Vesturland - 27.03.2013, Qupperneq 9

Vesturland - 27.03.2013, Qupperneq 9
927. mars 2013 ,,Sjávarútvegurinn áfram lykill að velmegun Snæfellinga og jarðvarminn helsta forsenda byltingar í búsetukostum” - segir Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga Sturla Böðvarsson er fæddur í Ólafsvík 1945. Lauk sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og síðan meistaraprófi í hús- byggingum. Vann við húsbyggingar hjá föður sínum Böðvari Bjarnasyni byggingameistara í Ólafsvík, m.a. við að byggja Ólafsvíkurkirkju. Hann fór síðan í framhaldsnám og lauk B.Sc.-prófi í byggingatæknifræði við Tækniskóla Íslands 1973. Starfaði sem byggingartæknifræðingur á Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen uns hann var ráðinn sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974-1991. Hann var kjörinn í bæjarstjórn Stykk- ishólmsbæjar 1990 til 1994. Sat á Al- þingi fyrir Vesturlandskjördæmi 1991 til 2003 og fyrir Norðvesturkjördæmi 2003 til 2009. Var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og forseti Alþingis frá 2007 til 2009. VESTURLAND spurði Sturlu hvernig það hefði verið að hætta þingmennsku eftir 18 ára setu á Al- þingi. „Það var mikil breyting að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir svo langan tíma í eldlínu sem leiðtogi flokksins í kjördæminu. En allt hefur sinn tíma og mér þótt gott að geta ákveðið það sjálfur og geta tilkynnt vinum mínum og samstarfsmönnum þá ákvörðun þegar hún var tekin. Ég ákvað það raunar fyrir kosningarnar 2007 að það yrðu mínar síðustu kosn- ingar til Alþingis. En þetta var góður og gefandi tími á Alþingi og þegar sagan verður rannsökuð og skrifuð af yfirvegun þá tel ég að það muni koma í ljós að þessi tími er mesta framfara- skeið Íslandssögunnar.“ - Hverjar voru þínar mestu gleði- stundir á Alþingi og hvað olli þér mestum vonbrigðum? „Ánægjulegasti fundurinn sem ég sat á Alþingi var þegar minnst var fimmtíu ára afmælis lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1994 í einstak- lega fögru veðri. Mér fannst ég finna mjög sterklega fyrir því hversu þétt þjóðin stóð að baki okkur þing- mönnum á þeirri stundu. Auðvitað átti ég margar ánægjulegar stundir sem ráðherra þegar ég mælti fyrir og fékk samþykkta löggjöf eða áætl- anir um stórframkvæmdir sem hafa markað spor í framþróun samfélags- ins. Þar er af mörgu að taka. Einnig var mjög ánægjulegt að starfa sem forseti Alþingis elsta þjóðþings veraldar. Mestu vonbrigðin á Alþingi voru að fylgjast með því þegar lagður var eldur að Alþingishúsinu og nær allar rúður í framhlið þess brotnar og grjót- hnullungur lá inni á borði á skrifstofu forseta Alþingis. Og það var sorglegt að þurfa að slíta fundi þegar ráðist var inn í þinghúsið. Í stjórnarskrá okkar nýtur Alþingi friðhelgi og innrásin í þinghúsið var auðvitað stjórnarskrár- brot.” Búseta í Stykkishólmi án vafa fyrsti kostur - Þú býrð í Stykkishólmi. Hefur komið til greina að búa einhvers staðar annars staðar? ,,Í dag erum við fjölskyldan sam- mála um það að enginn annar staður hefði komið til greina.Við Hallgerður kona mín keyptum okkur litla íbúð í Reykjavík þegar við vorum í skóla og menntun mín sem byggingatækni- fræðingur leiddi til þess að ég fékk vinnu á verkfræðistofu í Reykjavík og þar leið okkur vel. En eftir kosn- ingarnar 1974 vildu D-listamenn í Stykkishólmi ráða mann með mína menntun og komu til mín þar sem ég sat sára saklaus við teikniborðið í Ár- múlanum. Þar var teningnum kastað og við fluttum með börn og buru til Stykkishólms þar sem ég varð sveit- arstjóri og Hallgerður lauk því stúd- entsprófinu utan skóla frá Öldunga- deildinni í Hamrahlíð. Hún lauk svo háskólaprófi eftir að ég settist á þing og við vorum syðra með yngstu börnin að vetrinum.” Þróunarfélag Snæfellinga stóð fyrir ráðstefnu um út- flutnings- og markaðsmál Sturla er framkvæmdastjóri Þróu- narfélags Snæfellinga ehf. sem var stofnað 7. nóvember 2011 en tilgan- gur félagsins er að starfa á breiðum grunni að framþróun og eflingu at- vinnulífs og samkeppnishæfni byg- gðarlaga á Snæfellsnesi. Félagið stóð nýlega fyrir ráðstefnu í Ólafsvík um útflutnings- og markaðsmál í samstarfi við Íslandsstofu og Markaðsstofu Ves- turlands. Sturla var spurður um star- fsemi Þróunarfélags Snæfellinga og hver var rótin Hver var rótin að þessari ráðstefnu í Ólafsvík um útflutnings- og markaðmál og hvaða árangri skilaði hún? ,,Þróunarfélag Snæfellinga á í mjög góðu samstarfi við Íslandsstofu og Markaðsstofu Vesturlands um marg- vísleg málefni. Hugmyndin með ráð- stefnunni var að fá fyrirlesara sem fjöll- uðu um þá þjónustu sem Íslandsstofa stendur fyrir, um kosti okkar Snæ- fellinga við að nýta sérstöðu okkar á markaði og draga fram þá möguleika sem fyrirtæki á Snæfellsnesi eiga á mörkuðum bæði innanlands sem utan. Einnig var fjallað um þjónustu Mark- aðsstofu Vesturlands á sviði kynningar og markaðsmála, um kosti klasasam- starfs, um aukin verðmæti og nýtingu sjávarfangsins, um mikilvægi þess að ferðaþjónustan verði rekin allt árið og það mikilvæga verkefni að laða að fjár- festa. Ráðstefnan var vel sótt og þótti takast vel. Verður efni hennar nýtt á vettvangi Þróunarfélagsins og munu ræðurnar birtast á vef Íslandsstofu.” - Hvar liggja helstu tækifæri Vestur- lands og Vestlendinga til atvinnuupp- byggingar í náinni framtíð? ,,Þau liggja víða. Stóriðjan á Grundartanga hefur verið sterkasta uppspretta nýrra atvinnutækifæra á Vesturlandi síðustu tvo áratugi ásamt með þróuninni í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Hvað Snæfellsnesið varðar þá eru framtíðarverkefnin á mörgum sviðum. Snæfellsnesið hefur sterka stöðu vegna góðra samgangna og nálægðar við stærsta markaðs- svæðið, vegna umhverfisvotturnar og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem er með eyjum Breiðarfjarðar megin segull svæðisins. Ég vil telja hér upp í símskeytastíl það sem mér finnst blasa við; sjávarútvegur mun áfram gegna mikilvægu hlutverki og með aukinni verðmætasköpun svo sem með próteinvinnslu mun störfum geta fjölgað; heilsutengd ferðaþjón- usta á mikla möguleika vegna þeirra „bláulóna” sem við höfum aðgang að og jarðvarminn hefur ekki verið nýttur til fullnustu í þágu heimila og atvinnustarfsemi; vinnsla þörunga úr lífmassa Breiðafjarðar á mikla möguleika og gæti skapað fjölmörg störf; bætt aðstaða á fjölförnum ferða- mannastöðum, aukin þjónusta vegna hestaferða og fjölgun gististaða getur styrkt stöðu ferðaþjónustunnar til mikilla muna. Það er mitt mat að ef rétt er á spilunum haldið eigi Snæfells- nesið að geta eflst sem og Vesturlandið allt. En til þess að svo geti orðið þarf að hafa ríkt í huga máltækið sem segir „að þeir fiska sem róa” og það þekkja Snæfellingar vel.” Vaxandi ferðaþjónusta í Stykkishólmi - Hvað með Stykkishólm. Er vaxta- broddur fólgin fyrir það sveitarfélag t.d. í ferðaþjónustu umfram ýmislegt annað? ,,Um Stykkishólm gildir hið sama og um Snæfellsnesið allt. Við eigum mikla möguleika. Og styrkur Stykk- ishólms liggur ekki síst í hitaveitunni sem bætir búsetuskilyrðin og skapar margvíslega möguleika. Þess vegna varðar svo miklu að tryggja nýtingu jarðvarmanns fyrir Snæfellsnesið allt. Ferðaþjónustan hefur vaxið í Stykk- ishólmi um lengri tíma og hefur þess vegna tiltekið forskot og það má sjá á þróuninni að enn er mikil vöxtur bæði í uppbyggingu gisti og veitingastaða og uppbyggingu í kringum afþreyingu svo sem siglinga um eyjasundin þar sem fuglaskoðun er vinsæl. En mestu umsvifin tengjast siglingum Baldurs en hann flytur þúsundir ferðamanna yfir fjörðinn á hverjum mánuði.” - Sjávarútvegur og landbúnaður hafa lengi verið mjög öflugar atvinnu- greinar á Vesturlandi. Eru teikn á lofti um að það kunni að breytast? Munu þessar atvinnugreinar styðja hverja aðra í náinni framtíð? ,,Sjávarútvegurinn verður áfram lykill að velmegun Snæfellinga og enn frekari nýting lífmassans í Breiða- firðinum skapar skilyrði til enn frekari verðmætasköpunar ef okkur tækist að fá orku á góðu verði til vinnslunnar. Hvernig sem á það er litið þá er jarð- varminn lykill að byltingu í búsetu- kostum hjá okkur. Hvað varðar hefðbundinn land- búnað þá hefur hann tekið breytingum og mun trúlega gera það áfram. Hins- vegar eru miklir möguleikar tengdir því í sveitunum að nýta jarðirnar einnig við ræktun íslenska hestsins og hesta- tengdrar ferðamennsku. Einnig ættu að vera möguleikar í fiskeldi þar sem heitar og kaldar lindir eru nýtanlegar,” segir Sturla Böðvarsson. Stóriðjan á Grundartanga hefur verið sterkasta upp- spretta nýrra atvinnutæki- færa á Vesturlandi síðustu tvo áratugi ásamt með þróuninni í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. stykkishólmur. sturla Böðvarsson og kona hans, Hallgerður Gunnarsdóttir, á Landsfundi sjálfstæðisflokksins fyrr á þessu ári.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.