Reykjanes - 21.03.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 21.03.2013, Blaðsíða 2
2 21. mars 2013 Silja Dögg Gunnarsdóttir í 2. sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. fyrst og fremst sterk málefnastaða Eftir slakt gengi í skoðana-könnunum allt kjörtímabilið rýkur Framsóknarflokkurinn allt í einu hátt upp, þannig að nánast fjórði hver ætlar að kjósa flokkinn. -Hverju þakkar þú þessu miklu um- skipti? Fyrst og fremst sterkri málefnastöðu. Framsóknarflokkurinn hefur lofað að takast á við það verkefni að leiðrétta skuldamál heimilanna og beita sér fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. En sann- leikurinn er sá að þingmenn flokksins hafa bæði fyrir kosningarnar 2009 og allt kjörtímabilið beitt sér fyrir þessum málum en yfirleitt talað fyrir daufum eyrum. Ég hreinlega skil ekki að það hafi verið látið viðgangast. Auðvitað á að hlusta á fólk þegar það leggur fram lausnir. Pólitískir öfgar hafa því miður fengið að ráða of miklu á yfirstandandi kjörtímabili og á meðan hafa heimilin og fyrirtækin í landinu staðið í ljósum logum. Raunhæf og skynsamleg stefna -Framsóknarflokkurinn er gagnrýndur fyrir að setja fram óraunhæf loforð til bjargar íslenskum heimilum. Loforð sem aldrei verður hægt að standa við. Hverju svarar þú þessari gagnrýni? Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram raunhæfa og skynsamlega stefnu í efnahagsmálum. Áherslan er á að bæta þurfi hagstjórn landsins og endurskoða peningakerfið í heild sinni. Verðtryggingin er ekki eina meinið í íslenska hagkerfinu. Verðbólgan og háir vextir eru einnig hlutir sem þarf að takast á við, sem og meingallað líf- eyrissjóðakerfi. Staða Íbúðalánasjóðs er einnig mjög alvarleg. Þetta eru ver- kefni sem stjórnmálamenn þurfa og verða að takast á við á næstu árum. Stefna flokksins fyrir fjórum árum – svokölluð 20% leið – hefur sýnt sig að hafa verið rétt og gengið upp. Mér finnst mjög ómálefnalegt að segja að flokkurinn geti ekki staðið við það sem hann segir. Ég tel slíkan málflutning vera sprottinn af öfund, neikvæðni og úrræðaleysi. Framsóknarflokkurinn mun svo sannarlega beita sér af alefli fyrir heimilin og atvinnulífið fái hann til þess umboð í næstu kosningum. Ætlum að koma atvinnulífinu aftur af stað. Lítum aðeins á Suðurnesin. Atvinnuleysi hefur verið mikið. Margir hafa misst eignir sínar í uppboð. Hvaða ráð hafa Framsóknarmenn til að bæta atvinnu- ástandið og hag heimila komist flokk- urinn í ríkisstjórn? Framsóknarflokkurinn ætlar að koma atvinnulífinu aftur af stað. Til þess þarf að einfalda skattakerfið og allt regluverk í kringum atvinnurekstur. Við þurfum að skapa stöðugt efnahags- umhverfi svo fyrirtæki, innlend sem erlend, sjá sér hag í því að fjárfesta hér á landi. Með aukinni fjárfestingu eykst framleiðni. Þá fjölgar störfum og hagur heimilanna vænkast. Við þurfum að framleiða okkur út úr kreppunni. Betur borgið utan ESB -Er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að gefa eitthvað eftir í andstöðunni við ESB ef það eykur möguleikann á stjórnar- samstarfi. Framsóknarmenn telja hag Íslands betur borgið utan ESB. Við viljum halda áfram að gera fríverslunarsamn- inga við ríki, bæði í austri og vestri og efla enn frekar norrænt og þá sér- staklega vestur norrænt samstarf. Við höfum líka ályktað um að við teljum að það eigi að kjósa um í vor, samhliða alþingiskosningum, hvort halda beri aðildarviðræðum um inngöngu í ESB áfram. Ef þjóðin hafnar áframhaldandi aðildarviðræðum þá verður ESB ekki stóra málið í samningum um stjórn- arsamstarf. Framsókn vill hækka lífeyri Margir eldri borgarar telja að hin nor- ræna vinstri velferðarstjórn hafi rýrt þeirra kjör hressilega. -Hvaða tillögur hefur Framsóknarflokkurinn til að rétta hag eldri borgara. Eitt brýnasta viðfangsefnið er að aft- urkalla kjaraskerðinguna sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir þann 1. júlí 2009. Sú skerðing átti að vera tímabundin í 2 ár en nú eru liðin 4 ár. Einnig vill Fram- sókn hækka lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaraskerðingar þeirra og beita sér fyrir því að skerðing tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði afnumin í áföngum. Aldraðir og ör- yrkjar er sá hópur sem hefur tekið á sig mestar kjaraskerðingar eftir Hrun, sem er mjög óréttlátt. Gullni meðalvegurinn. -Verður Framsóknarflokkurinn í forystu í nýrri vinstri stjórn eftir kosningarnar 27. apríl n. k. ? Ég get ekki svarað því frekar en nokkur annar. Framsóknarflokk- urinn er frjálslyndur samvinnuflokk- ur á miðju stjórnmála sem leitast við að finna skynsamlegar lausnir verk- efna hverju sinni. Þar af leiðandi get- ur flokkurinn unnið með þeim sem kenna sig við vinstri eða hægri stefnu. Stefna Framsóknarflokksins er hinn gullni meðalvegur sem ég tel vera far- sælasta veginn fyrir framtíð Íslands. Fáum við nægjanlegan stuðning í kosningunum munum við starfa með þeim sem vilja koma áherslumálum okkar um skuldaleiðréttingar heimila og uppbyggingu atvinnulífsins fram. Framsókn fyrir Ísland! Enginn hópur hefur orðið fyrir jafn mikilli kjaraskerðingu á síðustu og árum og eldri borgarar landsins. Hækkanir á greiðslum til eldri borgara hafa ekki haldið í við almennar launahækkanir. Hafi eldri borgarar einhverjar smá tekjur eða greiðslur úr lífeyrissjóði er allt skert upp í topp. Fyrir stuttu fékk ég bréf frá Tryggingastofnun ríkisins að nú væri sá tími runninn að ég væri löggiltur og gæti því sótt um greislður. Með því að lesa bréfið aðeins áfram kom í ljós að ég gat hent bréfinu. Ég fæ greiðslur úr líf- eyrissjóði og því ekki greiddan grunnllífeyri. Auðvitað ættu allir eldri borgara að fá grunnlífeyri frá Tryggingastofnun án tillits til greiðslna úr lífeyrissjóði. Hafi eldri borgari heilsu til að vinna smávegis eru allar greisðlur strax skertar. Auðvitað ættu tekjur eldri borgara eftir 70 ára aldur ekki að hafa áhrif á aðrar greiðslur. Ekki lagast nú dæmið ef ellilífeyrisþegi þarf að fara á dvalarheimili eða hjúkr- unarheimili. Ég sá nýlega bréf til íbúa á dvalarheimili. Hann hefur 94.188 krónur frá lífeyrissjóði. Af þessari upphæð þarf að greiða kr.30.264 uppí dvalarkostnað á mánuði. Hann fær að halda eftir um 64 þúsundum. Er þetta hið norræna velferðarkerfi. Hafi maður góðan lífeyrissjóð og dvelji á dvalarheimili er hægt að krefjast greiðslu af viðkomandi allt að kr.326.979 á mánuði. Sem sagt það hefur ekk- ert að segja að hafa safnað upp góðum lífeyrissjóði. Viðkomandi stendur í nákvæmlega sömu sporum og sá sem aldrei greiddi í lífeyrissjóð. Er þetta dæmi um norræna velferð? Nýlega var sagt frá því að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þann háttinn á að ellilífeyrisþegar sem búa í eigin húsnæði sleppa við að greiða fasteignaskatt. Hvað gerist? Bæjaryfirvöld í Eyjum fá bréf frá Vinstri norrænu velferðarstjórn- inni með athugasemd um að þetta megi ekki. Það má ekki létta undir með eldri borgurum á þennan hátt. Þurfum við svona vinstri velferðarstjórn í landinu? Til viðbótar hefur norræna velferðarstjórnin lagt á auðlegðarskatt hafi eldri borgarar náð að eignast góðan hlut í húsnæði. Þá er ekki spurt um tekjur við- komandi heldur eingöngu eign. Þessi skattur er til viðbótar fasteignagjöldum. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að selja vegna þessa óréttláta skatts. Hafi ellilífeyrisþega tekist á ævinni að eignast einhvern sparnað eða eignir skal það skattlagt við andlát með hækkandi erfðafjárskatti. Ættingjar mega alls ekki njóta peninganna. Eldri borgarar er sífellt stækkandi hópur í landinu. Kosningar eru framundan. Það er nauðsynlegt að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldr- aðra. Reyndar virðast flokkarnir ekki hafa hagsmunamál aldraðra ofarlega í forgangsröðinni. Það sem skiptir þó mestu máli eftir kosningar að eldri borgarar láti betur í sér heyra en hingað til. Það gengur ekki áfram að stjórnmálamenn hunsi óskir þessa stóra hóps. Það verður að gera stórt átak í að ná til baka öllum þeim skerðingum sem átt hafa sér stað á þessu kjörtímabili. leiðari Illa farið með eldri borgara Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 6. Tbl. 3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? ný heimasíða oPnar Félag eldri borgara á suðurnesjum hefur nýlega opnað heimasíðu. slóðin er www.febs.is Þá var Það létt verk Það stendur aldeilis hressilega í stjórnmálamönnunum að leysa skuldavanda heimilanna. Það virðist algjört tabú að það megi afnema verðtrygginguna á lánum skuldsettra heimila. Þetta er dálítið einkennilegt í ljósi þess að einu sinni var verðtrygging á launum. Á sínum tíma var ákveðið að sú verðtrygging væri afnumin með einu pennastriki. Kostaði það laun- þega ekkert? Þá var hags- muna fjár- málastofnana gætt og það sama á við í da. Nú má ekki hrófla við verðtryggingu lána heimilanna. Er þetta eðlilegt? Snjó kall inn skrif ar:

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.