Selfoss - 24.01.2013, Blaðsíða 2
2 24. janúar 2013
Bætum lífskjörin
Ég gef kost á mér í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið
verður þann 26. janúar næstkom-
andi. Ég hvet alla sjálfstæðismenn í
kjördæminu til að mæta á kjörstað
og velja fólk til að skipa sterkan
lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kom-
andi alþingiskosningar. Það er von
mín að sem flestir af þeim lista nái
kjöri til Alþingis og fái tækifæri til
að stuðla að bættum lífskjörum í
landinu. Þingmenn Suðurkjördæmis
þurfa að gæta hagsmuna fólksins í
kjördæminu og berjast fyrir því að
kjördæmið beri ekki skarðan hlut
frá borði þegar kemur að ráðstöfun
fjármagns svo sem til heilsugæslu,
löggæslu og samgöngumála. Íbúar
Suðurkjördæmis þekkja að niður-
skurður á fjárveitingum til þessara
málaflokka hefur verið mikill.
Fjármálakerfið er of stórt
Eftir tímabil sem einkennst hefur af
skattahækkunum, pólitískum óstöð-
ugleika og efnahagslegri stöðnun,
bíða erfið og mikilvæg verkefni næstu
ríkisstjórnar. Vinna þarf markvisst
að því að bæta lífskjör. Á Íslandi býr
duglegt fólk og ekki skortir tækifæri
til uppbyggingar. Í tíð núverandi
ríkisstjórnar hefur þó vonleysi og
svartsýni á framtíðina náð að grafa
um sig. Of margir eru farnir að trúa
því að Íslendingar muni um ókomna
framtíð fá minna greitt fyrir störf
sín en fólk í nágrannalöndunum.
Á næstu árum verða laun fólksins í
landinu að hækka verulega og mun
meira en verðbólgan í landinu.
Á næsta kjörtímabili þarf að lækka
skatta og auka tiltrú fjárfesta á að
hagkvæmt sé að stofna og reka stór
og smá fyrirtæki á Íslandi. Aukin
fjárfesting mun stuðla að frekari hag-
vexti sem leiða mun til hærri launa
og bættra lífskjara. Við Íslendingar
þurfum að nýta starfskrafta okkar og
nátturuauðlindir á sem hagkvæm-
astan hátt. Á næsta kjörtímabili þarf
að losa fjármagnshöft og nauðsyn-
legt er að vanda vel til verka við
undirbúning þess.
Fjármálakerfið er of stórt og
kostnaðarsamt sem leiðir til þess að
vextir eru of háir, hærri en víðast
hvar annars staðar. Auðvelda þarf
fjármögnun til húsnæðiskaupa, t.d.
með því að afnema stimpilgjöld af
öllum íbúðarlánum og stuðla að
því að endurfjármögnun óhagstæðra
lána sé auðveldari. Ef 40 ára hús-
næðislán með 5% vöxtum er skipt
út fyrir lán með 3% vöxtum lækka
greiðslur lánsins um 26%.
Starfskraftar mínir myndu
nýtast vel á Alþingi
Ég tel að reynsla mín og þekking
muni nýtast vel við að gæta hags-
muna íbúa Suðurkjördæmis og
vinna að bættum hag þeirra og
þjóðarinnar á Alþingi. Ég er fædd-
ur og uppalinn í Hveragerði. Ég
gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands
og útskrifaðist þaðan árið 1993. Ég
hef lokið hagfræðiprófi frá Háskóla
Íslands og meistara- og doktorsprófi
í hagfræði frá Kaliforníuháskólanum
í Santa Barbara.
Að loknu doktorsprófi starfaði
ég við háskólann í Reykjavík, hjá
ráðgjafafyrirtækinu IFS greiningu
og Fjármálaeftirlitinu. Frá byrjun
júní 2012 hef ég starfað á Fjármála-
stöðugleikasviði Seðlabanka Íslands.
Ég sit í ráðherraskipaðri nefnd, til-
nefndur af Seðlabanka Íslands, sem
vinnur að endurskoðun á íslenskri
fjármálalöggjöf. Í störfum mínum
hin síðustu ár hef ég fengið góða
innsýn í störf Alþingis og stjórnsýsl-
unnar á Íslandi, innsýn sem gerir
mig sannfærðan um að starfskraft-
ar mínir myndu nýtast mjög vel á
Alþingi.
Þjóðin er eðlilega vonsvikin
vegna brostinna loforða
ráðamanna
Fyrir meira en fjórum árum hrundi
íslenska bankakerfið og hagkerfið
fór á hliðina. Í kjölfarið var mynduð
ríkisstjórn sem talaði fyrir aukinni
fagmennsku, gagnsæi og samvinnu.
Þegar maður lítur yfir síðustu ár
blasir við að engin alvara hefur verið
að baki slíku tali og þjóðin er eðlilega
vonsvikin vegna brostinna loforða
ráðamanna. Þó ég hafi verið flokks-
bundinn sjálfstæðismaður í yfir 20
ár, hef ég ekki áður tekið virkan þátt
í stjórnmálum. Ég óska þó eftir því
að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi
og síðan kjósendur í Suðurkjördæmi
gefi mér umboð til að starfa á Al-
þingi í þágu þeirra næstu fjögur ár.
Ég hef ekki alið lengi með mér þann
draum að verða stjórnmálamaður en
áhyggjur af efnahags- og atvinnu-
málum þjóðarinnar, skuldamálum
heimila og reynsla af ófaglegum
vinnubrögðum sitjandi ríkisstjórnar
knýja mig áfram til að sækjast eftir
sæti á Alþingi. Næstu ár gætu ráðið
úrslitum um hvort að Ísland kom-
ist aftur í hóp þeirra Evrópuríkja
þar sem lífskjör eru hvað best eða
hvort að lífskjör hér á landi haldi
áfram að versna í samanburði við
þær þjóðir sem við viljum bera okk-
ur saman við. Ég óska eftir því að
sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi
velji mig í annað sætið í komandi
prófkjöri og gefi mér tækifæri til
að vinna á Alþingi við að stuðla að
bættum kjörum íbúa kjördæmisins
og þjóðarinnar í heild.
Oddgeir Ágúst Ottesen,
hagfræðingur
Jörðin rifnaði með látum
„Miskunn Guðs er yfir öllum Eyjamönnum,“ segir Ólafur Gränz trésmiður og útgefandi
með meiru sem varð fyrstur manna
ásamt Hjalla á Vegamótum var við
gosið 1973 á Heimaey. Þeir fóst-
bræður voru á göngu austan til á
Heimaey og áttu ekki von á því að
jörð rifnaði beint fyrir framan þá.
Þess er nú minnst að 40 ár eru
liðin frá upphafi gossins.
Við settum okkur í samband við
Óla ...
-Hvað er mér efst í huga við þessi
tímamót fjörtíu árum eftir Eldgos
á Heimaey ??
Efst í huga mér er þegar við fóst-
bræður ég og Hjalli á Vegamótum
stóðum skammt frá sprungunni í
svarta myrkri og jörðin rifnaði með
látum og eldur og eimyrja spraut-
uðust uppí loftið með drunum um
tvö hundruð metra framan við okk-
ur þannig að nærumhverfið lýst-
ist upp og við fundum hitann frá
gosstöðvunum. Einnig finnst mér
stórkostlegt að sjá miskunn Guðs
og varðveislu yfir öllum Eyjamönn-
um. Móttökurnar í Reykjavík voru
ævintýri líkastar og allur sá kærleik-
ur og velvild sem við fundum við
komuna í þangað.
Sigfús J. Johnsen var búinn að
útvega mér og minni fjölskyldu
bráðabirgðahúsnæði um einni
klukkustund eftir að ég kom með
strætó til Reykjavíkur frá Þorláks-
höfn eftir sjóferð okkar frá Vest-
mannaeyjum um nóttina.
Ég sendi Eyjamönnum og vinum
kærleikskveðjur með þökkum fyrir
ljúfa samferð.
Mér finnst lífshlaup mitt vera
samfellt ævintýri í faðmi yndislegr-
ar fjölskyldu og vina.
Með vinsemd og bestu óskum.
Ólafur Gränz
Oddgeir Ágúst Ottesen
Ég hef ekki alið lengi með
mér þann draum að verða
stjórnmálamaður en áhyggj-
ur af efnahags- og atvinnu-
málum þjóðarinnar,skulda-
málum heimila og reynsla
af ófaglegum vinnubrögðum
sitjandi ríkisstjórnar knýja
migáfram til að sækjast eftir
sæti á Alþingi.
Þessi er tekin á fyrirlestri sem að ég hélt í Seðlabanka Íslands um lærdóm af
fjármálahruninu og fyrirhugaðar breytingar á fjármálalöggjöfinni.
Munum taka
rammaáætlun upp
segir Sigurður Ingi Jóhannsson oddviti
Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
„Sú rammaáætlun sem samþykkt var 14 janúar síðastliðinn - var rammaáætlun ríkisstjórnar VG
og Samfylkingar. Eftir áratuga vinnu
vísindamanna og miklar væntingar
um að niðurstaðan yrði sátt milli
ólikra sjónarmiða verndar og nýt-
ingar ákvað ríkisstjórnin að hleypa
málinu upp með öfgapólitík. Átak-
anlegt var að horfa uppá þingmenn
stjórnarflokkanna vera múlbundna
í atkvæðagreiðslunni og greiða at-
kvæði gegn góðum atvinnuupp-
byggingarmálum sem þeir áður
höfðu sagt sig hlynnta. Við Fram-
sóknarmenn munum taka þessa
pólitísku rammaáætlun upp og reyna
að færa hana aftur til þess ferils sem
sátt var um“.
Sigurður Ingi hlaut rússneska
kosningu í 1. sæti á lista Fram-
sóknarflokksins fyrir alþingiskosn-
ingar í vor. Viðtal við Sigurð Inga
mun brtast í heild sinni í næsta
blaði sem kemur út 7. febrúar. Í
því kemur m.a. fram að hann vill
hætta viðræðum um aðild að ESB
... „og taka þær aldrei upp aftur án
þess að spyrja þjóðina fyrst í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.“
Sigurður Ingi jóhannsson
Á meðfylgjandi mynd eru góðir vinir
í Eyjum. Magnús jónasson og Elín
Magnúsdóttir dóttir hans.
Ólafur Gränz og fjölskylda bjuggu í jómsborg, en það fór undir hraun. Það
hét áður Ottahús og Beykishús. nafnið jómsborg kemur frá borg þar sem
norrænir víkingar áttu sér vígi og telja flestir fræðimenn að jómsborg hafi
verið einhvers staðar á eyjunni Wolin, við norðvesturhorn Póllands. Íbúar
borgarinnar voru nefndir jómsvíkingar og heitir jómsvíkinga saga eftir
þeim. Myndin af síðunni www.heimaslod.is