Reykjanes - 07.02.2013, Síða 2
2 7. febrúar 2013
ásgeiR og Byggðasafnið
Eins og komið hefur fram þá lét Ásgeir Hjálmarsson af störfum s. l. sumar sem forstöðumaður
byggðarsafnsins í Garðinum, en safnið
er mikið tilkomið vegna elju Ásgeirs og
ódrepandi áhuga á að varðveita gamla
venjulega hluti.
Vegna þessara tímamóta þá hefur
Guðmundur Magnússon nú gert stutta
heimildarmynd um uppbyggingu
byggðarsafnsins, sem vonandi mun
verða hluti þess sem hægt er að skoða
á safninu um aldur og ævi. Hægt er að
skoða myndbandið á www. svgardur.is
MÚsíktilRaUniR 2013
–SKRÁNING HEFST 18. FEBRÚAR
Músíktilraunir 2013 verða haldnar í Silfurbergi, Hörp-unni. Undankvöldin verða
frá 17. til 20. mars og úrslitakvöldið
þann 23. mars. Einnig hefur heimasíða
Músíktilrauna 2013 verið sett í gang.
Þetta er frábært tækifæri til að taka þátt
í skemmtilegum og spennandi viðburði
í glæsilegu umhverfi og kynna sig og
kynnast öðrum í leiðinni. Miðasala
verður á www. harpa.is
Nú er því um að gera að dusta ryk-
ið af hljóðfærunum og byrja æfingar.
Við munum opna fyrir skráningu 18.
febrúar nk. og henni lýkur svo 3. mars.
Skráningargjald verður það sama og
síðast,7000 kr. Fylgist með á www.
musiktilraunir.is , en skráning mun
verða aðgengileg þaðan.
UPPHITUN FYRIR MÚSÍKTIL-
RAUNIR 2013 Í HINU HÚSINU
-vantar þig að taka upp demó eða
bara góð ráð? -
Hitt Húsið ætlar að bjóða upp á að-
stöðu fyrir tónlistarfólk til að koma
og æfa lögin sín í góðu hljóðkerfi,
mögnurum o. fl. Einnig verður starfs-
fólk hússins á staðnum til skrafs og
ráðagerða um allt er varðar tilraunirnar
og undirbúning fyrir þær. Í kjölfarið
af þessu geta hljómsveitirnar/tónlist-
arfólkið sótt um að taka upp demo í
Hinu Húsinu til að skila í skráningu
Músíktilrauna 2013.
Dagsetningar sem í boði eru:
-Æfing / spjall : Fimmtudagurinn 14.
febrúar kl.17-22.
-Demóupptökur: Laugardagurinn 16.
febrúar
Takmarkað pláss er í boði, hafið því
samband við okkur sem fyrst í musikt-
ilraunir@itr.is og í síma 411-5527.
Við erum einnig á Facebook: http: //
facebook. com/musiktilraunir1
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst fimmtudaginn 21. febrúar n. k. Á fundinum er farið yfir stöðu mála og stefnan mörkuð fyrir komandi kosningar í apríl. Einnig verður forysta flokksins kjörin á Landsfund-
inum. Mörgum óbreyttum Sjálfstæðismanni hefur fundist það brenna við að
allt of lítið væri farið eftir samþykktum Landsfundarins. Forysta flokksins
þurfi að hlusta meira á grasrótina. Það liggur t. d. alveg ljóst fyrir að ætli
Sjálfstæðisflokkurinn að sigra stórt verður hann að leggja fram stefnu hvernig
á að leysa skuldavanda heimilanna. Það þýðir ekkert að setja á blað eitthvert
orðajálfur án innihalds Sjálfstæðisflokkurinn verður að segja á nákvæman
hátt hvernig þetta verður framkvæmt. Kjósendur verða að gerta treyst því að
eitthvað raunhæft gerist komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn.
Sama á við um atvinnumálin. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að koma
atvinnumálunum í gang. Þar verður að leggja fram framkvæmdaáætlun til
næstu ára. Framkvæmdaáætlun sem kjósendur geti treyst að verði fran-
kvæmd.
Sama á við um skattalækkanir. Kjósendur verða að geta treyst því að þær
komi til framkvæmda undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Það verður að birta
dagsetningar hvenær og um hvað mikið hinir einstöku skattar eiga að lækka
eða þurrkast út.
Kjósendur verða að geta treyst því að aðlögun að ESB haldi ekki áfram nema
að þjóðin hafi samþykkt það í atkvæðagreiðslu.
Fulltrúar kjósa formann og varaformann.
Það var öllum Íslendingum mikið fagnaðarefni að heyra niðurstöðu EFTA
dómstólsins vegna Icesave. Eðlilega rifja menn upp þátt Steingríms J. og
Jóhönnu að ætla að samþykkja yfir 300 milljarða skattpíningu á almenning
í landinu. Sem betur fer tók grasrótin til sinna ráða, þannig að með inngripi
forsetans var hægt að koma í veg fyrir að nokkur Icesave samingur yrði
samþykktur.
Því miður hlustaði forysta Sjálfstæðisflokksins ekki á grasrótina varðandi
seinni atkvæðagreiðsluna um Icesave. Forystan og stærsti hluti þingflokksins
lagði til að samningurinn yrði samþykktur. Mikill meirihluti Sjálfstæðis-
manna fór ekki eftir forystunni og sagði nei. Auðvitað veikir þetta stöðu
Bjarna Benediktssonar á Landsfundinum ásamt fleiri málum, en Bjarni sam-
þykkti samninginn. Aðeins 4 þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykktu ekki.
Hin fjölmenna samkoma Sjálfstæðismanna á Landsfundinum velur forystuna.
Hver og einn fulltrúi fær auðan seðil og í raun eru allir Landsfundarfulltrúar
í kjöri. Grasrótin ræður því hver skipar embætti formanns og varaformanna.
Hver og einn fulltrúi verður að gera það upp við sína samvisku hvernig hann
metur hverjir eigi að gegna forystuhlutverki. Hvernig er líklegast að Sjálfstæð-
isflokkurinn fái sem mest fylgi, meirhluti þjóðarinnar er örugglega á þeirri
skoðun að ekki komi til greina að fá aftur Vinstri stjórn næsta kjörtímabil.
Möguleikar Sjálfstæðisflokksins eru því gífurlega miklir til að geta haft forystu
um myndun næstu ríkisstjórnar. Það skiptir því öllu fyrir Sjálfstæðisflokkinn
að setja fram sterka og trúverðuga áætlun um hvernig landinu verði stjórnað,
þannig að hagur almennings og fyrirtækja nái að blómstra. Það skiptir öllu
að í forystu Sjálfstæðisflokksins veljist einstaklingar, sem landsmenn hafa
trú á að geti komið í framkvæmd að stjórna landinu með breyttum vinnu-
brögðum. Er Bjarni Benediktsson núverandi formaður líklegastur til að ná
eyrum þjóðarinnar og vinna stærsta sigur í sögu Sjálfstæðisflokksins? Eða
er Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálftsæðismanna líklegust til að ná
eyrum kjósenda til að vinna stærsta sigur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Eða er
það einhver annar einstaklingur? Hver og einn Landsfundarfulltrúi verður
að svara þessari samviskuspurningu áður en hann greiðir atkvæði. Hlustum
á grasrótina. Sjálfstæðisflokkurinn á góða möguleika á stærsta sigri í sögu
flokksins ef forystan verður skipuð einstaklingum, sem kjósendur treysta
og þekkja af góðum störfum.
leiðari
Forystan þarf að
hlusta á grasrótina.
Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja.
Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn.
Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða
hring ið í síma 847 2779.
Reykjanes 3. Tbl.3. áRganguR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. reykjanesblad.is
reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi.
Viltu segja skoðun þína?
léttUR föstUdagUR
Á morgun föstudaginn 7. febrúar er Léttur föstudagur kl.14: 00 á Nesvöllum. Þorvaldur Árnason
lyfsali ætlar að fræða okkur um ýmsa
þætti um apótek og þeirra starfsemi.
Hann kemur m. a. inná eftirfarandi.
Hvernig hafa apotek á islandi breytst
sl.30-40 ár
Hvernig er umhverfi apóteka þá og nú
Hvað var framleitt af lyfjum í apótekum
fyrir 40 arum
Hvað er gert i dag
Hvernig má koma í veg fyrir fölsun
lyfja (kóði)
Lyfjafalsanir eru vandamál í dag
Hverjir urðu apotekarar og hversvegna
Hverjir eru apotekarar i dag
Hvernig var eignarhaldið
Persónulegt og rekið á eigin kennitölu
I dag eru það hlutafélög sem eiga ap-
ótekin
Hvernig hefur hlutur sjuklinga i lyfja-
verði breyst og
hvernig breytist hann á þessu ári.
Hver var og er hlutur ríkisins í lyfja-
kostnaði landsmanna í lyfjum
sem seld eru í apótekum
Hvernig var og er lyfjaverð ákveðið
Hægt verður að sjá sina lyfjasögu á
netinu
Milliverkanir miðlægar
Nú er um að gera að mæta. Allir vel-
komnir. Kaffihúsið opið.
Skemmtinefndin.
Miða-
sala
á áRs-
hátíð
Árshátíð eldri borgara verður haldin í Stapa sunnudaginn 10. febrúar og hefst kl 18:
00. Miðasala verður á Nesvöllum
í dag fimmtudaginn 7. febrúar frá
kl.13: 00 til 17: 00.
Skemmtinefndin.
reTrobot tekur á móti verðlaunum fyrir 1. sæti á Músíktilraunum 2013
Ljósmynd: Brynjar Gunnarsson