og
sagði um leið; ,,ohhh, ég verð að fara
að breyta um hringitón í símanum
mínum.‘‘
Svörin við spurningunni til fram-
bjóðendanna fékk húsmóðirin í
umræðuþáttunum í sjónvarpinu,
greinunum í blöðunum, fréttunum
í útvarpinu og áróðursbæklingunum
sem komu inn um bréfalúguna.
Húsmóðirin deilir ævintýrum
hversdagsins með lesendum blaðsins.
Mynd:Þorsteinn G Guðmundsson
Óskum öllum launþegum
á Íslandi til hamingju
með baráttudag verkalýðsins
1. maí
MÁLTÍÐ
MÁNAÐARINS
Á KFC
90568 • P
ipar • S
ÍA
899krónur
Aðeins
+
+
Meltz
franskar
gos
gerðir
í boði
sweet
chili bbq
TRANS-
TAFI
ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðhe ra um auknar
hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf-
bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar.
Við sty jum eilshugar
v
ið
s
k
ip
t
a
b
la
ð
ið
/
a
x
e
l
jó
n
/
0
2
0
2
2
0
0
9
Verkalýðsfélag Akranes
Útveg mannafélag
Reykjavíkur
Útvegsmannafélag
Hornafjarðar
ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar
hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf-
bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar.
Við styðjum heilshugar
v
ið
s
k
ip
t
a
b
la
ð
ið
/
a
x
e
l
jó
n
/
0
2
0
2
2
0
0
9
Stálskip ehf Hvalur
Félag
hrefnuveiðimanna
Útvegsmannafélag
Hafnarfjarðar
Hafmeyjan
ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar
hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf-
bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar.
Við styðjum heilshug r
v
ið
s
k
ip
t
a
b
la
ð
ið
/
a
x
e
l
jó
n
/
0
2
0
2
2
0
0
9
Verkalýðsfélag Akranes
Útvegsmannafélag
Reykjavíkur
Útvegsmannafélag
Hornafjarðar
Smiðjuvegi 48
200 Kópavogur
Sími 567 0790
lakkhusid@lakkhusid.is
ÞEKKING - ÞJÓNUSTA
www.lakkhusid.is
Fyrir heimili - húsfélög - fyrirtæki
Úrval slökkvitækja. Leitið tilboða!
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Sími: 564 4700
Hjartabrauð
Þitt hjartans mál...í hvert mál...