Selfoss - 11.04.2013, Blaðsíða 2
2 11. apríl 2013
Lýðræðisvaktin:
Þetta viljum við
Þorvaldur Gylfason vaktstjóri
Framtíðarsýn Lýðræðisvakt-arinnar er lýst í frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórn-
arskrá, sem hefst á þessum orðum:
„Við sem byggjum Ísland viljum
skapa réttlátt samfélag þar sem allir
sitja við sama borð."
Í þessu felst:
(1) nýting auðlinda í þjóðareigu á
jafnréttisgrundvelli
(2) jafnrétti kynjanna á öllum sviðum
(3) ríkulegt tillit við þá hópa, sem
höllum fæti standa, og
(4) jafnt vægi atkvæða.
Að þessu marki stefnum við í anda
nýrrar stjórnarskrár.
Hvar stendur þjóðarbúið?
Lýðræðisvaktin vill láta kortleggja
raunverulega stöðu þjóðarbúsins og
þá um leið stöðu bankanna, eignir
þeirra og skuldir, og einnig stöðu
ríkissjóðs, sveitarfélaga, heimila og
fyrirtækja. Þegar staðan liggur fyrir,
verður hægt að ákveða framhaldið,
m.a. hvernig hægt sé að rétta hlut
skuldugra heimila frekar en orðið
er með því m.a. að ...
(1) færa niður höfuðstól verð-
tryggðra og gengistryggðra
húsnæðislána með almennum
aðgerðum;
(2) tryggja að skipan húsnæðislána
taki mið af ríkjandi reglum um
neytendavernd innan EES;
(3) gæta jafnræðis milli lántakenda
og lánveitenda, m.a. með endur-
mati eða afnámi verðtryggingar
húsnæðislána, og brúa bil kyn-
slóðanna;
(4) tryggja virka samkeppni á lána-
markaði vegna húsnæðiskaupa,
svo að vextir og gjaldtaka
lánastofnana geti orðið með
svipuðum hætti og í nálægum
löndum; og
(5) viðurkenna það sjónarmið, að
miklar skuldir eru ekki aðeins
á ábyrgð lántakandans, heldur
einnig lánveitandans.
Engum verður gert að bera þyngri
skuldabyrði en hann getur borið.
Ný viðmið (vísitala) til að bæta
stöðu heimilanna
Niðurfærslu húsnæðislána er hægt
að miða við nýja vísitölu til að girða
fyrir áhrif misgengis kaupgjalds og
verðlags á hag heimilanna, t.d. með
því að miða höfuðstól húsnæðis-
lána sjálfkrafa við verðlag þau ár
sem kaupgjald hækkar hraðar en
verðlag og við kaupgjald þau ár
sem kaupgjald hækkar hægar en
verðlag. Markmiðið er sanngjörn
áhættudreifing milli lánþega og
lánveitenda, svo að ...
• Lántakendur skaðist ekki, þegar
kaupmáttur launa minnkar (t.d.
1989-90, 1992-94 og 2008-10 og
einnig um og eftir 1983);
• Lánveitendur haldi sínu, þegar
kaupmáttur launa vex, sem er al-
gengast;
• Veitt sé færi á, að höfuðstóll verð-
tryggðra lána verði endurreiknað-
ur á grundvelli nýrrar vísitölu aftur
í tímann, t.d. frá og með hruninu
2008, til að rétta hlut heimilanna;
• Betra færi skapist á umskipan
bankamála og fjármálamarkaðar
fram í tímann;
• Lántakendum sé frjálst að velja
milli lána, sem miðast við nýja
vísitölu, og óverðtryggðra lána í
skjóli nýrrar lagaverndar lántak-
enda gegn lánveitendum;
• Skilyrði skapist til afnáms verð-
tryggingar húsnæðis- og neytenda-
lána sem almennrar reglu til sam-
ræmis við skipan mála í nálægum
löndum.
Aðrar leiðir eru færar að sama
marki, t.d. viðmiðun húsnæðislána
við verðbólgumarkmið Seðlabank-
ans frekar en við núgildandi verð-
vísitölu.
Kosti og galla ólíkra leiða og
kostnaðinn, sem af þeim leiðir, þarf
að vega og meta.
Allt í steik á
Föstudögum
Tryggvagötu 40, Selfossi
1.390 kr á mann
Fyrsta og eina á Íslandi
Konubókastofa opnuð á Eyrarbakka
Safnið er einstakt á Íslandi þar sem ekkert safn hér á landi er tileinkað íslenskum kvenrit-
höfundum en fjölmörg tileinkuð
körlunum, segir Rannveig Anna
Jónsdóttir í Túni á Eyrarbakka sem
opnar fyrstu konubókastofu á Ís-
landi á sumardaginn fyrsta.
„Hugmyndin að Konubókastof-
unni byrjaði að gerjast hjá mér
þegar ég var í bókmenntafræði við
Háskóla Íslands,“ segir Anna um
tilurð þessarar einstöku bókastofu.
„Þar voru kennarar eins og Helga
Kress sem sýndu okkur fram á hve
mikið af verkum íslenskra kvenna
hefðu farið forgörðum. Mörgum
árum seinna var ég að undirbúa
ferð fjölskyldunnar til Englands og
rakst þá á safn sem eingöngu hefur
verk eftir breskar konur, og þá skrif-
uð á tímabilinu 1600 til 1830. Ég
heimsótti þetta safn og þegar heim
var komið fór ég að safna bókum
með það að markmiði að opna safn
í svipuðum dúr. Konubókastofan
er safn með verkum sem íslenskar
konur hafa skrifað á íslensku.“
Anna í Túni hóf að viða að sér
bókum fyrir nokkrum árum. Mark-
miðið hafi verið og sé að opna rithöf-
undasafn með verkum eftir íslenskar
konur þeim til heiðurs. Eftir við-
tal í Landanum á RÚV í lok apríl
2012 hafi bækur farið að berast
frá fólki um allt land. „Í lok maí
2012 stofnaði ég síðan fésbókarsíðu
í nafni Konubókastofunnar og hef
ég fengið mikinn meðbyr þar eins
og annarsstaðar. Bæði hafa höfund-
ar haft samband við mig og viljað
gefa bækur og eins bókaforlög, auk
fjölda lesenda. Þegar eru yfir 800
titlar komnir í hús.“ Sveitarfélag-
ið Árborg veitti safninu aðgang að
herbergi í húsnæði sveitarfélagsins.
Markmið með safninu, segir Anna
sé að halda til haga þeim verkum
sem íslenskar konur hafi skrifað í
gegnum tíðina. Um leið og verkin fá
utan um sig þetta safn er sjónarhorn-
inu beint að þeim og mikilvægi
þeirra í íslenskri bókmenntasögu.
Menningararfleið kvenskálda verði
miðlað með ýmsum leiðum, bæði
því sem snýr að sjálfu skáldinu og
verkum þeirra. Anna segir að safnið
sé einstakt á Íslandi. „Ekkert safn hér
á landi er tileinkað íslenskum kven-
rithöfundum en fjölmörg tileinkuð
körlunum.“
Vegleg opnunarhátíð
á sumardaginn fyrsta
Opnunarhátíð verður í Rauða Hús-
inu á Eyrarbakka á sumardaginn
fyrsta, þann 25. apríl. Þar munu
höfundar lesa úr verkum sínum.
Þar á meðal verða Auður Jónsdótt-
ir, Gerður Kristný og Ragnheiður
Gestsdóttir. Helga Kress prófessor
og Brynhildur Heiðar- og Ómars-
dóttir bókmenntafræðingur munu
tala. Elín Finnbogadóttir fjallar um
persónuleg tengsl sín við verk Guð-
rúnar frá Lundi og Karen Hafþórs-
dóttir syngur.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og
menningarmálaráðherra mun opna
Konubókastofuna formlega. Skrif-
að verður undir samninga, safninu
afhentar gjafir og hagsmunafélag
stofnað. Einnig verður tónlist í boði
og veitingar. Gestir geta síðan gengið
að safninu og skoðað.
Anna í Túni er rétt að byrja á
miklu verkefni: „Framtíðarsýnin er
sú að fá stærra húsnæði sem hent-
ar safninu og starfsemi þess. Helst
ætti það að vera íbúðarhúsnæði þar
sem heimsókn í safnið verður líkt
og heimsókn á heimili. Afar margar
hugmyndir eru um þróun á starf-
semi safnsins og eru þær nú að mót-
ast. Áætlað er að í sumar verði opnuð
heimasíða fyrir safnið.“
Í maí mun Konubókastofan, í
samvinnu við Bókasafn Árborgar
Selfossi, vera með sýningu í húsnæði
Bókasafns Árborgar á Selfossi. Á sýn-
ingunni verða höfundar kynntir og
starfsemi Konubókastofunnar.
Rannveig Anna Jónsdóttir, köll-
uð Anna í Túni, er forsvarsmaður
Konubókastofunnar. Hægt er kom-
ast í samband við hana um fésbók-
arsíðuna www.facebook.com/konu-
bokastofan eða netfangið:
konubokastofan@internet.is eða í
síma 4831571 og 8620110.
rannveig anna Jónsdóttir innanum hluta af þeim mikla fjölda bóka sem
hafa borist.
Mynd: Linda Ásdísardóttir
Aðrar leiðir eru færar að
sama marki, t.d. viðmiðun
húsnæðislána við verðbólgu-
markmið Seðlabankans
frekar en við núgildandi
verðvísitölu. Kosti og galla
ólíkra leiða og kostnaðinn,
sem af þeim leiðir, þarf að
vega og meta.
Þorvaldur Gylfason.
Framtíðarsýnin er sú að fá
stærra húsnæði sem hentar
safninu og starfsemi þess.
Helst ætti það að vera
íbúðarhúsnæði þar sem
heimsókn í safnið verður
líkt og heimsókn á heimili.