Vesturland - 27.03.2013, Side 10

Vesturland - 27.03.2013, Side 10
10 27. mars 2013 Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri: Ný fræðastofnun á gömlum grunni Landbúnaðarháskóli Íslands er reistur á grunni öflugrar rann-sóknastofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbún- aðarsviði, Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. LbhÍ tók til starfa í upphafi árs 2005. Aðalstarfstöð skólans er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám. Landbúnað- arháskólinn hefur talsverða sérstöðu í mengi háskólanna. Örar breytingar í þjóðfélaginu kalla á mun víðtækari þekkingu á náttúru Íslands og nýt- ingu hennar en áður. Landnot verða æ fjölbreyttari og því er nauðsynlegt að mennta mun stærri hóp en áður til starfa á þessu sviði. Stærri og fleiri svæði eru tekin til íbúðarbyggðar, skóg- ræktar, uppgræðslu, vega, virkjana og ekki síst ferðaþjónustu. Skóli síðan 1889 Búnaðarskóli var stofnaður á Hvan- neyri 1889 og 1947 var þar stofnuð háskóladeild. Árið 1999 var skólinn formlega gerður að háskóla. Þar er einnig boðið upp á almennt nám í bændadeild til búfræðiprófs jafnframt háskólanáminu. Öflug endurmenn- tunardeild er við LbhÍ og boðið upp á fjarnám. Á staðnum er unnið að margvíslegum rannsóknum. Á Hvanneyri er verndað búsvæði blesgæsarinnar, sem er áberandi fugl á túnum staðarins vor og haust. Bles- gæsin er dekkst grárra gæsa. Hún er grábrún með ljósar rákir að ofan og dökkar rákir á síðum. Hvít blesa er ofan goggrótar. Blesgæs hagar sér svipað og aðrar gráar gæsir en er sneggri í uppflugi, sýnist grennri og liprari á flugi, hópamyndun er losara- legri. Er lipur sundfugl eins og aðrar gæsir og ávallt félagslynd. Fuglinn hefur viðkomu á Íslandi á leið til og frá varpstöðvum sínum á Vestur - Græn- landi en hefur vetursetu á Írlandi og í Skotlandi. Sérstaða meðal háskóla Landbúnaðarháskóli Íslands hefur mikla sérstöðu meðal háskóla hérlen- dis. Þessi sérstaða felst fyrst og síðast í viðfangsefni skólans sem er náttúra Íslands - nýting, viðhald og verndun. Nútíma skilgreining á landbúnaði er mjög víð en þar er almennt átt við hvers konar nýtingu, ræktun, vörslu og verndun búfjár, ferskvatnsdýra og auðlinda landsins til atvinnu- og verðmætasköpunar. Viðfangsefni kennslu og rannsókna við LbhÍ er því landið og það sem á því lifir. Á stun- dum er sagt að LbhÍ sé ,,Háskóli lífs og lands” sem er réttnefni. LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráða. Við skólann á Hvanneyri eru þrjár háskóladeildir; umhverfisdeild býður upp á nám í umhverfisskiplagi, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og land- græðslu; auðlindadeild býður upp á nám í búvísindum og hestafræðum og starfs- og endurmenntunardeild. Heildarfjöldi nemenda við LbhÍ er um 550, yfir helmingur í staðarnámi en aðrir í lotubundnu námi og nýta sér fjarnámslausnir. Mikil áhersla er lögð á rannsóknir, sem eru sá rauði þráður sem einkennir mest allt starfið. Um 60% af starfsemi háskólans er tengd rannsóknum á einhvern hátt. Þessi staðreynd undirstrikar að um rann- sóknaháskóla að ræða. Þetta er mikill styrkur þegar kemur að rannsókna- tengdu námi þ.e. námi til masters og doktorsgráða. Eitt stoðsvið skólans er búreksturinn þar sem vilji er til að vera í fremstu röð. Starfrækt er öflugt tilraunabú að Hesti og í því liggja mikil verðmæti því þaðan kemur stærsti hluti þeirra erfðaframfara sem eiga sér stað í sauð- fjárræktinni. Fylgt er þeirri byltingu sem er í mjólkurframleiðsluog þar er nýtt kennslu- og rannsóknarbúið á Hvanneyri. Daglegur rekstur Landbúnaðarhá- skóla Íslands er í höndum yfirstjórnar LbhÍ en í henni eiga sæti Ágúst Sig- urðsson, rektor, Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknamála, Björn Þorsteinsson, aðstoðarrektor kennslu- mála, Guðríður Helgadóttir, forstöðu- maður Starfs- og endurmenntunar- deildar, Jóhannes Sveinbjörnsson, deildarforseti Auðlindadeildar, Ólafur Arnalds, deildarforseti Umhverfis- deildar og Þorvaldur T. Jónsson, rekstrarstjóri. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. 2 sjónvarpsdagskráin » Þriðjudagur 11. maí 2012 xxxxxxxxx20:10 xxxxxxxxx20:10 xxxxxxxxx20:10 xxxxxxxxx20:10 xxxxxxxxx20:10 1 6 . Ja n ú a r 2 0 1 1 Dag skrá ÍNN er end ur tek in um helg ar og all an sól ar hring inn. Hraðvirkt bólgueyðandi verkjalyf ibuxin rapid fæst án lyfseðils í apótekum ibuprofen Notkunarsvið: ibuxin rapid inniheldur ibuprofen sem er lyf sem dregur úr verkjum og hita (flokkur: bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki er steri). ibuxin rapid er notað við vægum til miðlungi miklum verkjum, svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk, bráðum mígrenihöfuðverk, hita og verkjum vegna kvefs. Ekki má nota ibuxin rapid: Ef þú ert með ofnæmi fyrir ibuprofeni eða einhverju öðru innihaldsefni ibuxin rapid. Ef þú hefur fundið fyrir mæði, astma, nefrennsli, þrota eða ofsakláða eftir notkun acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlya sem ekki eru sterar (NSAID). Ef þú ert með óútskýrða blóðmyndunar- truflun. Ef þú ert með eða hefur haft endurtekin sár (ætisár) eða blæðingu í maga/skeifugörn. Ef þú hefur fengið blæðingu eða rof í meltingarvegi við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyum (NSAID). Ef þú ert með blæðingu í heilaæðum eða aðra virka blæðingu. Ef þú ert með alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi. Á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Ef þú ert með kransæðasjúkdóm eða alvarlega hjartabilun. Ef þú þjáist af verulegri ofþornun. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun ibuxin rapid: Ef þú ert með arfgengan blóðmyndunarsjúkdóm (bráða porfýríu með hléum). Ef þú ert með ákveðna sjálfsnæmissjúkdóma (rauða úlfa og blandaðan bandvefssjúkdóm). Ef þú ert með sjúkdóma í meltingarfærum eða langvinna bólgusjúkdóma í þörmum (sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdóm). Ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Ef þú þjáist af ofþornun. Ef þú ert með eða hefur haft háþrýsting eða hjartabilun. Ef þú ert með ofnæmi (t.d. húðviðbrögð við öðrum lyum, astma, ofnæmiskvef ), langvarandi þrota í slímhúðum eða langvarandi teppusjúkdóm í öndunarfærum. Ef þú ert með storkutruflun í blóði. Strax eftir stórar skurðaðgerðir. Meðganga og brjóstagjöf: Þú mátt aðeins nota ibuxin rapid á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu eftir að hafa ráðfært þig við lækninn. Ekki má nota ibuxin rapid síðustu 3 mánuði meðgöngu. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að gera hlé á brjóstagjöf við skammtíma notkun í ráðlögðum skömmtum. Algengustu aukaverkanir: Sár, rof eða blæðing í meltingarvegi, stundum lífshættuleg, einkum hjá öldruðum, geta komið fram. Ógleði, uppköst, niðurgangur, vindgangur, hægðatregða, meltingartruflanir, kviðverkur, sortusaur, blóðuppköst, sáramunnbólga, versnun ristilbólgu og Crohn´s sjúkdóms hafa komið fram. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar yfir 40 kg: 200 mg – 400 mg skammtar, að hámarki 1.200 mg á sólarhring. Börn og unglingar: Hámarksskammtur af ibuprofeni á dag er 30 mg á hvert kg líkamsþyngdar, skipt niður í 3 til 4 staka skammta. 20-29 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 600 mg á sólarhring. 30-39 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 800 mg á sólarhring. Ekki skulu líða minna en 6 klst. á milli skammta. ibuxin rapid skal aðeins nota hjá börnum sem eru a.m.k. 20 kg að þyngd. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir lynu. Júlí 2012. HÖFUÐVERKUR - TANNVERKUR - TÍÐAVERKUR - MÍGRENI - HITI Urður á Hvanneyri afurðahæsta kýr landsins Meðaltalsafurðir yfir landið hafa hækkað milli ára og eru nú 5.606 kg eftir hverja árskú árið 2012. Það er einnig hækkun afurða á svæði Búnaðarsambands Vesturlands og er nú meðaltalið 5.313 sem er hækkun um 160 kg/pr árskú. Árið 2012 eru 5 bú á svæði Búnaðarsambands Vestur- lands með meðalafurðir yfir 7.000 en voru aðeins 3 árið 2011. Þegar skoðað er uppgjör afurða- hæstu kúa árið 2012 er það kýrin Urður 1229 á Hvanneyri sem er með mestu afurðir landsins að þessu sinni, eða 13.031 kg mjólkur. Nú eru 13 kýr á svæði Búnaðarsambands Vestur- lands sem hafa ársafurðir yfir 10.000 kg mjólkur en árið 2011 voru það 8 kýr. Nafngiftir á kúm eru með ýmsum hættir en þessar afburðakúr á Vestur- landi og Vestfjörðum heita auk Urðar m.a. Varúð, Blúnda, Hlyna, Sómalind, Flækja, Artemis, Dýsa, Tillý, Krista, Díla og Lögg. Hvað er orðið af gömlu og góðu nöfnunum eins og Búkolla, Rauðka, Dimma og Blíða? Urður er í eigu félags sem heitir Grímshagi ehf. Það er dótturfélag Landbúnaðarháskóla Íslands, og stendur fyrir rekstri kennslu- og rannsóknarbús á Hvanneyri og Hesti í Borgarfirði. Lárus Pétursson, fram- kvæmdastjóri Grímshaga ehf., segir að Urður hafi borið fjórum sinnum, fyrst 22. desember 2009, átti þá kvíguna Skuld (eldri) sem festi aldrei fang og var felld 3ja ára gömul án þess að bera nokkurn tímann, en hún var undan systkinum vegna mistaka. 21. nóvem- ber 2010 átti hún nautið Úranus, en það var tekið til notkunar á nautastöð Bændasamtaka Íslands, og eru fyrstu kálfarnir undan honum nýfæddir. 30. október 2011 var það nautið Satúrnus og loks 22. september 2012 kvígan Skuld (yngri). Skráðar afurður Urðar eru 10.224 kg árið 2010, 9.799 kg árið 2011 og 13.031 kg árið 2012. Á þvi mjaltaskeiði sem nú stendur yfir fór Urður hæst í 57,7 kg/dag (7 daga meðaltal), og var yfir 50 kg/dag í rúma 2 mánuði, og yfir 40 kg í rúma 5 mánuði, en er að síga niður hægt og rólega núna og er í ca 36 - 37 kg/dag þessa dagana. ,,Urður er einstök kýr á allan hátt, og frábær ,,vinnufélagi,” segir Lárus Pétursson. ,,Mjög skapgóð og með- færileg, mætir alveg eins og klukka í mjaltir, dugleg að éta og hefur verið sérlega heilsuhraust hingað til. Ekki spillir heldur fallegur liturinn. Það eina sem hægt væri að segja henni til vansa er að fitu- og prótein lutföll í mjólkinni eru lág.” Urður 1229. Frá Hvanneyri.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.