Selfoss - 11.04.2013, Blaðsíða 4

Selfoss - 11.04.2013, Blaðsíða 4
4 11. apríl 2013 Tilnefnið konur Það verður ekki auðvelt verk að velja úr glæsilegum hópi ef Sunnlendingar taka sig til og tilnefna í bókina góðu einhverj- ar þeirra 1153 kvenna sem búa á Suðurlandi í dag. Selfoss-Suðurland hvetur lesendur til að senda upplýs- ingar um konur af erlendum upp- runa sem hafa opnað augu okkar allra fyrir „ólíkum hugsunarhætti og menningu“ og þannig auðgað samfélagið. Munið að senda inn tilkynningar fyrir 26. apríl nk. Taflan sýnir hvar þessar 1153 konur búa og heildarfjölda kvenna eftir sveitarfélögum á Suðurlandi: Krónuskattur og skuldaskil -leiðin að upptöku evru Brýnustu úrlausnarefni stjórn-málanna snúa að skuldamál-um heimilanna og gjaldmið- ilsmálum. Mestu skiptir að finna leið til að mæta þeim sem keyptu í þensl- unni miklu eftir 90% lánasprengj- una og innrás bankanna á húsnæð- islánamarkaðinn. Þessi hópur varð fyrir forsendubresti og þarf að finna færar leiðir til að koma til móts við hann með sértækum aðgerðum sem eru kostaðar með einskiptis skatti á bankagróða og í gegnum samninga við kröfuhafa. Þrefalt hærri vextir af húsnæðislánum á Íslandi Hitt stóra málið lítur að lausn á því tröllaukna vandamáli sem verðlítill, verðtryggður gjaldmiðill í höftum er. En með Íslandsálagi krónunnar borg- um við tvær og hálfa íbúð á lánstíma á meðan húsnæðiskaupendur á evru- svæðinu borga rúmlega eina. Í skýrslu Viðskiptaráðs kemur fram að lántökukostnaður íslenska ríkisins er að meðaltali 4,5% hærri en í sam- anburðarríkjum árin 1995 til 2012. Þetta er hið svonefnda »Íslandsálag« sem við þurfum að borga umfram aðrar þjóðir með gjaldmiðlinum okk- ar á skuldir allra heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Viðskiptaráð mat það svo, að »Íslandsálagið« gæti numið á bilinu 130 til 230 milljörðum króna á hverju einasta ári. Líklega er neðri talan afar varlega áætluð því bara ríkið eitt og sér borgar um 90 milljarða króna á ári í vexti af erlendum lánum. Þá eru eftir vaxta- greiðslur sveitarfélaganna sjötíu og sjö, fyrirtækjanna okkar og tugþús- unda heimila. Sérhvert prósentustig í lægri vexti einungis af skuldum ríkissjóðs getur skilað okkur 14-15 milljörðum á ári. Ef Ísland fengi að borga Evrópuvexti myndi það spara ríkissjóði um 60 milljarða króna á ári. Það eru raunverulegir fjármunir. Alþýðusamband Íslands kemst að svipaðri niðurstöðu varðandi »Ís- landsálagið«. Þeirra útreikningar frá því fyrir rúmu ári sýndu að vextir af nýjum húsnæðislánum hér á Íslandi hafa verið tæplega þrefalt hærri en að meðaltali á evrusvæðinu. - Þrefalt hærri! Strax í upphafi aðildarferlisins að EB munum við njóta ávinnings ASÍ segir að ef Íslendingar fengju að borga meðaltalsvexti á evrusvæðinu myndi það spara íslenskum heimilum um 117 milljarða króna á ári. Það jafngildir að meðaltali 17% hækkun ráðstöfunartekna. Þetta undirstrikar enn frekar að skuldamál heimilanna eru nátengd gjaldmiðilsmálunum. Staðreyndin er sú, að krónan er þyngsti skatturinn. Hver er því raunhæfa leiðin að upptöku evru og þar með varanlegri lausn á þeirri ógn við efnahagslegt fullveldi landsins sem agnarsmár gjaldmiðillinn er? Þetta er það sem kosningarnar í vor þurfa einnig að snúast um og svör við því í stað blekk- ingarleiks og yfirboða sem ekki er hægt að standa við. Í aðdraganda kosninganna 2009 boðaði Sjálfstæðisflokkurinn“ leið að upptöku evru" með stuðningi AGS og ESB. Hjáleið að myntbandalaginu án aðildar að Evrópusambandinu sjálfu. Hugmyndin var ein margra óraunhæfra um þægilega skyndilausn á gjaldmiðilsmálum okkar, enda hef- ur ekkert heyrst af henni síðan. Upptaka evru í gegnum aðild að ESB er eini valkosturinn við verð- litla, verðtryggða krónu í höftum. Það hefur ítrekað verið staðfest. Það merkir hins vegar ekki að við þurfum að bíða í mörg ár frá aðild þar til við getum notið kosta myntbandalagsins. Strax í upphafi aðildarferlisins munum við njóta ávinnings. Því er það blekking að við njótum ekki ávinnings að evrunni fyrr en mörgum árum eftir aðild. Staðreyndin er sú að við gerum það strax. Um leið og við tökum skýra ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild breytist staða okkar og staða krónunnar. Skyndilega munu erlendir krónueigendur vilja halda í krónurnar sínar, því þær munu í fyllingu tímans breytast í evrur. Sá mikli þrýstingur sem nú er á gengi krónunnar vegna vilja útlendinga til að skipta krónum fyrir gjaldeyri mun minnka og afnám hafta verða auðveldara. Að tryggja íslensku launafólki öruggt umhverfi Næsta skref verður svo að Ísland kemst inn í myntsamstarf aðildarríkj- anna, ERM II. Um leið og það gerist mun krónan njóta stuðningsum- gjarðar af hálfu Seðlabanka Evrópu og enn frekari ávinningur peningalegs stöðugleika koma í ljós. Verðbólgan verður þá minni og við getum hafist handa um að létta verðtryggingaroki húsnæðislánanna af landsmönnum. Sú skipti yrðu möguleg með skiptiútboði þar sem útistandandi skuldabréfum Íbúðalánasjóðs og annarra lánveitenda yrði skipt fyr- ir evrubréf með föstum vöxtum án verðtryggingar. Í kjölfarið væri hægt að breyta lánskjörum almennings til samræmis við það. Mikið liggur við að stöðva verð- bólguna og aftengja vítahring verð- tryggingarinnar. Veik staða krónunn- ar, verðbólgan og verðtryggingin eru að fara langt með að eyða eignum heimilanna. Hægt er, með aðildinni að EMRII, að losa lántakendur við verðtrygginguna strax á fyrsta ári ESB-aðildar og lenda varanlegri lausn á þeirri ógn við efnahagslegt sjálf- stæði landsins sem felst í veikburða peningakerfi. Þetta er raunhæf leið að upptöku evru, afnámi verðtryggingar og við- varandi lágum vöxtum sem er eitt brýnasta verkefni jafnaðarmanna, að tryggja íslensku launafólki öruggt umhverfi og lífskjör á pari við það sem best gerist. Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar. Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 7. TBL. 2. ÁRGANGUR 2013 Selfoss inn á hvert heimili! Innflytjendur eftir kyni og sveitarfélagi 1. janúar 2013 Konur á Suðurlandi Inn-flytjendur Alls Sveitarfélagið Hornafjörður 86 1027 Vestmannaeyjar 116 2031 Sveitarfélagið Árborg 239 3860 Mýrdalshreppur 24 211 Skaftárhreppur 9 213 Ásahreppur 8 100 Rangárþing eystra 124 830 Rangárþing ytra 96 761 Hrunamannahreppur 62 369 Hveragerði 73 1115 Sveitarfélagið Ölfus 175 904 Grímsnes- og Grafningshreppur 31 199 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 29 247 Bláskógabyggð 50 450 Flóahreppur 31 301 Alls 1153 12618 Innflytjendur, fyrsta og önnur kynslóð (Heimild: Hagstofa Íslands) „Þær auðga íslenska menningu og samfélag“ 1153 konur af erlendum uppruna eru búsettar á Suðurlandi „Framlag þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa af ýmsum ástæðum kosið að gera Ísland að heimili sínu er ómetanlegt. Bú- seta kvenna af erlendum uppruna á Íslandi auðgar íslenska menningu og samfélag, opnar augu fólks fyrir ólíkum hugsunarhætti og menningu og skapar nýja möguleika í annars nokkuð einsleitu samfélagi,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, sem er ein af þeim konum sem standa að baki verkefninu. Auk hennar eru þrjár konur af íslenskum og er- lendum uppruna Ania Wozniczka, Kristín Viðarsdóttir og Letetia B. Jónsson. Þær eru í samvinnu við Söguhring kvenna, sem er samstarfs- verkefni Borgarbókasafns Reykjavík- ur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Skorað er á fólk að tilnefna konur af erlendum uppruna sem hafa lagt sitt að mörkum til íslensks samfélags. Með framlagi til íslensks samfélags er átt við hvers konar jákvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er nánasta umhverfi (svo sem á vinnustað, í tilteknum hópi eða nærumhverfi), eða í stærra samhengi. Verkefnið miðar að því að gera framlag kvenna af erlendum upp- runa til íslenskrar menningar og samfélags sýnilegt. Gefin verður út viðtalsbók um þátttöku fjölda er- lendra kvenna í íslensku samfélagi og samhliða útgáfu hennar verður sett upp ljósmyndasýning og vefur. Tilnefna þarf konurnar fyrir 26. apríl. Hægt er að nálgast eyðublöð á vef Borgarbókasafns Reykjavíkur, www.borgarbokasafn.is Einnig geta konur sem áhuga hafa á að koma í viðtal boðið sig fram á sama stað. Upplýsingar og eyðublað á íslensku: http://borgarboka- safn. is/desktopdefault .aspx/ tabid-2880/4650_read-35309 Upplýsingar og eyðiblað á ensku: http://borgarbokasafn.is/desktop- default.aspx/tabid-3170/5093_read- 35311/ „Verkefnastjórnin fer yfir allar til- nefningar og velur konur til viðtals, meðal annars með tilliti til þess að gefa sem breiðasta mynd. Það verður því litið til aldurs, búsetu á Íslandi, upprunalands og fleiri þátta. Við munum einnig leita til nokkurra kvenna sem hafa sérstaka þekkingu á þessu málefni og fá þær til að fara yfir tilnefningarnar með okkur til að fá fleiri sjónarhorn,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir. Björgvin G. Sigurðsson.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.