Selfoss - 26.09.2013, Blaðsíða 6
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Legur og drifbúnaður
Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi
26. september 20136
Hamarskorið hægra, heilt vinstra...
Staldrað við í Ölfusréttum
Tímarnir breytast. Ölf-usréttir voru haldnar sl. mánudag. Margt um
manninn og ríflega hálft þúsund
fjár ef glöggur heimildarmaður
hefur rétt fyrir sér. Klukkan 2 var
tekið til við að reka inn og draga í
dilka. Handagangur í öskjunni við
að koma síðustu gripunum í al-
menninginn. Þannig var það líka í
Ölfusréttum um miðja síðustu öld.
Árið er 1957 og líklega aldrei fleira
fé að mati Eyjólfs á Þurá sem ræddi
við tíðindamann Alþýðublaðsins,
Unnar Stefánsson úr Hveragerði.
Eyjólfur var að fara 84. árið í rétt-
irnar!
1957 var féð saman komið úr
þremur leitum, Austurleit, Miðleit
og Vesturleit. Austurleit mun hafa
farið eftir Arnarbælissókn, Miðleit
eftir Reykjasókn og Vesturleit eftir
Hjallasókn. Leitarsvæðið náði yfir
Ingólfsfjall að austan, Reykjafjöll-
in, Hengil og allt norður í Borg-
arhóla á Mosfellsheiði og niður í
Bolaöldu fyrir ofan Fóhelluvötn
á Sandskeiði. Í vestur var farið að
Geitafelli.
Smölunin tók venjulega 3 daga
og var lagt af stað sunnudagskvöld.
Var þá riðið suður á Hól (Kolvið-
arhól). Þar var áður gist en 1957
er næturstaðurinn Skíðaskálinn í
Hveradölum.
Tíðindamaður blaðsins segir að
fyrst á vettvang hafi verið börnin úr
Hveragerði sem komu hlaupandi.
Þegar dráttljóst varð tók fólk að
streyma í réttirnar á jeppabílum,
vörubílum og nýjum fólksbílum.
Nokkrar dráttarvélar hafi sést og
margir hnarreistir öldungar hafi
komið upp á gamla móðinn á reið-
skjótum sínum og enn aðrir gang-
andi. Eyjólfur á Þurá í sömu réttum
í 84. sinn og fáir jafnsprækir.
Reykvíkingar áttu um 300 fjár í
Ölfusréttum 1957 og fluttu það í
sjö stórum vörubílum til Reykjavík-
ur. Auk þess eiga Grafningsmenn
feikilega margt fé í Ölfusréttum.
Þetta var 27. september 1957.
Ekki verður sagt að það hafi verið
feikilega margt fé í Ölfusréttum 23.
september 2013. En réttirnar eru
tákn þess gamla og nýja. Smalað,
rekið inn og dregið í dilka. Hver á
sitt mark og þess er vandlega gætt
í Landmarkaskrá fyrir allt Ísland.
Ég minntist þess að mitt mark aust-
ur á Síðu var hamarskorið hægra
og heilt vinstra. Það er gott mark,
sagði Ólafur Dýrmundsson ráðu-
nautur við mig í Ölfusréttum.
ÞHH