Vesturland - 18.07.2013, Blaðsíða 6

Vesturland - 18.07.2013, Blaðsíða 6
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi 6 18. júlí 2013 Anna Elísabet Ólafsdóttir ráðin aðstoðarrektor á Bifröst Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarrektor við Háskólann á Bifröst í stað Jóns Ólafssonar prófessors. Anna Elísabet lauk doktorsprófi í lýðheilsufræðum frá Brunel University í London árið 2012. Anna er einnig með MBA frá Háskóla Íslands og M. Sc. gráðu í nær- ingafræði frá University of Oslo. Hún hefur einnig víðtæka starfsreynslu bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars var hún forstjóri Lýðheilsustöðvar 2003 - 2008 og frá 2008 hefur hún starfað að þróunarmálum og atvinnusköpun í Tansaníu í gegnum HUMEC sem er fyrirtæki í hennar eigu ásamt eigin- manni sínum og heimamönnum. Allt síðasta ár vann Anna að rannsóknum á áhrifum þróunarhjálpar á afköst og gæði heilbrigðisþjónustunnar í sam- starfi við Ifakara Health Institute sem er rannsóknamiðstöð í heilbrigðisvís- indum í austur Afríku. Jón Ólafsson, fráfarandi aðstoðar- rektor, mun áfram leggja stund á rannsóknir og kennslu við skólann í stöðu prófessors á Félagsvísindasviði. Jón Ólafsson mun áfram leggja stund á rannsóknir og kennslu við skólann í stöðu prófessors á Félagsvísindasviði. Hólmarar sækja vinabæjarmót í Kolding Bæjarstjórn Stykkishólms hefur samþykkt að þrír fulltrúar bæj-arfélagsins mæti á vinabæjarmót í Kolding á Jótlandi sem haldið verður síðar í sumar. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls um vinabæjarsamskipti, sem þykja góð og eru liður í að útvíkka sjón- deildarhring þeirra sem slík mót sækja. M. a. kynnast fulltrúarnir því hvaða mál eru efst á baugi í vinarbæjarfélaginu, en ekki síður að njóta umhverfisins og danskrar náttúru eins og hún gerist best. Fulltrúar frá „danska bænum“ Stykkis- hólmi ættu svo sannarlega aðð kunna að meta það. Núverandi kirkja að Húsafelli byggð eftir hugmynd Ásgríms Jónssonar Nú þegar ferðamanna-straumurinn um landið er sem mestur er ekki úr vegi að vekja athygli að sögu Húsafells, sem er löng og oft með þjóðsagnablæ. Elstu heimildir um búsetu á Húsafelli eru í Laxdæla sögu frá því um 1170, en þar er getið um Brand Þórarinsson. Einna frægastur ábúenda að Húsafelli er ef- laust Snorri Björnsson (prestur) , en hann bjó þar á árunum 1756-1803. Um hann hafa verið ritaðar bækur og ótal frásagnir eru til af honum og sumar hverjar með miklum þjóðsagnarblæ. Frægar eru kvíarnar sem Snorri hlóð og aflraunasteinninn sem kallaður er Kvíahellan. Bærinn var lengi í alfaraleið milli Norður- og Suðurlands. Var því oft mikil gestanauð eins og kallað var, því að bændum var skylt að veita ferðamönnum beina. Framan af þessari öld hægðist þó um, en árið 1930 var vegurinn yfir Kaldadal lagður og jókst þá umferð, því aðalvegurinn til Norð- urlands lá þá um Húsafell í nokkur ár. Kirkjan var upphaflega reist á Húsafelli um 1170 en hún var aflögð árið 1812. Núverandi kirkja var byggð eftir hug- mynd Ásgríms Jónssonar listmálara á árunum 1950-1973. Anna Elísabet Ólafsdóttir. í mibænum í Kolding er margt að sjá, m.a. gamlar byggingar sem ættu að gleðja augu fulltrúa Stykkishólmsbæjar. Séð inn í kirkjuna að Húsavelli. Grafsteinar og annað tilhöggvið grjót þar innan veggja vekja ekki síst athygli.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.