Selfoss - 24.01.2013, Side 10
10 24. janúar 2013
Tækifærin eru mögnuð
Vatnsútflutningur.
Verksmiðja Jóns Ólafssonar á
jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi sem
framleiðir vatn undir vörumerkinu
Icelandic Glacial er þekktasta vöru-
merki í vatnsútflutningi á Íslandi
í dag.
Tækifæri til útflutnings eru mögn-
uð og Suðurnes og Suðurland eru í
lykilaðstöðu, en ég hef tekið þátt í
skoðun á slíku verkefni og þekki því
möguleikana. Ég trúi því að innan
fárra ára sköpum við margföld verð-
mæti í vatnsútflutningi frá því sem
við erum að gera í dag og fjöldi starfa
mun verða til í greininni.
Fullvinnsla sjávarafurða
og fiskeldi.
Mikil tækifæri eru í fullvinnslu
sjávarafurða sem sjávarútvegsfyrir-
tækin í kjördæminu ættu að skoða.
Eitt fyrirtæki í Sandgerði að verða
fullbúið í byrjun árs 2013. Fiskeldi
er rekið með góðum árangri í Suður-
kjördæmi. Stolt farm byggir stóra
fiskeldistöð sem nýtir kælivatn frá
Orkuverinu á Reykjanesi. Ráðgert
er að ekki færri en fimmtíu manns
starfi við eldisstöðina en allt að 75
önnur störf gætu fylgt starfseminni.
Í Grindavík er sjávarútvegsklasi þar
sem afar áhugaverðir hlutir eru í
gangi sem miða af aukningu verð-
mæta sjávarafurða svo stóru nemur.
Í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og
Höfn eru öflug fyrirtæki sem eru
grundvöllur nýsköpunar í veiðum
og vinnslu. Í öllum þessum tilvik-
um er treyst á að ríkisstjórn komi
að völdum sem vinnur skynsamlega
og skilur að sjávarútvegurinn er
undirstaða velmegunar þjóðarinn-
ar. Veiðileyfagjöld og skattastefna í
sjávarútvegi þarf að vera með þeim
hætti að greinin hafi getu og afl til
að sækja á ný mið. Við eigum að líta
til undirstöðuatvinnugreinar þjóðar-
innar með stolti. Það á að vera eft-
irsóknarvert að starfa í fiskvinnslu.
Kornrækt og þurrkun á framtíð
fyrir sér á Suðurlandi.
Kornrækt er hvergi meiri en á
Suðurlandi og má rekja upphaf
hennar til þess að hún hófst á Sám-
stöðum í Fljótshlíð árið 1940 og
1960 á Skógasandi. Í dag er fjöldi
bænda sem ræktar korn. Innflutn-
ingur á fóðurkorni er um 67.000
tonn. Íslenskir bændur framleiða um
15.000 tonn. Það má því fimmfalda
framleiðsluna. Verði hugmyndir
Ólafs Eggertssonar á Þorvaldseyri að
reist verði þurrkstöð á Suðurlandi að
veruleika, skapast grundvöllur til að
stórefla innlenda kornrækt og skapa
með því atvinnu og tekjumöguleika í
landbúnaði. Miklar hækkanir á inn-
fluttu korni styðja enn frekar við
þessi áform. Með þessu aukum við
fæðuöryggi þjóðarinnar og spörum
gjaldeyri. Þá eru ótalin tækifæri í
ræktun á olíunepju og repju. Til-
raunir sem fram hafa farið lofa góðu.
Hér er um að ræða framleiðslu á olíu
sem breyta má í eldsneyti (bíodísel)
og mjölið sem fellur til er prótein-
ríkt og nýtist til skepnufóðurs. Þessi
ræktun stuðlar að aukinni sjálfbærni
í landbúnaði, en ræktanlegt land á
Suðurlandi er um 300.000 ha. Það
eru því gríðarleg tækifæri til auk-
innar verðmætasköpunar í land-
búnaði og fjölgun starfa á næstu
árum. Skógrækt er einnig vaxandi
grein sem getur skapað fleiri störf
og tekjur.
Ferðaþjónustan blómstrar í
Suðurkjördæmi.
Yfir 2 milljónir farþega komu með
flugi til landsins í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar á árinu 2012. Bláa lónið,
Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Land-
mannalaugar, Skógasafn, Dyrhólaey,
Vestmannaeyjar, Kirkjubæjarklaust-
ur, Öræfin, Jökulsárlón og fl. staðir
eru heimsóttir af hundruðum þús-
unda á ári. Í nokkrum héruðum og
hreppum er gistirými margfalt meira
en íbúarnir. Og enn eru áform uppi
um ný hótel, 100 herbergja hótel-
byggingu á Hellu, einnig í Mýrdal,
á Hvolsvelli, Stokkseyri, Reykholti
í Biskupstungum og Hveragerði.
Ferðaþjónustan er í stórkostlegum
vexti og garðyrkjubændur og hesta-
menn sjá og nýta tækifærin. Ný og
vaxandi tækifæri eru komin af stað,
ripp-rafting, ferðamannafjós í Efsta-
dal og fl. og fl. Dæmi um nýjan vel-
heppnaðan ferðamannastað á Suður-
landi er Gestastofan á Þorvaldseyri
en það sóttu yfir 44.000 gestir árið
2012. Allstaðar eru einstaklingar að
skapa tækifæri og störf.
Treystum grunn atvinnulífsins
sem við byggjum framtíðina á.
Ég hef í þessari grein og í fyrra blaði
ekki minnst á allar greinar, en allar
skipta þær máli. Þær hugmyndir
og nýsköpun sem við viljum koma
í framkvæmd geta aldrei orðið að
veruleika nema við styrkjum það at-
vinnulíf sem fyrir er. Við verðum að
hlúa að atvinnurekstrinum og skapa
honum það umhverfi að fyrirtækin
vaxi og dafni. Við verðum að auka
framleiðslu og flytja út meiri verð-
mæti sem er grundvöllur að bættum
lífskjörum þjóðarinnar. Án meiri
verðmætasköpunar verður enginn
hagvöxtur og loforð um bætta þjón-
ustu, heilbrigðis- og menntakerfi því
innantóm og verða ekki gefin nema
menn ætli að standa við það sem
þeir segja.
Ég er reiðubúinn að leggja mig
allan fram í þágu þessara verkefna í
samstarfi við íbúa í Suðurkjördæmi
á mannlegum nótum. Til þess að svo
verði þarf ég stuðning ykkar.
Ásmundur Friðriksson sækist eftir
3ja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
prófkjöri í Suðurkjördæmi
26. janúar nk.
Ásmundur Friðriksson
Sóknarfæri og lausnir
Í landbúnaði.
Ferðaþjónusta í sveitum býr yfir
miklum sóknarfærum ef hún er
ekki eyðilögð með skattlagningu
og hindrunum. Kornrækt með
repju- og nepjurækt býður upp á
þá möguleika, sem þegar er búið að
sýna fram á, að hún er hagkvæm.
Rafmagnsframleiðslu heimaraf-
stöðva á að gera hagkvæma með
lagfæringu á rafmagnsverðinu,
þannig að greiðslur fyrir orkuna
hækki, en flutningsverðið lækki.
Verðmyndun og verðlagningu
landbúnaðarafurða verður að
endurskoða.
Gjaldeyrishöftin.
Gjaldeyrishöftin verður að afnema,
t.d. með því að leggja á 30-40%
„eftirleguskatt“ (withholding tax) á
eignir gömlu bankanna erlendis, um
1.800 milljarða og 800 milljarða eign
gömlu bankanna / vogunarsjóði inn-
anlands, sem ásamt jöklabréfum með
annarri peningainneign nemur líklega
um 1.500 milljörðum. Með 30-40%
skatti á allar þessar ógnarupphæðir
gætum við lagt grunn að afnámi gjald-
eyrishafta.
Verðrtryggðu húsnæðislánin.
Þau eru að hrifsa heimilin af einstak-
lingum, þannig að talið er í dag, að
um 60% heimila séu í raun eignir
fjármálastofnana. Fram hefur kom-
ið að neikvæð staða þeirra, sem eru á
aldrinum 22-42 ára sé mínus 82 millj-
arðar króna. Verðtryggðu húsnæðis-
lánin hafa hækkað um 450 milljarða
frá hruni og 5000 heimili geta ekki
greitt húsnæðislán sín. Margar leiðir
eru til lausnar, t.d. lenging lána með
föstum vöxtum eða uppstokkun á nær
gjaldþrota Íbúðalánasjóði, sem myndi
þá breytast í eignavörslustofnun.
Gengi krónunnar og vísitalan.
Setja ber reglur um að gengi krón-
unnar myndist í viðskiptum með
andvirði inn- og útflutnings, án
fjármagnsflutninga. Útreiknuð
neysluvísitala á grundvelli verðlags-
breytinga vöru og þjónustu er ekki
það sama og neysla heimilanna á
sama tíma, því við hækkun verðlags
minnkar neyslan. Þannig hefur vísi-
talan verið rangt reiknuð.
Veiðigjaldið.
Veiðigjaldið, sem lagt hefur verið á
hefur ekkert með afkomu hvers fyr-
irtækis að gera og að óbreyttu mun
það leggja nær allar minni útgerðir
niður og fiskveiðar sem vinna afl-
ann úti á sjó. Þessu verður að breyta.
Það verður að ná sátt um veiðar, úr-
vinnslu og skattlagningu, sem tæki
mið af raunverulegum hagnaði, en
ekki reiknuðum úr heildarpotti veiða
og úrvinnslu.
Halldór Gunnarsson, bóndi og
fyrrverandi sóknarprestur í Holti,
sem óskar eftir stuðningi í 1.-3. sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
26. janúar.
Halldór Gunnarsson