Selfoss - 11.04.2013, Blaðsíða 8

Selfoss - 11.04.2013, Blaðsíða 8
8 11. apríl 2013 Baráttan um Ísland Slagurinn um íslensk heimili og lífskjör þjóðarinnar er hafinn. Síðustu vikurnar hafa verið fréttir þess efnis að vogunarsjóðirnir séu að reyna að koma gróða sínum í skjól í boði Framtakssjóðs lífeyris- sjóðanna og Landsbankans. Lífeyri- sjóða landsmanna og heimila þeirra. Samkvæmt þessum fréttum stefnir í að heimilin verði skilin eftir með stökkbreytt lán og atvinnulífið verði áfram í lamasessi. Hver hefði trúað því að ríkisstjórn á sínum síðustu dögum, sama stjórn og samdi gjald- þrot yfir þjóðina í Icesave málinu, sé að vinna að því að færa skuldsettan gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar til hrægammasjóðanna? Færa vogunar- sjóðunum ofurhagnað sinn sem þeir fengu með að innheimta 100% af kröfum sem þeir keyptu á nokkur prósent? Tilfærslan Á síðustu fjórum árum hafa yfir 400 milljarðar verið færðir frá heimil- um landsmanna og til fjármálafyr- irtækjanna. Hagnaður bankanna á sömu árum hleypur á hundruðum milljarða. Það er bæði sanngirn- is- og réttlætismál að hluti þeirra fjármuna verði – með einum eða öðrum hætti - færður til baka til fólksins í landinu – til heimilanna. Það er stórkostlega varasamt að nota framtíðar lífeyri landsmanna til kaupa á bönkum sem að margra mati eru alltof hátt verðmetnir. Að færa heim erlendar eignir lífeyris- sjóðanna til þess eins að færa vog- unarsjóðunum dýrmætan gjaldeyri sem átti að standa undir framtíðar lífeyri landsmanna er glapræði. Þetta verður að stöðva. Hvernig á þjóð að endurheimta krafta sína, byggja upp samfélagið að nýju þegar stjórnvöld koma æ ofan í æ í bakið á landsmönnum? Nú þegar fullnaðarsigri er náð í Icesave þá er reynt aftur að koma fjármunum landsmanna úr landi og skilja heimilin eftir með sín stökkbreyttu lán. Sama fólkið og var tilbúið að setja Icesaveklafann á þjóðina stendur nú fyrir samskonar verknaði. Fyrir hverja er unnið Samspil lífeyrissjóðanna, Lands- bankans og ríkisvaldsins í gegnum eignarhald á Landsbankanum með aðstoð Seðlabankans eru þessa dag- ana að setja sambærilegar byrðar og Icesave-klyfjarnar á heimili og landsmenn alla. Afleiðingin verður að tækifæri til nauðsynlegra afskrifta við nauðungarsamninga við vog- unarsjóðina glatast. Hrægamma- sjóðirnir með aðstoð þessara aðila ná að koma ofurgróða sínum í skjól – afleiðingin mun leiða til lakari lífskjara almennings næstu áratugi. Og fyrir þessu stendur umboðslaus ríkisstjórn – korteri fyrir kosningar. Í kjölfar fréttanna hafa ýmsir stigið fram og varað við þessu ráðslagi. Lífeyrissjóðirnir hafa sagt að þetta sé ekki að þeirra frumkvæði. Þá stendur eftir sú spurning hvort það sé ríkisstjórn Samfylkingar og VG sem sé að vinna að þessu á fullu – rúinn öllu trausti á elleftu stundu. Og fyrir hverja er hún að vinna? Við Framsóknarmenn munum berj- ast af alefli gegn þessu. Almenning- ur í landinu verður að rísa upp og mótmæla – lokaorustan um hverjir eiga Ísland er hafin. Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Margir valkostir – tryggjum endurnýjun á Alþingi Það er eitthvað sem seg-ir mér að þú og ég getum verið sammála um töluvert af mjög stórum hagsmunamálum þjóðarinnar. Ég veit það nefnilega að mikill meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna, auð- lindirnar í þjóðareigu og vilja nýja stjórnarskrá í anda frumvarps stjórn- lagaráðs. Þess vegna valdi ég að bjóða mig fram fyrir Dögun þegar ég var hvött til þess að íhuga alvarlega að sækja um vinnu hjá þjóðinni á ein- um skemmtilegasta, kurteisasta og traustasta vinnustað sem völ er á. Dögun vill vinna í þjónustu og vera farvegur fyrir vilja þjóðarinnar í þessum stóru hagsmunamálum hennar. Í kosningum í vor gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að velja á milli nokkurra nýrra afla og hvet ég alla til að líta það jákvæð- um augum og skoða þá vel sem vilja vinna að ofangreindum málum. Ég óska mér að allir velji sér einn nýjan flokk og það verði um 80% endur- nýjun á Alþingi, einungis þannig náum við fram vilja þjóðarinnar. Fjórflokkurinn og viðhengið: XB vill raunverulegar aðgerðir í þágu heimilanna en tryggja kvótann í einkaeigu og henda stjórnarskrá fólksins í ruslið. XD vill auma skattaafslætti í leiðréttingar lána sem lenda þá á ríkissjóði og talar um “samnings- frelsi” þegar kemur að afnámi verðtryggingar. XD vill líka tryggja kvótann í einkaeigu og henda stjórn- arskránni. XS vill bara ESB eða ESB. XV klórar sér í hausnum núna og “hefði viljað gera eitt og annað”. XA Björt framtíð – vill líka ESB eða ESB – en langar að segja þennan brandara oftar með að aðgerðir fyrir heimilin séu piss í skóinn og brosa út í annað á meðan þrjár fjölskyldur eru bornar út á degi hverjum. Nýju öflin: Nokkur ný öfl koma til greina hvað ofangreind stórhagsmunamál varðar. XI – Flokkur heimilanna vill leiðréttingar lána sem lenda á bönk- unum ... en síðan eiga allir að vera frjálsir að því að starfa samkvæmt samvisku sinni í öðrum málum. XL – Lýðræðisvaktin vill vinna að ofangreindum málum, en þegar kemur að verðtryggingunni þá er Þorvaldur Gylfason búinn að föndra nýja verðtryggingu sem á að taka mið af launavísitölu og vísitölu neysluverðs til skiptis. XG – Hægri grænir eru með raunhæfa leið til leiðréttingar, en mér virðist sem þeir ætli að kaupa lánasöfn af vogunarsjóðunum á fullu verði og tryggja þeim þannig allan gróðann fyrir afsláttinn frá gömlu bönkunum og svo ætla þeir að hækka vextina og lengja í lánunum. Þetta er alveg hægt – en mig langar að fara aðra leið. Mér skilst að HG ætli að tryggja kvótann í einkaeigu og gefa líka spjaldtölvur í alla skóla. XJ – Regnboginn vill leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar og virðist vilja færa kvótann út í byggðir landsins –eitt er víst og það er að þeir vilja alls alls ekki að Ísland gangi inn í ESB. XT.is – Dögun vill tryggja farveg fyrir vilja þjóðarinnar í öllum þeim málum sem nefnd voru í upphafi greinar. Leiðrétta lánin t.d. með 99% skatti af hagnaði bankanna og endurheimta ríkisaðstoðina sem þeim var veitt. Við erum líka skot- in í skiptigengisleiðinni þar sem tekin yrði upp ný króna og gerð allsherjartiltekt í hagkerfinu með losun snjóhengjunnar og niðurfær- slu bæði skulda og eigna - líkt og Þjóðverjar gerðu í þýska efnahags- undrinu. Við viljum tryggja afnám verðtryggingar og nýtt lánakerfi með vaxtaþaki. Dögun vill tryggja auð- lindir í þjóðareigu og arð af þeim í ríkiskassann svo hægt sé að hækka persónuafslátt og lækka skatta. Eins viljum við fá nýja stjórnarskrá fólks- ins með beinu lýðræði sem veitir Alþingi nauðsynlegt aðhald. Minn draumur er að fólk í ofangreindum nýju öflum vinni saman að þessum brýnu hagsmunamálum þjóðarinnar á þingi. Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi Varðstaða fyrir Suðurkjördæmi Árið 2007 tókst okkur sem þá vorum þingmenn Suðurkjördæmis að af- stýra því að ráðist yrði í byggingu fangelsis á Hólmsheiði. Það var mikilvægur áfangasigur en um leið var ljóst að þingmenn og ráða- menn í héraði yrðu að fylgja þeirri ákvörðun eftir með málefnalegum hætti. Það tókst ekki og er mjög mið- ur. Nú er hafin uppbygging á stóru Hólmsheiðarfangelsi sem setur myndarlega stofnun á Litla Hrauni í mjög erfiða og tvísýna stöðu. Fyrir nokkrum misserum var Réttargeðdeildinni á Sogni stolið af okkur og færð til Reykja- víkur. Málið allt vekur okkur til umhugsunar um það hversu vel sé haldið á kjördæmishagsmunum Suðurlands. Reykjavík togar Einhverjum kann að þykja ómál- efnalegt að setja skipulag fangels- ismála í slíkt samhengi að þetta snúist bara um hagsmuni héraða og má rétt vera. En staðreynd málsins er sú að það er yfirgangur Reykja- víkurstofnana sem setur málið í þá stöðu en ekki varnarbarátta okkar á landsbyggðinni. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur fjöldi opinberra starfa verið færður af landsbyggð- inni til Reykjavíkur. Ekki vegna þess að það sé faglega nauðsynlegt eða sérstakur sparnaður af því að svo sé gert heldur einfaldlega vegna þess að það er bitist um störfin. Í landinu er nú slíkt byggðalegt ójafnvægi að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar búa á einu og sama svæðinu og í baráttu við þann skriðþunga dugar landsbyggðinni engin hálfvelgja. Við verðum að spyrna við fótum af fullum krafti í hvert sinn sem Reykjavíkurstofn- anirnar heimta að taka stofnanir og störf af okkur. Tepruskapur þing- manna í þeirri baráttu hefur því einu skilað að embættisaðallinn fer sínu óhikað fram. Í öllum öðrum löndum yrði það talinn hlægilegur málflutningur að halda að fangelsi og réttargeðdeild mættu ekki vera í klukkustund- ar akstursfjarlægð frá höfuðborg. Þegar borið er við að langt sé að fara með menn til dómara og lækn- is er því til að svara að á Selfossi er bæði dómshús og sjúkrahús og full þörf á að efla þær stofnanir. Hagsmunir þjóðar Það eru ekki þröngir kjör- dæmahagsmunir að halda landinu í byggð og skapa öflugan hagvöxt um land allt. Það eru einfaldlega hagsmunir allrar þjóðarinnar. Vel- megun á Íslandi byggir á því að við nýtum landið og mið þess af þekk- ingu og nærfærni. Til þess þurfum við að byggja það. Austurkantur Suðurkjördæmis er eitt af þeim svæðum landsins sem eru í dag í stórri hættu að leggjast í eyði, allt frá Vík til Hafnar. Þar eru engu að síður gríðarlegar auð- lindir í formi ræktarlands, orku, menningu og síðast en ekki síst einum fegurstu ferðamannaleið- um þessa lands. Verði ekki spyrnt við fótum verða hér um 300 km af hringveginum akstur um eyði- byggðir. Þegar ríkisstjórnin stofn- aði til Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir fáeinum árum var höfuðstöðvum hans valinn staður í Reykjavíkur! Suðurkjördæmi allt þarf á ein- arðri málsvörn að halda á komandi árum. Bjarni Harðarson er bóksali og skipar fyrsta sæti Regnbogans í Suðurkjördæmi. andrea Jóhanna Ólafsdóttir. Bjarni Harðarson. Sigurður Ingi Jóhannsson.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.