Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 6

Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 6
6 21. febrúar 2013 ný tækifæri á reykjaneSi! Frá 2009 hefur almennt verið lítið um verkefni fyrir byggingar-iðnaðinn á Reykjanesi sem og annar staðar. Nú er hins vegar að skýrast myndin og eru öll teikn á lofti að markaðurinn sé að taka aðeins við sér hvað lítil og meðalstór verkefni varðar. Síðastliðna mánuði hafa verið birt fleiri útboð en oft áður og tilkynningum um framkvæmdir er að fjölga stöðugt frá ýmsum aðilum bæði opinberum sem einkaðilum. Þetta er afar jákvætt og um leið skap- ast fjölmörg tækifæri samfara auknum verkefnum. Flugstöðin og tengd fyrirtæki á flug- stöðvarsvæðinu við flugstöð Leifs Ei- ríkssonar er okkar álver hér á svæðinu og hefur birt framkvæmdalista yfir ver- kefni sem þeir ætla í á næstunni. Land- helgisgæslan er að bjóða út stórt verk í raflagnabreytingum í mannvirkjum hjá sér auk þess er töluvert um fram- kvæmdir á Ásbrú og er þar stöðugt að fjölga fyrirtækjum. Framkvæmdir við íþróttarmannvirki í Grindavík eru að fara í gang, hjúkr- unarheimili í Reykjanesbæ er í gangi, fiskverkunarhús er í byggingu í Sand- gerði og margt fleira. Þetta er allt jákvætt og mun skapa ný tækifæri og ný störf sem ekki veitir af. Þegar álverið í Helguvík fer af stað þá er líklegt að kreppunni á Íslandi eins og við þekkjum hana sé lokið. Einhvern tíma tekur að ná spjótum okkar aftur en það mun takast. Þessi fjárfesting er það stór að hún hefur áhrif á allt landið en ekki bara Reykjanesið þótt þar séu mestu áhrifin. Með þeirri aukningu sem tilkynnt er í ferðamannaiðnaði og um leið aukinni flugumferð þá ættu að skapast tækifæri til að hefja byggingu nýs flugskýlis á Keflavíkurflugvelli. Áætlanir eru um að rífa flugsskýli 885 sem er stærsta flugskýlið á Keflavíkur- flugvelli sem er barn síns tíma. Um leið skapast tækifæri til að byggja nýtt. Þar er tækifæri til að tengja það Reykjanes- brautinni þannig að þarna gæti á svæð- inu bæði verið flugsskýli fyrir viðhald og vöruhótel. Þarna mætti halda að væri góða staðsetning fyrir slíka starfssemi og sennilega eitt besta flughlaðið. Eitt er þó sem við þurfum að byrja að snúa okkur einnig að hér á svæðinu. Það eru verkefnin sem tengjast Norðurslóð- um og þá nánar tiltekið siglingaleiðum sem eru að opnast norður fyrir, olíuleit á Drekasvæðinu og gullgröftur á Græn- landi sem örfá dæmi um það umfang sem er að fara í gang þarna á þessu svæði fyrir norðan. Þeir á Akureyri og Húsavík finna fyrir þessum auknu umsvifum og eru að undirbúa sig af fullum krafti fyrirþá framtíð sem skapast í tækifærum vegna Norðurslóðaverkefna sem svo eru oft nefnd. Við erum hér með alþjóðaflugvöll sem hefur tvær 10.000 feta flugbraut- ir, stórt svæði, mannvirki sem gætu hugsanlega nýst, svo erum við með góða höfn í Helguvík og stórt svæði sem væri hægt að nýta í þessi verkefni sem geymslustað. Ekki skal loka fyrir það að ef vel tekst til á næstu árum að ná þarna í verkefni þá þarf klárlega að byggja vöruhús og ýmsa aðstöðu vegna þessara verkefna. Hefja þarf þá undirbúningsvinnu sem þarf til að sækja þessi verkefni fast og ákveðið. Í fjölmiðlum fyrir nokkru var getið um að þeir sem eru að byrja olíuleit á Drekasvæðinu ætla að koma sér fyrir á Húsavík. Klárt er að þessir aðilar eru að hugsa öll þessi atriði á viðskiptalegum grunni og hafa tengt Vaðlaheiðargöngin í þessa jöfnu sína þar sem þá styttist tíminn til Akureyrar sem verður nýtt til fullnustu þegar að kemur. Þeir fyrir norðan eru búnir að vinna í þessum verkefnum í nokkur ár enda eru þeir nær þessum markaði. Hugsum samt út fyrir boxið. Það er ólíklegt að byggður verði upp samskonar flugvöllur þar og er hér. Til að setja í samhengi stærðina á umskipunarhöfn sem þyrfti, þá þarf svæði jafnstórt og Reykjanesið til samanburðar. Þannig að ljóst er að við munum ekki vinna að slíku það gera aðrir. Hinsvegar getum við boðið fram alla aðstöðu hér, og jafnvel gæti hér hentað að vera með bækistöð fyrir þyrlur eins og hefur komið fram hjá utanríkisráð- herra. En þetta kemur ekki og leggst á borðið hjá okkur við þurfum að hafa okkur eftir þessu. Nú þurfum við að bretta upp ermarn- ar og hefjast handa af fullum krafti. Til upplýsinga er hér vefslóð mjög athyglisverð fyrir áhugasama um norð- urslóðir. www. arcticportal. org Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi munu beita sér í þessu máli og vinna með öllum aðilum er vilja koma þessum verkefnum farveg. Guðmundur Pétursson Formaður mjög góð netaveiði Mjög góð netaveiði er búinn að vera núna það sem af er febrúar og bátar hafa náð að koma með ansi góða róðra. Flestir bátanna hafa verið að veiðum utan við garðskaga og útaf stafnesinu. Það kem- ur kanski ekki á óvart að Erling KE sé hæstur bátanna hérna á suðurnesjunum því hann er eini stóri netabáturinn sem gerður er út hérna. Er báturinn búinn að landa 173 tonnum í 12 róðrum og mest komið með 36 tonn að landi. Þórs- nes SH frá Stykkishólmi hefur landað í Sandgerði 93 tonnum í 3 róðrum, mest 53 tonn í róðri. Grímsnes BA er með 74 tonn í 11 og mest rúm 12 tonn. Maron HU 58 tonn í 10 og mest tæp 16 tonn í róðri. Happasæll KE 58 tonn í 9. Sæ- grímur GK 41 tonn í 4 og mest 14,5 tonn í róðri. Sunna Líf KE 18 tonn í 8. Birta SH sem hefur landað í Keflavík og Sandgerði hefur landað 25 tonn í 9. Í Grindavík eru þrír netabátur og er Askur GK hæstur þar með 32 tonn í 7 róðrum og mest 9 tonn í róðri. Hraunsvík GK er með 27 tonn í 7 og Gullfari HF 15 tonn í 8. Togarnir hafa fiskað vel og hefur Sóley Sigurjóns GK landað 238 tonn í 2 löndunum og mest 121 tonn eftir um 6 daga á veiðum. Berglín GK er með 192 tonn í 2 löndunum. Í Grindavík eru gjögursbátarnir, Vörður EA er með 138 tonn í 2 löndunum og Áskell EA 73 tonn í 2. Veður hefur verið ansi rysjótt til veiða fyrir smábátanna enn þeir hafa fiskað mjög vel þegar gefið hefur á sjó. Addi Afi GK kom t. d drekkhlaðin til Sand- gerðis með tæp 9 tonn og var það allt þorskur. Stóru smábátarnir hafa verið að flakka á milli Sandgerðis og Grinda- víkur. Gísli Súrsson GK er með 53 tn í 8 og mest 9 tonn. Von GK 50 tonn í 6 og hefur tvisvar komist í 11 tonn í einuim róðri. Dúddi Gísla GK 45 tn í 8, Daðey GK 45 tn í 9. Þórkatla GK 40 tn í 8. Óli á Stað GK 36 tonn í 6. Dóri GK 29 tonn í 6, Bergur Vigfús GK 30 tonn í 4. Pálína Ágústdóttir GK 26 tonn í 6 og er þetta síðasti aflinn sem Pálína landar eftir veiðar á línu með bölum en setja á í bátinn beitningavél sem fylgdi með bátnum þegar hann var keyptur í nóv- ember í fyrra. Muggur KE 36 tonn í 5 og mest 9 tn. Hópsnes GK 37 tn í 9. Sæborg SU 30 tn í 6. Örninn GK 32 tonn í 7. Guðrún Petrína GK 24 tonn í 5, Steini GK 22 tonn í 6 og mest komið með 7 tonn að landi og var þá lestin full og öll kör á dekki. Sædís Bára GK 24 tonn í 7. Maggi Jóns KE 20 tonn í og mest 5,7 tonn sem fengust á 26 bala eða hátt í 220 kíló á bala. Að sögn sjómannanna þá er fiskur gríðarstór og algjörar beljur eins og þeir segja sjálfir. Það hefur skapað smá vandamál í vinnslu og t. d kom Sæborg SU með 6,3 tonn á einunigs 24 bala eða 260 kíló á bala. Þar var mjög stór fiskur og í næsta túr á eftir þá fóru þeir á Sæ- borgu SU nokkuð langt út eða 15 til 18 mílur til þess að komastí smærri fisk. Nokkrar landanir hafa verið hjá frystitogurunum og var Gnúpur GK með 268 tonn , hafði togarinn komið til millilöndunar í janúar og var samtals aflin úr túrnum sem var í 31 dag 664 tonn og aflaverðmætið 183 milljónir króna. Hrafn Sveinbjarnarsson GK var með 371 tonn eftir 2 vikna túr og var ýsa og ufsi uppistaða aflans eða um 98 tonn af hvoru. Gísli R. Aflafréttir Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.