Reykjanes - 07.02.2013, Síða 10

Reykjanes - 07.02.2013, Síða 10
7. febrúar 201310 Baráttumál mitt: Bæta fjáRhag heiMilanna og efla atVinnUlífið Vilhjálmur Árnason úr Grinda-vík hlaut mjög góða kosningu í prófkjöri Sjálfstæðismanna . Hann náði 4. sæti og er örugglega á leiðinni að verða þingmaður eftir kosn- ingarnar í apríl. Reykjanes leitaði til Vilhjálms og spurði hann hvert verði hans fyrsta baráttumál til að koma í gegn á Alþingi. Það er augljóst: Að bæta fjárhag heimilanna með eflingu atvinnulífsins. Það er stóra verkefnið sem bíður verðandi alþingismanna. Ég hef kynnst stöðu heimilanna af eigin raun og sem lögreglumaður. Sjálfur þekki ég mikið af fólki sem berst í bökkum. Þá voru skilaboðin skýr til okkar frambjóðenda í nýafstöðnu prófkjöri. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn er ekki á réttri leið, sé litið til vilja kjósenda. Stjórnarskráin kom til að mynda aldrei til tals. Þá virtist fólk áhugalítið um aðild Íslands að ESB. Enn fremur töldu fáir það forgangsmál að breyta núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi. En flestir þeirra sjálfstæðismanna sem urðu á vegi mínum um kjördæmið vildu ræða um atvinnumálin og skulda- stöðu heimilanna. Því hlýtur það að teljast nokkuð augljóst að verkefnið snýst um að auka svigrúm og val fólksins í landinu. Sú stefna er einmitt partur af hinu svo- kallað einstaklingsfrelsi sem er ein af grunnstefnum Sjálfstæðisflokksins. Til þess að þetta sé framkvæmanlegt verða fjölskyldurnar að búa við fjárhagslegt svigrúm og losna undan því skuldafang- elsi sem mjög margir, sérstaklega fólk úti á landi, býr við. En þá er spurningin hvernig við förum að því? Ég tel okkur Sjálfstæðismenn búa yfir þeirri þekkingu sem til þarf. Grund- völlurinn að bættum hag felst í aukn- ingu ráðstöfunartekna heimilanna og ríkissjóðs. Það mun ekki ganga ef stjórnvöld halda áfram að leggja stein í götu atvinnulífsins líkt og hefur við- gengist hér sl. fjögur ár. Því hlýtur það að vera borðleggjandi að hér þarf að efla atvinnulífið með hugmyndaauðgi að leiðarljósi. Enn fremur þarf að nýta þau fjölmörgu atvinnutækifæri sem hér eru til staðar, ég gæti t. d. nefnt ferðaþjón- ustuna og fullnýtingu sjávarafurða sem dæmi. Þá verðum við einnig að leggja þunga áherslu á álverið í Helguvík. Við verðum að standa með atvinnulífinu og skapa því lífvænlegar aðstæður með lægri álögum og frelsi til athafna. Ef stjórnmálamenn sammælast um þessa stefnu mun atvinnulífið taka kipp. Þá fyrst verður raunhæft að minnka vægi verðtryggingar, tryggja stöðugleika, afnema gjaldeyrishöftin og lækka skatta. Öflugt atvinnulíf mun afla heimilun- um auknum ráðstöfunartekjum sem er forsendan að bættum hag heimilanna og velsæld allra landsmanna. Ljóst er að hér þarf að fara í raunveru- legar aðgerðir sem gerir fólki kleift að búa áfram í híbýlum sínum. Tryggja þarf sanngjarna lausn í skuldamálum heim- ilanna og auka fjárhagslegt sjálfstæði sem og öryggi fjölskyldna í landinu. Það eitt og sér mun blása fólki von í brjóst til framtíðar. Þótt verðtryggingin sé til vansa mun afnám hennar eitt og sér ekki leysa allan vandann sem fylgir fjárhagi heimilanna. Raunar tel ég, að verið sé að slá ryki í augu fólks með því að fullyrða að svo sé. Menn verða að líta á þetta mál í víðara samhengi. Það eina sem verðtrygging gerir er að hækka lánin til framtíðar, en það gerist þegar verðbætur leggjast ofan á höfuðstól verðtryggðra lána. Til að mynda, ef farið væri í þá aðgerð að þurrka út verðtrygginguna með einu pennastriki sæti fólk í sömu súpunni. Af hverju? Jú, húsnæðislán eru orðin mjög há í dag og þau myndu ekki lækka við slíkt afnám. Það myndi þýða að al- menningur yrði enn að glíma við háa greiðslubyrði og of lágar tekjur. Liggur það því ljóst fyrir að meira þarf að koma til, því slíkt afnám verðtryggingar mun hvorki lækka lánin, né auka tekjur fólks. Hér þarf því að skapa réttar aðstæður sem gera stjórnmálamönnum kleift að afnema verðtryggingu, auka tekjur fólks og leiðrétta lán. Þá eru fjölmörg brýn mál sem bíða einnig lausnar og hafa þau flest áhrif á hag fjölskyldunnar. Grunnþjónustuna verðum við að efla til muna og ekki má gleyma hópum sem oft vilja gleymast líkt og öldruðum og öryrkjum sem hafa mátt þola miklar skerðingar. ákVeðin steMning yfiR VeiðUM Bátanna Janúar mánuðu er búinn að vera ansi rysjóttur. Hann byrjaði með blíðu sem varði vel í miðjan mánuð. Síðan komu nokkrir brælukaflar og að lokum þá gerði gott veður til róðra síð- ustu daganna í mánuðinum. Gríðarleg- ur fjöldi báta hefur verið þá á sjó útaf Sandgerði og þegar allt er talið saman þá eru þetta hátt í 50 bátar sem hafa verið á sjó þegar best gaf frá Sandgerði. Ekki er nú hægt að segja að mokafli hafi verið hjá bátunum en veiði hefur rysjótt og flestir bátanna hafa náð góð- um róðrum. Hjá Smábátunum þá er Óli á Stað GK með 83 tn í 18, mest rúm 7 tonn. Gísli Súrsson GK er með 81 tn í 14 og náði fullfermi í lok janúar þegar að báturinn landaði tæpum 11 tonnum. Þórkatla GK er með 71 tn í 13, Auður Vésteins SU 75 tní 15, mest tæp 8 tonn. Dóri GK 70 tn í 15, mest rúm 7 tonn. Daðey GK 71 t ní 12 og þar af 18 tonn í tveim síðustu róðrum sínum í janúar. Bergur Vigfús GK 62 tn í 14, Dúddi Gísla GK 55 tní 11, Von GK 67 tn í 12 og báturinn kom með fullfermi í lok janúar eða rúm 11 tonn, allt eru þetta beitningavélabátar. Hjá balabátnum þá er Muggur KE með 52 tn í 11 og mest 8 tonn í róðri. Sæborg SU 49 tn í 14. Hópsnes GK 44 tn í 13 og mest tæp 9 tonn í róðri. Sædís Bára GK en þetta er fyrsta línuvertíð bátsins sem kom nýr til eigenda sinna í fyrra. Báturinn er með 46 tn í 14 róðrum og mest tæp 7 tonn í róðri. Pálína Ágústdóttir GK 44 tní 16, Steini GK 36 tní 11. Af minni smábátunum þá má nefna að Addi Afi GK er með tæp 40 tn í 11 róðrum. Birta Dís GK 14 tn í 4, Diddi KE 13 tn í 5. Ekki eru margir handfærabátar á veiðum í janúar en í Sandgerði er Lilja BA og hún hefur róið langmest allra handfærabáta á landinu eða 14 róðra og landað 8,3 tonnum. Afli dragnótabátanna var mjög slakur framan af janúar en var orðin ágætur undir lokin. Benni Sæm GK var með 111 tonn í 22 róðrum, mest tæp 14 tonn. Örn KE er með 99 tn í 21. Sigurfari GK 108 tn í 21 og mest tæp 15 tonn í róðri. Arnþór GK 61 tní 18. Siggi Bjarna GK 99 tn í 22 og mest tæp 14 tonn í róðri. Aðalbjörg RE sem landaði í Sandgerði var með 52 tn í 14 róðrum og Njáll RE 41 tn í 18. Það eru ekki margir bátar frá Suðurnesjum sem stunda netaveiðar en þeir bátar sem stunda þær eru flest allir litlir bátar. Tveir stærstu netabátarnir hérna eru Erling KE og Grímsnes BA ( gamli Happasæll KE ). Erling KE hefur gengið ansi vel og með aflahæstu neta- bátum á landinu. Var báturinn með 267 tonn í 25 róðrum, mest tæp 26 tonn í róðri. Grímsnes BA var með 108 tn í 18 mest rúm 14 tonn. Aðrir netabátar voru Happasæll KE sem var með 71 tn í 17. Sægrímur GK 58 tn í 10, Maron HU 54 tní 19. Askur GK er einn örfárra netabáta sem eru í Grindavík og var með 53 tn í 15 róðrum, Hraunsvík GK var með 25 tn í 13 róðrum. Sunna Líf KE sem var eini netabáturinn sem réri frá Sandgerði allan mánuðin var með 36 tn í 15 róðrum og kom mest með rúm 7 tonn að landi. Vetrarvertíðin hófst formlega núna í janúar og þrátt fyrir að hún skipi ekki jafn mikin sess og gerði á árum áður þá er nú samt ákveðin stemming yfir veiðum bátanna og ekki laust við að smá keppninsskap sé hjá mörgum sjó- manninum. En hvernig var þetta t. d í janúar árið 1980. Ég tók saman fjölda línu og netabáta sem réru frá höfn- unum þremur og allt eru þetta bátar sem eru stærri en 10 BT. Í Grindavík þá voru 16 netabátar og 9 línubátar. Í Sandgerði þá voru 9 netabátar og 26 línubátar og í Keflavík voru 9 netabátar og 11 línubátar. Fyrst ég er komin aftur í tímann þá koma hérna nokkrar aflatölur. Í Grindavík þá var t. d Hafberg GK með 84 tn í 11 róðrum. Höfrungur II GK 100 tn í 13 róðrum. Jóhannes Gunnar GK 89 tn í 9 róðrum. Vörður ÞH 152 tonn í 11. Hópsnes GK 145 tn í 13. Allir á netum. Oddgeir ÞH var með 60 tn í 16 róðrum. Máni GK 52 tn í 12. Þorbjörn GK 39 tn í 9. Vörðunes GK 57 tn í 13. Allir á línu. Í Sandgerði var Víðir II GK með 37 tn í 6 róðrum. Hólmsteinn GK 48 tn í 16. Arney KE 103 tonn í 12. Þorkell Árnasson GK 39 tn í 14. Allir á netum. Freydís ÓF 63 tonn í 13, Freyja GK 364 136 tonn í 21 róðrum. Bergþór GK 114 tonn í 21 róðrum. Sæborg KE 64 tn í 15. Hvalsnes KE 64 tn í 17. Bára VE 41 tn í 12. Sóley KE 47 tonn í 15. Fram KE 45 tn í 16. Allir á línu. Í Keflavík var Vatnsnes KE með 58 tn í 14 róðrum, Binni í Gröf KE 68 tn í 14 róðrum. Happasæll KE 46 tn í 13. Sigurbjörg KE 54 tn í 13. Skagaröst KE 47 tn í 12. Allir á línu Svanur KE 47 tn í 17. Pétur Ingi KE 92 tn í 11. Allir á netum. Eins og sést þá er gríðarleg breyting á bátum héðan og helst eru fleiri smá- bátar, en þrátt fyrir þessa breytingu þá án efa eru bátarnir núna árið 2013 að veiðum á sömu miðum og þarna í janú- ar árið 1980. Og að lokum má geta þess að þessi pistill er tileinkaður Þorbjörgu sem er dyggur lesandi pistlanna og ein öflugasta beitningakona landsins og þótt veiðar væri leitað. Gísli R. Aflafréttir

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.