Vesturland - 27.03.2013, Qupperneq 12

Vesturland - 27.03.2013, Qupperneq 12
27. mars 2013 Snæfellsbær mætir Skagafirði í Útsvari Grindavíkurbær þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Snæfellsbæ í æsispennandi viðureign. Lokatölur kvöldsins voru 92 -91. Lið Snæfellsbæjar er komið í 8. liða úrslit og mætir liði Skagfirðinga í næstu um- ferð, 6. apríl nk. Keppni Snæfellsbæar og Grinda- víkur var hnífjöfn frá upphafi til enda og andrúmsloftið rafmagnað í sjón- varpssal Rúv þetta föstudagskvöldið. Fyrir fyrsta auglýsingahlé var staðan 18 – 18 og þurfti því að kasta upp á hver hæfi leikinn í orðaleiknum. Það var Grindavíkurbær sem gerði það og fékk fullt hús stiga, sem Snæ- fellsbær svaraði í sömu mynt. Eftir flokkaspurningarnar var Snæfellsbær komin með ágæta forystu, staðan var 62 – 51. Í stóru spurningunum byrj- aði Grindavíkurbær auðvitað á að fá 15 stiga spurningu sem þeir svöruðu rétt, það gerði Snæfellsbær líka með hjálp símavinar. Þegar ein spurn- ing var eftir var staðan 91 – 87 fyrir Grindavíkurbæ og valdi Snæfellsbær 5 stiga spurningu sem þeir svöruðu rétt. Lokatölur kvöldsins voru 92 -91 fyrir Snæfellsbæ. 12 GRÁSLEPPA Kaupum ferska óskorna Grásleppu um allt land. Tökum einnig verkuð hrogn til útutnings. Fiskislóð 34, 101 Reykjavík Sími 520-7302 (Ragnar) Hér er á ferðinni einhver besta varmadæla sem komið hefur fyrir allt venjulegt húsnæði. Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d. ofnaker, gólfhita og neysluvatn. Getur notað vatn, jörð og sjó til orkuöunar. Allur búnaður innandyra. NIBE F1245 eyðir litlu og sparar mikið. NIBE frá Svíþjóð. Stærstir í Evrópu í 60 ár. W NIBE™ F1245 | Jarðvarmadæla Ný kynslóð af varmadælum Nýtt Með NIBE F1245 getur þú lækkað húshitunarkostnað um allt að 85% Er rafmagnsreikningurinn of hár? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? FFriorka www.friorka.is 571 4774 NIBE™ F1245 Jarðvarmadæla VÉLABÆR EHF - BÆ í BÆJARSVEIT ALHLIÐA VIÐGERÐAÞJÓNUSTA Á BÍLUM, DRÁTTAVÉLUM OG VÉLUM TENGDUM LANDBÚNAÐI. SMUR OG HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TINDAR, HNÍFAR OG HJÓLBARÐAR FYRIR HEYVINNSLUVÉLAR. 435 1252 - 893 0688 velabaer@vesturland.is Lið snæfellsbæjar, f.v.: sigfús almarsson matsveinn hjá Grunnskóla snæfells- bæjar í Ólafsvík, Guðrún Lára Pálmadóttir sem starfar hjá Umhverfisstofnun og magnús Þór Jónsson skólastjóri grunnskólans. Breiðfirðingar í undan- úrslit í spurningakeppni átthagafélaganna Lið Breiðfirðingafélagsins lagði lið Árnesinga í 2. umferð spurn-ingakeppni átthagafélaganna 21. mars sl. og keppir við lið Skaftfellinga fimmtudaginn 11. apríl nk. í Breið- firðingabúð. Þá keppa einnig Norð- firðingar sem unnu Húnvetninga gegn Dýrfirðingum sem unnu Héraðsmenn. Úrslitakvöldið er svo síðasta vetrardag, 24. apríl nk. og að lokinni keppni er slegið upp balli. Snæfell og Skallagrímur komust í úrslitakeppnina Vesturlandsliðin í Dominos-deild karla í körfubolta komust bæði í úrslitakeppn- ina sem er nýhafin. Snæfell mætti Njarðvík í fyrsta leiknum og vann hann en tapaði síðan 105:90 fyrir Njarð- vík þannig að til hreins úrlsitaleiks kemur milli liðanna um hvort liðið heldur áfram. Skallagrímur mætti deildarmeisturum Grindavíkur, og tapaði báðum leikjunum, þeim síð- ari í Borgarnesi 78:102, og er úr leik. Eftir lokaumferð deildarkeppninnar á þessu tímabili var loks ljóst hvaða lið tryggðu sér sæti í úrslitum í ár og hvaða lið myndu falla, en það varð hlutskipti Tindastóls og Fjölnis í ár. Fulltrúar snæfells og skallagríms með fulltrúum annara liða í Dominosdeildinni þegar deildin var kynnt í haust af KKÍ. Fulltrúi snæfells er annar frá vinstri í efri röð en fulltrúi skallagríms fyrstur frá vinstri í fremri röð. Lið Breiðfirðinga sem lagði lið Árnesinga 21. mars sl., Urður maría sigurðar- dóttir, Páll Guðmundsson og Grétar Guðmundur sæmundsson. Stórhættulegt sprengiefni á Hvalfjarðar- strönd Sprengjusveit Landhelgis-gæslunnar var kölluð út fyrir nokkru að beiðni sérsveitar ríkislögreglustjóra eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að tals- vert magn sprengiefnis væri geymt í gámi við íbúðarhús á sveitabæ í Hvalfjarðarsveit. Tveir af sprengju- sérfræðingum LHG fóru á vettvang ásamt lögreglunni eftir að staðfest hafði verið að um sprengiefni var að ræða, sem er farið að „svitna“ vegna aldurs og því orðið stórhættulegt. Hluti sprengiefnisins.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.