Selfoss - 18.10.2012, Qupperneq 14

Selfoss - 18.10.2012, Qupperneq 14
14 18. október 2012 Yngist önd og tunga – Matthías! Til austurs hýrna heiðar við himindyra grind með bringur Hreppa breiðar og Búrfells stýfðan tind. En Heklu morgunhökull mér hlær við glóð og málm og aldinn Eyjajökull á enn sinn Fáfnis hjálm. Til Heklu sá Matthías Jochumsson á fyrri prestsárum sínum er hann sat á prestsetr- inu Odda á Rangárvöllum í 6 ár alls, en 1887 flutti hann þaðan til Akureyrar þar sem hann starfaði síðan og bjó. Matthías lést 1920. Vísan hér að ofan er úr ljóði hans Á Gammabrekku sem hann yrkir 15 árum eftir hann flytur frá Odda en þaðan er víðsýnt eins og víðast er af Suðurlandsundirlendinu. Í næstu vísu kemur hann að byggðafjallinu Þríhyrningi: Í sæti sólin hækkar og signir Þríhyrning og ljóssins landnám stækkar og lykur Rangárþing. Nú blankar vítt á víði og Vestmanneyjaborg og stefnt er landsins lýði á lífsins vinnutorg. Ólafur Briem íslenskukennari á Laugarvatni gaf út úrval úr ljóðum Matthíasar og skrifar vandaðan inngang að bókinni, rekur efasemdir Matthíasar um kenningar kirkjunnar svo sem útskúfunarkenninguna en þar kom að árið 1900 var hann sæmdur heiðurslaunum til skáldskapar og ritstarfa og jafn- framt veitt lausn frá prestsskap. Ólafur segir um Lofsönginn Ó Guð vors lands: „Inntak ljóðsins er sótt í síðara bréf Péturs postula. Einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dag- ur. Þessi orð gefa skáldinu tilefni til að horfa í leiftur- sýn yfir þúsund ár Íslands byggðar og í samnburði við eilífðina eru þau ekki meira en ævi eins smáblóms. Og Matthías sér Drottinn fyrir sér, hafinn yfir rúm og tíma, með stjörnuhimininn að kórónu og stundaglas ei- lífðarinnar að tímamæli. Og skáldið hrífst með og horfir á liðin og ókomin þúsund ár Íslendinga frá sjónarhorni eilífðarinnar og hin liðnu birtast honum sem morgunsins húmköldu hrynj- andi tár sem hitna við skínandi sól. og hin næstu biður hann að verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár sem þroskast á Guðs-ríkis braut.“ Matthías var kominn nokkuð til manns þegar hann hóf skólagöngu og settist í 3. bekk Lærða skólans. Áður hafði hann verið 2 ár við nám í Flatey og Þuríði Kúld, prestfrúnni í Flatey og fleiri góðum konum þar vestra taldi Matthías sig eiga mikið að þakka og orti þeim langt ljóð, Til frúnna frá Flatey, sem hefst svo: Til ykkar allra þriggja þér sæku minnar dísir sig hneigir nú mín hyggja og hreyfist ljóðavísir. Ég barst á brotnu flaki – þá brosti við mér eyja ég herti á teknu taki og trauður vildi deyja. Ljóðinu lýkur skáldið svo: En þiggið þó hvað gef ég sjá, það er lífs míns saga og von, sem vakið hef ég um vor og betri daga. Er öldin kemur unga, – þá endar kaldur vetur þá yngist önd og tunga þá yrkja skáldin betur. Úr Harð Haus (13) Við hvetj um ykk ur til að senda blað inu línu. Láta vita af at burð um eða vek ið at hygli á því sem vel fer í sam fé lag inu. Hó ið í okk ur. Skrif ið á tor lak ur@fot spor.is eða hring ið í síma 8942098. EYRAVEGI 32 · SELFOSSI SÍMI 480 1160 24. maí 2012 4. tölublað 1. árgangur S U Ð U R L A N D 2 Að ganga í takt 8-10 Átthagar okkar er jörðin 14 Á hennar höfuð­bóli með hundi rak ég kýr Efnisala–Framleiðsla –Renniverkstæði – Stálsmíði – Landbúnaðartæki Sveitarfélagið Árborg, brosandi samfélag www.arborg.is Meiri hluti – eða ekki Það er mál ið Það marr aði í meiri hluta sam starf inu og það hef ur geng ið á ýmsu að styrkja meiri hlut ann í bæj ar stjórn Ár borg ar. Sjálf stæð is flokk ur inn bauð Fram sókn sl. föstu dag til sam starfs til að breikka meiri hlut ann. Bæj ar full trú arn ir reynd ust um boðs laus ir og voru rekn ir heim eft ir fund í full trúa ráð inu morg un­ inn eft ir, seg ir bæj ar full trúi Fram sókn ar. Ekki boð legt að meiri hluta sam starf ið sé í stór hættu reglu lega einu sinni á ári, seg ir bæj ar full trúi Sam fylk ing ar inn ar. Odd viti Sjálf stæð is flokks seg ir D­list­ ann hafa náð sam ræmdu göngu lagi. Hvað gerð ist? Sjá frétta skýr ingu á síðu 2. Ingi Heiðmar Jónsson

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.