Vesturland - 27.03.2013, Page 4

Vesturland - 27.03.2013, Page 4
4 27. mars 2013 Unglingar í Borgarnesi sóttu námskeið í fjármálalæsi Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi, rétt við Borgar- fjarðarbrúna. Þar er m.a. starfsemi Menntaskóla Borgarfjarðar til húsa. Byggingin er glæsileg og skapar fal- lega umgjörð utanum hvers kyns upp- ákomur og viðburði. Þar er stór salur með rúmgóðu sviði og vönduðum tæknibúnaði. Veitingaaðstaða er góð, anddyri rúmgott og bílastæði næg. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54 í Borgarnesi. Menntaskóli Borgarfjarðar starfar í húsinu og þar er einnig Dans- skóli Evu Karenar til húsa og hljóðver RUV á Vesturlandi. Nýlega var Jón Jónson tónlistar- maður og hagfræðingur þar á ferðinni, ræddi um fjármál og söng nokkur lög. Fjármálafræðsla Jóns var fyrir unglinga á aldrinum 12 – 16 ára, lifandi og auðskiljanleg fyrir þennan aldurshóp, ekkert stofnanamál þar á ferðinni. Í fræðslunni fór Jón yfir hvernig pen- ingar virka, mikilvægi þess að setja sér markmið og hvernig hægt er að láta peninginn endast aðeins lengur. Þessi fræðsla var á vegum Arionbanka og var haldin á nokkrum stöðum á landinu nú í mars. Efnið er byggt á bókinni ,,Ferð til fjár” eftir Breka Karlsson, for- stöðumann Stofnunar um fjármálalæsi. Það var stór hópur unglinga sem var mættur til að hlusta á Jón og fá sér pitsur sem runnu ljúft niður. Þegar Jón hafði lokið fræðlunni tók hann fram gítarinn og tók nokkur lög. Eftir að hafa verið klappaður upp og tekið aukalag ræddi hann við þá fjölmörgu aðdáendur sína sem voru mættir í Hjálmaklett og gaf eiginhanaáritanir. Vesturland 3. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fórspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor. is. ritstjóri: Geir A. Guðssteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@ simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Þessu tölublaði VESTURLANDS fylgir úr hlaði nýr ritstjóri, sá sem undir þennan leiðara skrifar. Ætlunin er að auka vægi frétta af mannlífi og atvinnulífi á Vesturlandi, en einnig að segja frá því sem brottfluttir Vestlendingar eru að fást við, og þá kannski helst að fylgjast með starfsemi átthagafélaga. Það ætti að vera gagnkvæmt, brottfluttir vilja lesa fréttir úr þeirra heimabyggð og eins vilja þeir sem búa á Vesturlandi vita hvað þeir eru að fást við sem hafa hleypt heimdragann. Hér er notað tækifærið og fólk hvatt til að láta vita þegar eitthvað skemmtilegt, og ekki síst menningarlegt, er að gerast í þeirra heimabyggð. Öllum verður tekið vel. Skagamenn leika í efstu deild karla sem kunnugt er en nú hafa Víkingar í Ólafsvík tekið sæti í deild þeirra bestu í fyrsta sinn. Leikir þessa liða verða eflaust spennandi, bæði þegar leikið verður á Akranesi og eins í Ólafsvík. Fyrir knattspyrnuþyrsta lesendur skal bent á að fyrri leikur liðanna fer fram í Ólafsvík 30. júní. Vesturland er landshluti á Íslandi sem venjulega er sagður ná frá Gilsfirði og Holtavörðuheiði í norðri og norðaustri að Hvalfirði í suðri. Vesturland nær þannig yfir Dalina, Snæfellsnes, Mýrar og Borgarfjörð auk Hvalfjarðar að Botnsdal. Þetta eru ekki ný sannindi fyrir þá Vestlendinga sem þetta lesa en þróun íbúafjölda á þessu svæði er kannski ekki öllum eins ljós. Árið 1920 búa á Vesturlandi samkvæmt manntali 10.167 manns sem þá var 10,77% alls íbúa- fjöldans á Íslandi. Síðan þá hefur orðið nokkur mannfjöldaaukning, en ekki mikil, en árið 2010 var íbúafjöldinn orðinn 15.370 manns, en kominn niður í 4,84% af heildaríbúatölu landsins.Þannig má segja að nokkur stöðugleiki hafi verið í íbúafjöldanum en vegna mikillar aukningar á íbúatölunni á höf- uðborgarsvæðinu hefur hlutfallið snarminkað. Borgarfjörðurinn hefur alltaf verið búsældarlegur, mjólkurframleiðsla mikil og allmikill sauðfjárbúaskaður svo hlutfall þeirra jarða sem hafa farið í eyði í uppsveitum Borgarfjarðar er líklega mun lægra en víða annars staðar á landinu. Starfsemi Menningarráðs Vesturlands endurspeglar nokkuð blómlegt menn- ingarlíf á Vesturlandi, en á þessu ári var úthlutað styrkjum að upphæð lið- lega 24 milljónir króna. Þrír styrkir ná einni milljón króna. Árnastofnun, Byggðasafn og héraðsskjalasafn í Dalabyggð, og Nýpurhyrna á Skarðsströnd fá styrk til að vinna að því að fá handritin alla leið heim. 350 ár eru liðin frá því Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku. Rímnahandrit sem kennt er við Staðarhól verður endurgert og sýnt og því fylgja margvísleg hátíðarhöld. Íslenskir Eldsmiðir fá styrk til að halda norrænt mót í eldsmíði að Görðum á Akranesi og Markaðsstofa Vesturlands fær svokallaðan RARIK-styrk til að markaðssetja menningarstaði og menningartengda ferðaþjónustu. Ekki veitir líklega af, ef tala erlendra ferðamanna nær einni milljón á ári innan skamms tíma. Ferðamenn verður þá víða að sjá á Vesturlandi og ferðamannatíminn mun væntanlega að skapi lengjast umtalsvert. En böggull kann að fylgja skammrifi ef ekki er þess gætt að vernda landið fyrir ágangi. Hætt er við að á ýmsa rynnu tvær grímur ef þúsundir manna væri að rölta um Dritvík á einum og sama deginum, skoða Reykholt eða ganga á Baulu eða Ok. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Geir A. Guðsteinsson, ritstjóri Mannfjöldi, ferðafólk, menning og íþróttir Leiðari Það þarf heilt þorp….. Þriðjudagskvöldið 19. mars sl. fór fram fundur um eineltis-mál sem bar heitið ,,það þarf heilt þorp til að ala barn” og fór hann fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Hann hófst með stuttmynd um Pál Óskar söngvara þar sem hann segir frá æsku sinni og því einelti sem hann varð fyrir sem barn og unglingur. Hann og Magnús Stefánsson frá Marína fræðsl- unni ræddu um myndina, einelti og forvarnir. Fyrirspurnir voru síðan nokkrar úr sal þar sem þeir svöruðu af bestu getu. Boðið var upp á dýrindis súpu og brauð og eftir það fóru börnin og unglingarnir heim eða í Óðal að horfa á kvikmynd. Síðan var komið að fyrirlesurum og fræðurum frá Bugli og Heimili og skóla. Mikill fjöldi fólks sótti þennan fund, eða um 500 manns. Það voru þær Kristín Gísladóttir og Sigrún Katrín Halldórsdóttir sem höfðu veg og vanda af þessum fundi og fengu þær miklar þakkir fyrir og voru leystar út með blómum og páskaeggjum. Sindri Birgisson nemandi við LBHÍ tilefndur til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands: Verkefnið fjallaði um notkun útivistarsvæða á Akranesi Nýsköpunarverðlaun forseta Ís-lands 2013 voru veitt við há-tíðlega athöfn á Bessastöðum í febrúarmánuði. Verkefnið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni heitir OHM – hönnun, þróun og smíði nýs hljóð- færis og var það unnið af Úlfi Hanssyni, nemanda við Listaháskóla Íslands. Leið- beinandi hans í verkefninu var Hans Jóhannsson hjá Fiðlusmíðaverkstæðinu. Fimm öndvegisverkefni Nýsköpunar- sjóðs námsmanna voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Eitt þessara verkefna var Ströndin og skógurinn: Útivistarnotkun og sóknar- færi frá Sindra Birgissyni, nemanda í skipulagsfræðum við Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri. Leiðbein- endur hans voru Helena Guttorms- dóttir LBHÍ, Hrafnkell Proppé LBHÍ og Íris Reynisdóttir, Akraneskaupstað. Eitt meginmarkmið verkefnisins, sem unnið var á Akranesi sl. sumar, var að athuga hvort notkun útivistarsvæða gæfi upplýsingar sem styrkt gætu svæðin til að auka útivist og lýðheilsu. Í félagslegri stoð sjálfbærrar þróunar er áhersla á félagslega velferð og lýðheilsu. Þar eru þátttaka almennings, vitund um heil- brigði og þekking á heimabyggð og nærumhverfi lykilhugtök. Verkefninu ,,Ströndin og skógurinn” var ætlað að styrkja og vera innlegg í þessa umræðu. Tvö megin útivistarsvæði eru á Akranesi. Þau eru í eðli sínu ólík, strönd og skógur. Langisandur liggur fyrir opnu hafi, stærsta sandströnd í þéttbýli á Íslandi. Skógræktin er mann- gert svæði við bæjarmörkin tengt golf- velli og safnasvæði. Litlar upplýsingar liggja fyrir um notkun svæðanna eða hvaða hugmyndir íbúarnir hafa um þau. Markmiðið var að kanna hvort yfirfæra megi aðferðafræði arkitekts- ins Jan Gehl á íslenskar aðstæður og fá með þeim hætti vísindalega nálgun og þekkingu á hegðun einstaklinga og notkun á útivistarsvæðum. Þannig mætti sjá möguleika til betri nýtingar með sérstakri áherslu á hreyfingu, at- ferli og lýðheilsu. Með því að hafa ólík svæði ættu einnig að fást gagn- legar samanburðarupplýsingar sem gætu haft yfirfærslugildi fyrir fleiri sveitarfélög. Ekki er mikið vitað um notkun á íslenskum útivistarsvæðum og litlar rannsóknarhefðir eru hér á landi á þessu sviði. Verkefnið er liður í að efla fræðigreinarnar og styrkja rann- sóknarbakland umhverfisskipulags- brautar Landbúnaðarháskóla Íslands. Súgandisey – styrkur til uppbyggingar Framkvæmdasjóður ferðamanna-staða er vistaður hjá Ferðamála-stofu. Samkvæmt lögum um sjóðinn er markmið og hlutverk hans að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomu- stöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Stykkishólmsbær fær 5,7 milljónum króna styrk sem er ætlaður til fram- kvæmda í Súgandisey vegna gerðar göngustíga, hellulögn, palla, tröppur og merkingar samkvæmt teikningum landslagsarkitekts og samþykktri fram- kvæmdaáætlun. Markmiðið er m.a. að byggja upp og bæta stíga, merkingar og áningastaði í Súgandisey við Stykk- ishólm, fegra umhverfi eyjarinnar og bæta öryggi og upplifun ferðamanna. Styrkurinn er liður í uppbyggingu EDEN, gæðaáfangastaða ferðamanna. Fleiri verkefni á Vesturlandi hluti styrk. Þrísker ehf. fær 3,7 milljónir króna til uppbyggingar frystihússins í Flatey a Breiðafirði og Snæfellsbær hlaut 1.350.000 krónur vegna gerðar- útivistarstígs og áningarstaða milli Rifs og Ólafsvíkur. Kristín Gísladóttir og sigrún Katrín Halldórsdóttir höfðu veg og vanda af fundinum. Gyða steinsdóttir, bæjarstjóri stykk- ishólmsbæjar, tekur við styrk Fram- kvæmdasjóðs ferðamannastaða num úr hendi steingríms J. sigfússonar, atvinnuvegaráðherra sem er ætlaður til uppbyggingar í súgandisey. Við afhendingu Nýsköpunarverðlaunanna á Bessastöðum. sindri Birgisson stendur næstur forseta Íslands.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.