Vesturland - 18.07.2013, Blaðsíða 10

Vesturland - 18.07.2013, Blaðsíða 10
Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is 10 18. júlí 2013 Arnbjörg Stefánsdóttir er skólastjóri Brekkubæjarskóla – leiðrétting Í umfjöllun um útskrift í Vestur-landsblaðinu í júní er ranglega farið með nafn á skólastjóra Brekkubæjarskóla á Akranesi, sagður vera Kristján Gíslason, en hið rétta er að Arnbjörg Stefánsdóttir er skóla- stjóri Brekkubæjarskóla. Kristján Gíslaon stýrir hnins vegar Grunn- skólanum í Borgarnesi. Nmendur og starfsmenn Brekku- bæjarskóla eru auðvitað eins og aðrir nemendur og starfsmenn grunnskóla landsins í sumarfríi, í sumarvikum sem hafa verið helst til votviðra- samar. Eftir tæpan mánuð, 21. ágúst, verður Brekkubæjarskóli settur og þá tekur við hefðbundin kennsla, en hægt er að minnast á að dagur læsis er 8. september og dagur íslenskrar náttúru 16. september. Síðan taka ýmis merkisdagar við fram eftir öllum vetri. Þríþrautin Álmaðurinn: Hjólað, klifið fjall og synt í sjónum Sjóbaðsfélag Akraness efndi til þrí-þrautarkeppni laugaradaginn 13. júlí sl. á á Akranesi og var það í fyrsta skipti sem keppt var í þríþraut af þessu tagi á Akranesi. Keppnin fékk nafnið Álmaðurinn, en aðal styrktar- aðilar hennar eru Norðurál og Akra- neskaupstaður. Keppnin hófst hjá Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og var hjólað upp að Akrafjalli. Keppendur fóru svo upp fjallið, á Háahnúk, skráðu sig í gestabók, og héldu til baka. Frá fjall- inu var hjkólað niður á Langasand þar sem keppendur þurftu að synda 400 metra í sjónum meðfram ströndinni að markinu. Verðlaun voru veitt fyrir besta tíma, bæði í karla- og kvennaflokki. Þrautin var þannig að hjólað var frá Langasandi að Akrafjalli sem er c. a. 5,5 km, c. a. 1,3 km á malbiki og 4,2 km á möl. Þaðan var haldið upp á Háahnúk á Akrafjalli sem er um 550 metrar, þar skrifað í gestabók. Frá Akrafjalli er svo hjólað aftur að Langasandi (5,5 km). Á Langasandi voru syntir um 400 metrar meðfram ströndinni. Þaðan var stutt í heitan pott eftir sundið. Keppendur voru 21 talsins. Björgunarfélag Akraness sá um gæslu á fjallinu og á Langasandi en erfitt er að framkvæma þessa keppni án sveitar- innar. Var hún með aðgerðaáætlun og notaði þríþrautina sem æfingu. Styrkt- araðilar keppninar voru Akraneskaup- staður, Norðurál, N1 verslun Akranesi, Olís Akranesi, Úra og Skartgripaverslun Guðmundur B Hannah og Íslandsbanki. Í karlaflokki voru í þremur fyrstu sæt- unum Sigurjón Ernir Sturluson, Innnes- ingur; Pálmi Haraldsson, Akranesi og Ægir Benediktsson, Rvk. Í kvennaflokki var fyrst Sigríður Gróa Sigurðardóttir, Akranesi, þá Anna Helgadóttir, Reykja- vík og í þriðja sæti Silvía Llorens, Akra- nesi. Sérstakur álhleifur (200 grömm) frá Norðuráli var breytt í verðlaunapen- ing. Á hann var grafið ,,Álmaðurinn 2013.” Ólafsvíkurvaka tókst vel: Hvert hverfi fékk sinn lit til skreytinga Ólafsvíkurbaka fór fram um síðustu mánaðarmót. Á föstudagskvöldinu var bryggjuball með hljómsveitinni „Allt í einu“ og Slysavarnarfélagið seldi súpu á staðnum. Á laugardeginum fór m. a. fram dorgveiðikeppni, Snæfells- jökulshlaupið var ræst frá Arnarstapa og um kvöldið var hátíðardagskrá á Þorgrímspalli þar sem Kristinn Jón- asson bæjarstjóri setti hátíðina. Ungir trúbadorar úr Snæfellsbæ, Ólöf Gígja og Aron Hannes tóku nokkur lög, Lína Langsokkur og Karíus mættu á svæðið. Markaður var á staðnum og síðan voru hverfagrill um allan bæ. Skrúðgöngur komu svo úr hverfum og sameinuðust í sjómanna- garðinum þar sem hvert hverfi kom með skemmtiatriði. Síðan tók við brekkusöngur og ball. Á sunnudeg- inum var fótboltaleikur milli Víkings Ólafsvík og Skagamanna og þar fögn- uðu heimamenn sigri. Margt fleira gerðu íbúar sér til skemmtunar sem of langt er að telja upp hér. En móttóið var ekki síst, að maður er mannsins gaman. Guðmundur Sigurbjörnsson og lilja Kristófersdóttir koma úr sjósundinu. Það var greinilega afar skemmtilegt. Margar skreytingarnar voru afar skemtilegar, eins og við þetta hús í ,,rauða hverfinu.” Keppendur koma hjólandi frá Akrafjalli á leið á langasand. Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.