Vesturland - 27.03.2013, Síða 14

Vesturland - 27.03.2013, Síða 14
14 27. mars 2013 Skólahreysti 2013: Grundaskóli sigraði í Vesturlandsriðlinum Keppni í fimmta riðli í Skólahreysti MS fór fram í Smáranum í Kópavogi 14. mars sl. Í þessum riðli öttu kappi skólar af Vesturlandi og var keppnin afar jöfn. Í upphífingum var það Árni Ólafsson úr Grunnskólanum í Borgarfirði sem náði flestum upphífingum eða 40; í armbeygjum sigraði sigraði Magðalena Lára Sigurðardóttir úr Grundaskóla á Akranesi með 40 armbeygjur; Krist- inn Bragi Garðarsson úr Grundaskóla tók flestar dýfur, 55 alls; sem sigraði dýfur; í hreystigreip sigraði Sesselja Rós Guðmundsdóttir í Heiðarskóla í Hval- fjarðarsveit sem hékk í 2,56 mínútur og fljótust gegnum hraðaþrautina voru þau Sólrún Sigþórsdóttir og Sigurður Ívar Erlendsson úr Brekkubæjarskóla á tímanum 2,32 mín. Í lok keppni stóð lið Grundaskóla uppi sem sigurvegarar með 33 stig. Lið Grunnskóla Borgarfjarðar í öðru sæti, aðeins einu stigi neðar með 32 stig og svo lið Brekkubæjarskóla á Akranesi í þriðja sæti með 29 stig. Lið Grundaskóla fer beint í úrslitakeppn- ina í Laugardalshöll 2. maí nk. en þau tvö lið sem er með bestan árangur í 2. sæti riðlakeppnanna vinnur sér sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppa 12 lið. Stigagjöf Fyrir fyrsta sæti í upphífingum, arm- beygjum, dýfum og hreystigreip eru gefin 20 stig. annað sæti gefur 19 stig; þriðja sæti gefur 18 stig og svo koll af kolli. Besti tíminn í hraðaþrautinni færir viðkomandi liði 40 stig, meðan annað sæti gefur 38 stig, þriðja sæti 36 stig og svo framvegis. Sá skóli sem hlý- tur flest samanlögð stig stendur uppi sem sigurvegari í Skólahreysti. Skólah- reysti er viðurkennd af og nýtur opin- bers stuðnings menntamálaráðuney- tis, heilbrigðisráðuneytis, norrænu ráðherranefndarinnar, Íþrótta & Ólympíusambands Íslands og sveit- arfélaga. Belladonna á Facebook Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 40-58 Er ferming framundan? ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 www.erna. is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október 312 fyrir réttum 1700 árum, sá Konstantín mikli teikn krossins á himni og orðin “in hoc signo vinces” “Undir þessu tákni muntu sigra”. Árið 313 er Konstantín var orðinn keisari veitti hann kristnum mönnum trúfrelsi eftir langvarandi ofsóknir. Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,- úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-). IN HOC SIGNO VINCES (Undir þessu tákni muntu sigra) stuðningshópurinn frá Brekkubæj- arskóla á akranesi fagnar heilshugar afrekum sinna keppenda. sigurvegarar Grundaskóla á akranesi, f.v.: Kristinn Bragi Garðarsson, atli Vikar Ingimundarson, Júlía Björk Gunnarsdóttir, Hrafnhildur a. sigfúsdóttir (varamaður), magðalena L. sigurðardóttir og Bakir anwar Nassar (varamaður). Hér reynir á að hanga sem lengst í keppnisgrein sem nefnist hreystigreip. Þetta eru keppendur, frá vinstri, frá Brekkubæjarskóla, Grunnskólanum Grundarfirði, Heiðarskóla í Hval- fjarðarsveit ( en hún hékk lengst af stelpunum á slánni) og Grundaskóla. Hreinsunaraðgerðir í Kolgrafarfirði Fyrsta áfanga hreinsunaraðgerða í Kolgrafafirði er nú að mestu lokið og verður framhald að- gerða endurmetið í ljósi aðstæðna. Búið er grafa allt að 15.000 tonn af síldarúrgangi í fjörunni fyrir neðan bæinn Eiði og fara með um 1000 tonn af grút til urðunar í Fíflholtum. Mik- ill munur er á fjörunni við Eiði eftir þetta hreinsunarátak; sýnileg síld er nú hverfandi og umfang grútar hefur minnkað töluvert. Þá er gert ráð fyrir að átakið dragi úr lyktarmengun þegar fram líða stundir. Hins vegar er ljóst að verulegt magn grútar er enn í fjörum og úti á firðinum og er nauðsynlegt að fylgjast vel með afdrifum hans í framhaldinu. Grúturinn hefur blandast í möl og jarðveg í fjörunni og hafa hlýindi undanfarna daga flýtt fyrir því ferli. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að endurmeta hreinsunaraðgerðir. Um- hverfisstofnun metur aðstæður þannig að ekki stafi bráðahætta af grútnum í fjörunni nú, en að leita þurfi leiða til að fjarlægja hann eftir því sem færi og aðstæður leyfa. Hreinsunaraðgerðirnar í Kolgrafa- firði eru þær umfangsmestu sem gripið hefur verið til í því skyni að sporna við náttúrulegri mengun á Íslandi, enda er síldardauðinn í firðinum að því að best er vitað án fordæma á Íslandi að magni til. Alls er talið að yfir 50.000 tonn af síld hafi drepist í tveimur við- burðum, um miðjan desember og 1. febrúar sl. Ríkisstjórnin hefur lagt til fé til eftirlits og hreinsunarstarfa og mun áfram liðsinna við verkefnið í samráði við fagstofnanir, ábúendur, Grundar- fjarðarbæ og aðra heimamenn. Frá Kolgrafarfirði.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.