Vesturland - 27.03.2013, Side 2
2 27. mars 2013
Vestlendingar með
flott atriði á Söng-
keppni Samfés
Framlag félagsmiðstöðvarinnar Arnardals í Söngkeppni Samfés sem frám fór í Laugardalshöll-
inni fyrir skömmu var skemmtilegt
og afar fagmannlega flutt. Margrét
Brandsdóttir söng lagið ,,Lífið er ljúft,”
sem er lag eftir Guns n‘ Roses og ís-
lenskur texti eftir Brand Sigurjónsson.
Hljómsveitina skipuðu Nikulás Marel
Ragnarsson á bassa, Aðalsteinn Bjarni
Valsson og Kristinn Bragi Garðarsson
á gítar, Ingibjörg Birta Pálmadóttir á
hristur og Elvar Kaprasíus Ólafsson á
trommukassa. Hjördís Tinna Pálma-
dóttir sá um bakrödd.
Frá félagsmiðstöðinni Afrepi í
Snæfellsbæ kom Hlöðver Smári
Oddsson sem flutti lagið ,,Einn með
sjálfum mér” en textinn fjallar um
lífsviðhorfið. Hlöðver Smári er afar
fjölhæfur, semur lög og spilar í hljóm-
sveit. Hann tekur þátt í trúbadora-
keppni sem fram fer í Grundarfirði
16. apríl nk., en keppendur eru frá
Rifi, Hellissandi, Grundarfirði og svo
Hlöðver Smári frá Ólafsvík.
Sóknaráætlanir landshluta
eiga m.a. að leggja grunn að
nýrri hugsun í byggðamálum
- til Vesturlands fara 45,9 milljónir króna
og með mótframlagi gera það 79,8 milljónir króna
Undirritaðir hafa verið samn-ingar um sóknaráætlanir í átta landshlutum. Með
samningunum er brotið í blað í sögu
samskipta landshlutanna við Stjórn-
arráðið að því er varðar úthlutun op-
inberra fjármuna til einstakra verk-
efna um land allt. Með samningunum
er staðfest nýtt verklag sem einfaldar
þessi samskipti, gerir þau skilvirkari
og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna.
Markmiðið er að færa aukin völd og
aukna ábyrgð til landshlutanna við
forgangsröðun og skiptingu opin-
bers fjár sem rennur til verkefna á
sviði byggða- og samfélagsþróunar.
Ríkisstjórnin tryggir á þessu ári 400
milljónir króna til verkefnanna sem
samþykkt hafa verið en þau eru alls
73 í átta landshlutum. Mótframlag
frá landshlutunum sjálfum nemur
um 220 milljónum króna.Katrín
Júlíusdóttir, fjármála- og efnahag-
ráðherra, undirritaði samningana
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar en öll
ráðuneytin hafa komið að málinu á
ýmsum stigum þess. Svonefnt stýrinet
er skipað fulltrúum allra ráðuneyt-
anna auk fulltrúa Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Byggðastofnunar.
Annast stýrinetið samninga, leiðsögn
við áætlanagerðina og önnur sam-
skipti við landshlutasamtökin þvert
á öll ráðuneyti. Fyrir hönd lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga skrifuðu
formenn hver undir sinn samning.
Sóknaráætlanirnar urðu til innan
samráðsvettvanga í hverjum lands-
hluta. Landshlutasamtökin leiddu
vinnuna en fulltrúar atvinnulífs, sveit-
arstjórna, stofnana og samfélags tóku
þátt. Áætlað er að allt að 800 manns
hafi komið að gerð þeirra.
Dreifnám í Dölum
Til Vesturlands eiga að fara 45,9
milljónir króna úr sóknaráætlun.
Meðal verkefna sem
Ráðast skal í er Beint frá býli – mat-
arsmiða, en opna skal matvælasmiðju
í þeim tilgangi að bæða aðstöðu til
matvælaframleiðslu bænda. Frá sókn-
aráætlun koma 8 milljónir króna og
sama upphæð sem mótframlag, eða
samtals 16 milljónir króna. Einnig má
nefna verkefnið Dreifnám í Dölum.
Markmið verkefnisins er að ljúka
greiningu og áætlanagerð um upp-
byggingu dreifnáms í Dalabyggð og
koma af stað dreifnámsdeild haustið
2013. Til þessa verkefnis koma 4
milljónir króna frá sóknaráætlun og
mótframlag er 2 milljónir króna, eða
alls 6 milljónir króna.
Framtíðarsýnin með samningnum
er m.a. að nýtt verklag muni skerpa
og skýra samskipaferlið milli ríkis og
sveitarfélaga og leggja grunn að nýrri
hugsun í byggðamálum.
Ánægjulegur áfangi í starfi Snorrastofu í Reykholti
Sýningin Saga Snorra opnuð
Laugardaginn 16. mars sl var blásið til opnunar nýrrar sýningar í Reykholti um Snorra Sturlu-
son. Dagskráin hófst í Reykholtskirkju
þar sem Snorri Hjálmarsson söngvari
og Viðar Guðmundsson píanóleikari
riðu á vaðið með laginu góðkunna um
Snorra, ,,Þegar hnígur húm að þorra.”
Því næst voru flutt nokkur ávörp í sam-
spili við söng og hljóðfæraleik ásamt
merkum listaverkagjöfum. Ávörp fluttu
Björn Bjarnason formaður stjórnar
Snorrastofu, Katrín Jakobsdóttir
mennta- og menningarmálaráðherra,
Óskar Guðmundsson rithöfundur höf-
undur sýningarinnar, Bergur Þorgeirs-
son forstöðumaður Snorrastofu og sr.
Geir Waage í Reykholti.
Í athöfninni færði Guðmundur
Einarsson leirkerasmiður Snorrastofu
að gjöf frummyndina Sögumanninn
eftir afa hans, Guðmund frá Miðdal,
sem fyrst var sýnd árið 1955 og var
endurgerð í fullri stærð síðar. Páll Guð-
mundsson listamaður í Húsafelli af-
henti stofnuninni að gjöf steinþrykk af
Snorra Sturlusyni eftir hann sjálfan og
lék Páll auk þess á panflautu, sem hann
hefur sjálfur smíðað úr rabbarbara og
hvönn. Viðar Guðmundsson lék með
á hið sögufræga orgel kirkjunnar. Dag-
skrárstjóri var Jónína Eiríksdóttir.
Að því búnu var haldið niður í safn-
aðarsal kirkjunnar, þar sem Katrín Jak-
obsdóttir mennta- og menningarmála-
málaráðherra klippti á borða og opnaði
sýninguna, Sögu Snorra, sem segir í
máli og myndum frá ævi og samtíð
hins merka rithöfundar og höfðingja,
sem sat staðinn fyrir um 800 árum.
Í Gestastofu, sem rekin er á jarðhæð
byggingarinnar gefur að líta fjóra nýja
áfanga í starfi Snorrastofu, sem eins
og fram kom í ávarpi forstöðumanns-
ins, er fagnað um leið og sýningin er
opnuð. Þar er um að ræða nýja lýsingu,
sem Páll Ragnarsson hefur hannað og
sett upp, ljósmyndasýningu Guðlaugs
Óskarssonar, Perlur í Reykholtsdal,
nýjar innréttingar verslunar Gestastofu
og uppsetningu og merkingu legsteina
úr Reykholtskirkjugarði, sem kenndir
hafa verið við Húsfellinga, sem hjuggu
þá og unnu. Allir þessir áfangar miða
að því að bæta móttöku og þjónustu
við gesti, sem sækja Reykholt heim.
Kveðið skýrar á
með rannsóknir
Saga Snorra hefur verið lengi í un-
dirbúningi og margir hafa komið
að gerð hennar. Höfundur er Óskar
Guðmundsson rithöfundur og aðal-
hönnuðir Birna Geirfinnsdóttir og
Lóa Auðunsdóttir. Einnig unnu að
teikningu, hönnun, útskurði og málun
þau Sigríður Kristinsdóttir hönnuður,
Bjarte Aarseth útskurðarmeistari og
Hallur Karl Hinriksson listmálari.
Samtals komu um 40 aðilar að gerð
hennar og uppsetningu. Í sýningar-
rýminu var við þetta tækifæri un-
dirrituð breytt stofnskrá Snorrastofu,
en hana þurfti að endurbæta vegna
breytinga sem orðið hafa á tilhögun
sveitarfélaga frá því að hún var stofnuð
árið 1995. Þá var kveðið skýrar á með
þær rannsóknir, sem Snorrastofu ber
að stuðla að. Sýningin verður opin alla
daga sumarsins frá 1. maí kl. 10.00
-18.00 og virka daga kl. 10.00 -17.00
að vetrarlagi.
Óskar Guðmundsson rithöfundur og
höfundur sýningarinnar ásamt Hauki
Júlíussyni frá móbergi á Barðaströnd,
en hann rekur vinnuvélaverkstæði
á Hvanneyri og hefur m.a. gert upp
gamlar dráttarvélar og heyvinnslu-
tæki.
Páll Guðmundsson í Húsafelli lék á
panflautu sem er smíðuð úr rabbar-
bara og hvönn.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, klippir á borða
og opnar sýninguna með formlegum hætti. myndir/Guðlaugur Óskarsson.
Hlöðver smári Oddsson frá afdrepi söng ,,Einn með sjálfum mér.”
Gunnar sigurðsson, stjórnarformaður samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, undirritaði samninginn ásamt fulltrúum
annara landshlutasamtaka og fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínu Júlíusdóttur.
margrét Brandsdóttir frá arnardal söng ,,Lífið er ljúft.”