Selfoss - 26.09.2013, Qupperneq 4

Selfoss - 26.09.2013, Qupperneq 4
4 26. september 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 18. TBL. 2. ÁRGANGUR 2013 Selfoss inn á hvert heimili! Íbúum í Árborg fjölgaði um 1800 á tímabilinu 2002-2010 Það kallaði á óhemju fjárfestingu í skólabyggingum o.fl. „Sjálfstæðismenn þurftu einungis að halda áfram á þeirri vegferð sem sveitarfélagið var komið á,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarfull- trúi í Árborg. Tal um kraftaverk innantómt „Allt tal um að sjálfstæðismenn hafi gert kraftaverk með fjármálin er inn- antómt. Það sér fólk ef það skoðar fjárhagsáætlanir og ársreikninga aft- ur í tímann. Sjálfstæðimenn tóku við góðu búi miðað við þær aðstæður sem íslenskt samfélag var í árið 2010 (hrun, kreppa). Þeir þurftu einungis að halda áfram á þeirri vegferð sem sveitarfélagið var komið á,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir. Hún segir sjálfstæðismenn hafa haldið að sér höndum. „Á kjörtímabilinu 2006-2010 var það mjög áberandi að sjálfstæðismenn sem þá voru í minnihluta annað kjörtímabilið í röð, treystu sér ekki til að koma af heilum hug að uppbyggingu í sveitarfélaginu. Ekki einu sinni þegar kreppan skall á 2008. Þeir lágu mest í skotgröfunum og það kom lítið frá þeim inn í samstarf bæjarstjórnar. Hinir þrír flokkarnir sem voru í meirihluta, B, VG og S áttu mjög gott og þroskað samstarf.“ Ragnheiður rekur nokkra grunn- þætti sem bæjarstjórnin sem sat 2002-2010 þurfti að einhenta sér að. Íbúafjölgunin hafi verið gríðarleg og þá ekki síst meðal þeirra yngstu. Það kallaði á skólabyggingar og styrk- ingu barna- og unglingastarfs. Nú sé íþróttaaðstaða t.d. með því allra besta sem gerist á Íslandi. Upptaln- ing Ragnheiðar er ekki tæmandi en veitir innsýn í þau verk sem glímt var við: Á árunum 2002 -2010 fór fram einhver mesta uppbygging íþróttamannvirkja og aðstöðu sem um getur hér. Þátttaka í byggingu Iðu, íþrótta- og kennsluaðstöðu, battavellir í öllum byggðakjörnum Árborgar, Baula; íþróttahús í Sunnulækjar- skóla með sérstakri aðstöðu fyrir fimleika (sem er sjaldgæft að hafa í sveitarfélögum úti á landi), nýir útiklefar við Sundhöll Selfoss, þátttaka í uppbyggingu reiðvall- ar og reiðhallar á svæði Sleipnis, endurskipulagning og uppbygging íþróttavallarsvæðis við Engjaveg með gervigrasvelli við Engjaveg, grasvelli, frjálsíþróttavelli, nokkrum æfinga- völlum og stúku. Þeir sem gjörst þekkja telja þetta bestu aðstöðu sem fyrirfinnst á Íslandi. Grunnskólar: 2002-2010 Bygging Sunnulækjarskóla með nýrri aðstöðu fyrir sérdeild og íþróttahúsi, nýr grunnskóli á Stokkseyri. Leikskólar: 2002-2010 Hulduheimar, Jötunheimar, ný deild við leikskólann á Stokkseyri. Með byggingu Jötunheima var Glað- heimum og Ásheimum lokað en þeir skólar höfðu verið á undanþágu hjá Heilbrigðiseftirlitinu til margra ára þar sem húsnæðið uppfyllti ekki skilyrði nútímans. Barna- og unglingastarfi var gert sérlega hátt undir höfði á ýmsan hátt. Samningur við Ungmennafélag Selfoss var tekinn upp og bætt stór- lega í hann fjármagni þar sem rík áhersla var lögð á barna- og ung- lingastarf og á faglega uppbyggingu starfsins m.a. með áherslu á fyrir- myndarfélög (skv. reglum ÍSÍ). Sambærilegar áherslur voru í samningi við Ungmennafélag Stokkseyrar og önnur félög s.s. hesta- mannafélagið, golfklúbbinn og f.l. Ungmennahúsið var tekið í notkun Íþróttaakademíurnar voru líka af- sprengi þessa tíma þar sem mikil áhersla var á að rækta unga fólkið okkar. Eldri borgarar: keypt hús fyrir dagdvöl fyrir minnissjúka og starf- semin opnuð. Strætóferðum komið á, innan Árborgar og milli Reykjavíkur og Selfoss Uppbygging í fráveitu og vatns- veitu, gatnagerð. Ragnheiður Hergeirsdóttir segir að aðstæður hafi kallað á viðbrögð. „ Fólk vildi flytja til okkar. Skipulags- málin voru fyrirferðarmikil á þessum árum eins og víða annars staðar á landinu og íbúafjölgun gríðarleg. Milli áranna 2002 og 2010 fjölgaði í sveitarfélaginu um 1800 manns eða 30%. Það varð að bregðast við þessu. Ástand í húsnæðismálum leik- og grunnskóla var slæmt árið 2002 og við lögðum mikla áherslu á að bæta úr því og að byggja hér upp fjöl- skylduvænt og barnvænt samfélag. Tryggja grunnstoðirnar í sveitarfé- laginu en á sama tíma að byggja upp trausta og skilvirka stjórnsýslu sem ég tel að tekist hafi ágætlega. Það sýndi sig t.d. í því álagi sem hér var í kjölfar jarðskjálftans og síðan banka- hrunsins. Stofnanir sveitarfélagsins stóðust þá áraun. Fjármálastjórn sveitarfélagsins var traust og byggði á traustum grunni sem kom sér vel í þeirri miklu uppbyggingu sem átti sér stað á þessum árum. Þarna var byggt til framtíðar, fjárfestingar fyrir íbúana og atvinnulífið. Meirihluti S, B og VG valdi varfærnar leiðir á þenslutímanum og greip strax til aðgerða þegar hrunið varð. Að því býr sveitarsjóður nú í dag,“ segir Ragnheiður. Eins og fjallað var um í fréttaskýr- ingu í síðasta tölublaði jukust skatt- tekjur á hvern einstakling um 100 þúsund krónur milli áranna 2009 og 2012. „Við sjáum að breytingar í fjármálum Árborgar núna síðustu ár eru algjörlega í takt við það sem er að gerast í velflestum sveitarfélögum á landinu. Hagur þeirra vænkast. Svo má heldur ekki gleyma því að tekjurnar hér í Árborg hafa hækk- að verulega m.a. vegna framlaga úr Jöfnunarsjóði m.a. til að sinna þjónustu við fatlað fólk og vegna hækkunar útsvarsins. Þetta veldur því að niðurstaða ársreikninganna verður betri,“ segir Ragnheiður. „Það er grátbroslegt að horfa upp á það að oddviti þeirra sjálfstæðismanna opnar varla munninn í dag án þess að þakka sér það sem vel hefur tekist og reyna að varpa rýrð á verk fyrri meirihluta.“ ÞHH baula; íþróttahús í sunnulækjarskóla ver byggt með sérstakri aðstöðu fyrir fimleika á tíma fyrri bæjarstjórnar. Hér eru það fimleikastúlkur á stokkseyri sem nýta sér aðstöðuna. Ummæli vikunnar? „Ef ríkisstjórnin metur það svo í fyrirsjáanlegri framtíð, sem nú er ógerningur að sjá fyrir hvenær verður, að sú staða sé komin upp að framtíðin sé með þeim hætti að hún geti ekki talist ófyrirsjáanleg heldur fyrirsjáanleg að því gefnu að rétt umgjörð hafi skapast til að leggja mat á slíkt, er það mat ríkisstjórnarinnar að megi nýta slíkar ófyrirsjáanlegar aðstæður til þess að leggja drög að réttri umgjörð sem gerir okkur kleift, að mati ríkisstjórnarinn- ar, ef framtíðin verður með þeim hætti sem við sjáum fyrir okkur, að hefja samningaviðræður við kröfuhafa föllnu bankanna að því gefnu að slíkar viðræður hafi ekki ófyrirsjáanlegar afleiðingar í þeirri fyrirsjáanlegu framtíð sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að stefna að í því skyni að afnema gjaldeyrishöftin þegar til þess hefur skapast rétt umgjörð sem nú er ekki fyrirsjáanlegt hvenær verður en ríkisstjórnin stefnir að í fyrirsjáanlegri framtíð.“ (Höfundur er Jón Örn Marinósson, á Fésbók) Það þarf að taka til hendinni til að uppskeran verði góð „Skólinn nýtur þess að vera með harðduglega krakka úr sveitinni. Þau eru vön að taka þátt í störfum með fullorðnum og vita að það þarf að taka til hendinni til að uppskeran verði góð,“ segir Guðmundur Freyr Sveinsson, skóla- stjóri Flóaskóla. „Við viljum því vera vel tengd frumgreinunum og kennum t.d. á hverju ári umhverfis- og starfsfræðslu í 8. bekk þar sem nemendur kynnast fjölbreyttum starfssviðum. Við vilj- um líka bjóða upp á fjölbreytt nám í list- og verkgreinum þar sem kennar- ar hafa t.d. boðið nemendum upp á leirvinnslu, rafsuðu og þæfingu. Krakkarnir okkar eru líka dugleg að koma upp á svið og eru ófeimin við aðleika, syngja og spila fyrir fullum sal þegar tækifærin gefast.“ skólinn nýtur þess að vera með harðduglega krakka úr sveitinni, segir Guðmundur Freyr, skólastjóri Flóaskóla

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.