Selfoss - 18.10.2012, Síða 2
2 18. október 2012
Könnun meðal nemenda í Menntaskólanum að Laugarvatni
Nemendum líður vel í heimavistarskóla
- Drengirnir hvílast lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í öðrum skólum - 42 nemendur eiga systkin í skólanum
- Tíundi hver nemandi segist oft finna fyrir kvíða og streitu
Sex af hverjum tíu nemend-um í Menntaskólanum að Laugarvatni segjast finna
frekar sjaldan eða oftar fyrir streitu
eða kvíða . Tíundi hver nemandi
segist aldrei finna fyrir streitu eða
kvíða og álíka margir segjast finna
mjög oft fyrir streitu og kvíða.
Þetta er meðal niðurstaðna í
könnun á líðan nemenda í skólan-
um sem skólayfirvöld létu gera sl.
vor. Heildarniðurstöður liggja ekki
fyrir. Talið er að mikill metnaður og
þörf á að standa sig vel geti haft áhrif
og leitt til meiri streitu og kvíða, en
einnig geti legið að baki feimni eða
léleg sjálfsmynd. Rannsóknir benda
til þess að nokkur hópur nemenda
sem er haldin kvíða sé einnig að berj-
ast við að vinna úr erfiðum minn-
ingum úr æsku. Þá er vitað að einelti
og ofbeldi geta markað veruleg spor
á sálinni og valdið nemendum erf-
iðleikum í námi.
Fáir nemendur hverfa frá námi
Mikið er rætt um brotthvarf nem-
enda úr framhaldsskólum. Selfoss-
Suðurland innti skólastjórnendur
í ML eftir því hvort vitað sé um
ástæður þess að nemendur hætta í
námi eða hverfa úr skóla. Skólayfir-
völd segja brottfall frá hausti til vors
hafa verið mjög lítið undanfarin ár.
Nemendur hætta yfirleitt ekki
yfir veturinn nema þeir hafi áður
rætt við námsráðgjafa eða stjórn-
endur skólans. Við höfum ekki
tölulegar upplýsingar um allar
ástæður brotthvarfs, en í lang-
flestum tilfellum má rekja ástæður
til þess, að námið hentar ekki og
viðkomandi telja sig vera búna að
finna það nám sem þeir vilja frekar
fara í og sem hentar hæfileikum
þeirra betur. Brotthvarf nemenda af
þessu tagi er jákvætt, að okkar mati.
Að öðru leyti hverfa nemendur
frá okkur vegna þess að þeir ráða
illa við námið, þeim hentar ekki að
dvelja á heimavist, eða af ástæðum
sem tengjast fjölskyldumálum. Það
sem ég tilgreindi hér byggir ekki á
talnaefni og ber að líta á það sem
þá tilfinningu sem við höfum fyrir
helstu ástæðum þess að nemendur
hætta í skólanum.
Skólayfirvöld halda skrá yfir töl-
ur nemenda sem hverfa frá námi
eða skila sér ekki frá haustönn yfir
á vorönn. Athygslivert er að sjá að
mestu munar á árunum rétt fyrir
hrun. Þá er eins og flestir skili sér
ekki yfir á vorönnina. Nemendum
í skólanum fjölgar mjög mikið hin
síðari ár.
Heimavistin hentar vel
Nemendur í Menntaskólanum
segjast langflestir að þeim henti
vel að búa á heimavist, en næstum
allir nemendur búa í heimavist. Þá
segja 95% nemenda að þeir eigi
fleiri en einn góðan vin/góða vin-
konu í skólanum. Níu af hverjum
tíu nemendum segja að þeim líði
að öllu jöfnu vel í skólanum. 64%
nemenda svaraði könnunini um
líðan sl. vor.
Athygli vekur að 42 nemendur
eiga systkin í skólanum. Þá þykir
skólastjórnendum það góðs viti að
nemendur í skólanum hvílast betur
og lengur en meðaltal úr rannsókn-
um segja.
SELFOSS-SUÐURLAND kemur næst út 1. nóvember
Hvað getur þú gert
fyrir þína heilsu?
Líkamleg og andleg endurhæfing hjá HNLFÍ
Hafðu samband við lækninn þinn
og kannaðu þína möguleika.
Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is
- berum ábyrgð á eigin heilsu
Dvöl á Heilsustofnun gefur einstakt tækifæri til að huga að
andlegri og líkamlegri líðan og t.d. koma reglu á hreyfingu,
næringu og svefn.
Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur
og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum
og viðhalda þeim.
Strákar Stelpur
Allir ML Allir ML
5,5 klst eða minna 3,6% 0,0% 3,1% 0,0%
6-6,5 klst 23,0% 7,4% 20,3% 7,5%
7-7,5 klst 48,1% 44,4% 46,9% 55,0%
8-8,5 klst 21,2% 44,4% 24,8% 27,5%
9 klst eða meira 4,2% 3,7% 4,9% 10,0%
(Byggt á gögnum Rannsókna og greiningar)
Hlutfallslegur fjöldi stelpna og stráka í ML og á Íslandi árið 2010 eftir fjölda
klukkustunda sem þau sofa á hverri nóttu á virkum dögum.
Þau nutu sólar fyrir utan hjá Almari bakara í sumar. Sólar nýtur enn og haustið
lofar góðu. Almar bakari opnaði kaffihús á árinu og gerði strax klárt fyrir
utan. Innan stokks geta stórir hópar drukkið kaffi saman.
Halldór Páll með stúdentshópnum sem brautskráðist í vor - flest með fjögur ár að baki í heimavist.
Sumri hallar – haustar fer, með blíðuveðri