Selfoss - 18.10.2012, Blaðsíða 12

Selfoss - 18.10.2012, Blaðsíða 12
18. október 201212Velkomin í nýja bakaríið okkar að Austurvegi 3-5. Nýbökuð brauð, bakkelsi, samlokur í miklu úrvali og súpa í hádeginu. Og ís :) Sérbakað fyrir þig..... Austurvegi 3-5, Selfossi & Sunnumörk 2, Hveragerði Sími 482-2829 AlmAr Bakari Að hætti hússins FISKUR Á MÁNUDEGI Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Eftir helgar er oft sitthvað óborðað í kæliskápnum sem var keypt fyrir helgi en ekki notað. Aðallega er það grænmeti sem þolir ekki langa geymslu. Það er oft ágætt að nýta þessa afganga á mánudögum með öðru. Ég keypti frábæra blálöngu í fisk- búðinni okkar á Selfossi. Ég byrjaði á að sneiða lauk , hvít- lauk og rauðan eldpipar (maður ræð- ur hve mikið að fræjum verður eftir) og setti á pönnu í olíu. Meðan þetta var að mýkjast á pönnunni náði ég í grænkál, steinselju og graslauk sem enn er til úti í garði hjá okkur. Í kæliskápnum voru þreyttir svepp- ir, papríkur og tómatar sem ekki voru borðað um helgina. Þetta var allt sneytt niður og bætt á pönnuna - malað aðeins úr piparkvörninni yfir og pínulítið salt ef fólk vill (mér finnst það óþarfi en á alltaf Maldon salt á borðinu). Þegar allt var orðið mjúkt færði ég það til hliðar á pönnunni og bjó til rými á miðj- unni . Hækkaði hitann og blálangan fór í bitum í miðjuna– jós græn- metisblöndunni yfir, kreysti safa úr hálfri sítrónu yfir fiskinn (þá þarf ekki salt). Til að gera þetta verulega gómsætt setti ég sneiðar af gullosti yfir fiskinn. Setti lokið á pönnuna og slökkti undir. Meðlætið voru nýjar kartöflur, gulrætur og rófur. Aðalatriðið við að elda fisk er að ofelda hann ekki. Best er að hann sjóði ekki heldur hitni í gegn. Móðir mín var á undan sinni samtíð í meðferð á mat og hollustu matar. Hún minntist oft á að ein- hverju sinni sem oftar á þeim tíma fór rafmagnið af um 10 – leytið að morgni og kom ekki á aftur fyrr um 12 – leytið. Hún hitti síðan konu úti í búð eftir hádegið og þær fóru að tala um þetta rafmagnsleysi sem ruglaði morgunverk á heimilunum. Í framhaldi af því sagði konan. “ Ja, heppin var ég að vera búin að setja upp fiskinn”. Móður minni ofbauð þessi ofsuða á fiskinum og talaði oft um hvað mikilvægt væri að sjóða fiskinn rétt svo að eggjahvítuefnin færu ekki úr honum. “Að ætla að sjóða fisk í tvo tíma með fullt hús af börnum sem eru að vaxa …” Langa að hætti hússins. Mynd: ÞHH Smáfréttir Stutt og laggott úr bæjar- kerfinu um Selfossvirkjun Lokaskýrsla frá Verkfræðistofu Suðurlands um mögulega virkjun- arkosti í Ölfusá lögð fram. Hug- myndir um Ölfusárvirkjun tengjast smíði nýrrar brúar og mögulegum samlegðaráhrifum á virkjanafram- kvæmdir. Skoðaðir voru virkjana- kostir við Efri Laugardælaeyju og við Hávaða neðan við Selfosskirkjugarð. Niðurstaða skýrslunnar er að virkjun Ölfusár við Selfoss er óarðbær kostur og umhverfislega óréttlætanleg. (44. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar) Málþing Málþing um grunn- þætti í nýrri mennta- stefnu verður haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands miðviku- daginn 31. október kl. 13−16. Málþingið er ætlað skólafólki á Suðurlandi á öllum skólastigum. Nánar um dagskrá síðar. Sveitarstjórn Skaftár- hrepps selur ofan af sér Húseignin að Klausturvegi 15 sem hýsir skrifstofur Skaftárhrepps er nú auglýst til sölu. Hreppurinn hyggst selja fasteignina til að grynna á skuldum. Nánari upplýsingar gefa Lögmenn Suðurlandi, sími 480 2900. http://fasteignir.log.is/nanar. aspx?fastano=2190840 Fyrstu forkeppni Uppsveitastjörnunnar frestað um viku Skráningarfrestur framlengdur til 23. október. Af óviðráðanlegum ástæðum verður fyrstu forkeppni Uppsveitastjörnunnar, hæfileika- keppni Upplits, frestað um viku. Skráningarfrestur hefur þess vegna verið framlengdur um viku, eða til og með þriðjudeginum 23. október. Sýningin TÓMIÐ – Horfin verk Kristins Péturssonar var opnuð í Listasafni Árnesinga, Hveragerði, sl. laugardag Á sýningunni er farin sú leið að beina sjónum sýningargesta að þeim verkum sem Kristinn Pétursson (1896-1981) vann að síðustu æviár- in. Þau eru óvenjuleg og spennandi niðurstaða á viðamiklum og fjöl- breyttum ferli, einkum í ljósi þess að listamaðurinn vann þau í einrúmi, án samtals við íslenska samferðar- menn sína og án þess að sýna þau opinberlega. ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Ferskur léttsteiktur bláugga- túnfiskur m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.