Reykjanes - 07.03.2013, Blaðsíða 2
2 7. mars 2013
Vilja
hafra-
graut
Áhugi foreldra nemenda í Gerðaskóla var kannaður fyrir
því að bjóða uppá hafragraut í byrj-
un skóladags og var 65% svörunar
var jákvæður fyrir þessu. Ánægja
var með þetta framtak í skólanum.
góugleði
í garði
Kvennfélagið Gefn og Félag eldri borgara á Suðurnesjum halda
Góugleði í Samkomuhúsinu í Garði
sunnudaginn 10. mars kl.15: 00. Fólk
hvatt til að mætab og eiga saman
skemmtilega stund. Kaffihlaðborð
á kr.1500.
Nú styttist óðum í alþimgiskosningarnar 27. apríl n. k. Stjórnmálaflokk-arnir hafa flestir slípað til sínar áherslur og í sjálfu sér ætti myndin að vera orðin nokkuð skýr hjá kjósendum. Núverandi ríkisstjórnar-
flokkar Samfylkingin og Vinstri grænir bjóða áfram upp á það sama og verið
hefur s. l. fjögur ár. Þeir sem áfram vilja stöðnun og skattahækkanir velja að
sjálfsögðu vinstri flokkana. Við höfum reynsluna af vinstri stjórn. Íbúar á
Suðurnesjum hafa rækilega fengið að kynnast stjórnarháttum Samfylkingar
og Vinstri grænna. Atvinnuleysi og stöðnun. Mikill fjöldi einstaklinga og
fyrirtækja hafa misst eignir sínar á nauðungarsölu. Vilja kjósendur virkilega
þetta sama ófremdarástand áfram?
Valkostur við stöðnunarstefnu Samfylkingar og Vinstri grænna er stefna Sjálf-
stæðisflokksins. Flokkurinn hélt nýlega landsfund sinn undir yfirskriftinni
Í þágu heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að skapa atvinnu-
lífinu tækifæri til að hefja framfarasókn. Við verðum að nýta tækifærin sem
við höfum í orkuauðlindum okkar. Við verðum að skapa sjávarútveginum
góð rekstrarskilyrði áfram. Með því móti sköpum við fleiri og fleiri störf.
Kakan stækkar sem við höfum til skiptanna. það er hagur allra.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á lækkun skatta. Með því að efla at-
vinnulífið koma meiri tekjur og skatttekjur ríkisins aukast. Það er hagur
allra að einstaklingarnir hafi meira í sinni buddu.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að koma verði til móts við skuldsett
heimili með því að draga úr vægi verðtryggingar á húsnæðis og neytenda-
lánum. Auðveldum afborganir af húsnæðislánum með skattaafslætti.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hag okkar Íslendinga sé best borgið
utan ESB. Sjálfstæðisflokkurinn hefur óbilandi trú á landinu og íslensku
þjóðinni. Það eru að myndast mjög skarpar línur í pólitíkinni. Valið stend-
ur á milli þess hvort við kjósum áfram stöðnun, skattahækkanir og ranga
forgangsröðun verka eða hvort við kjósum atvinnuuppbyggingu sem skapar
möguleika á skattalækkunum. Kjósendur hafa slæma fjögurra ára reynslu
af vinstri stjórn. Nú þarf íslenska þjóðin að breyta til hins betra og kjósa
Sjálfstæðisflokkinn í þágu heimilanna.
leiðari
Í þágu heimilanna
Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja.
Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn.
Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða
hring ið í síma 847 2779.
Reykjanes 5. Tbl.3. áRganguR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. reykjanesblad.is
reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi.
Viltu segja skoðun þína?
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is.
aðalfundur feB
Laugardaginn 9. mars kl.13: 30 verð-ur aðalfundur Félags eldri borgara
á Suðurnesjum haldinn á Nesvöllum.
Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi verð-
ur í boði Landsbankans og FEB. Eldri
borgarar eru hvattir til að mæta.
Grindavík
endurnýjun gatnalýs-
ingar Við heiðarhraun,
hVassahraun og skólaBraut
Bæjarstjórn hefur samþykkt til-lögu að útboðsgögnum vegna endurnýjunar gatnalýsingar við
Heiðarhraun, Hvassahraun og Skóla-
braut unnin af Eflu og Verkís í desem-
ber 2012. Innifalið í kostnaðaráætlun er
breyting á götumynd Heiðarhrauns og
Hvassahrauns þar sem göturnar verða
þrengdar til þess að hægja á umferð-
arhraða og auka öryggi gangandi veg-
farenda. Verkefnið verður nánar kynnt
í næstu Járngerði.
Umfang verksins hefur því aukist
töluvert frá fyrstu hugmynd. Skipulags-
og umhverfisnefnd hefur yfirfarið
hönnunargögn og umfang verksins.
Sviðsstjóri skipulags- og um-
hverfissviðs óskar eftir því að fjármagn
sem áætlað var til endurnýjunar gatna-
lýsingar á árinu 2014 verði flutt yfir á
árið 2013 svo hægt sé að mæta fram-
kvæmdakostnaði.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og
leggur til við bæjarstjórn að samþykkt-
ur verði viðauki við fjárhagsáætlun
ársins 2013 að fjárhæð 10.000.000 kr og
á móti lækki fjárfestingaáætlun ársins
2014 um sömu fjárhæð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
tillögu bæjarráðs. Kostnaðarauka á
árinu 2013 verði mætt með lækkun á
handbæru fé.
(Heimasíða Grindavíkur)
Búið er að setja upp styttu við Byggðasafnið í Garði. Hér er um að ræða Konu
sjómannsins eftir Helga Valdimarsson.
léttur föstudagur
Á morgun 8. mars verður Léttur föstudagur á Nesvöllum. Að
þessu sinni mætir Sigríður Pálína
Arnardóttir frá Lyfju og fræðir okk-
ur um allt mögulegt varðandi lyf og
þjónustu.
jóna Valgerður mætir
Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldinn
laugardaginn 9. mars kl.13: 30 á Nes-
völlum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
formaður Landssamband eldri borgara
mætir og segir frá störfum sambandsins.
kona sjómannsins