Reykjanes - 21.03.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 21.03.2013, Blaðsíða 9
921. mars 2013 safnið verði kaldastríðssafn Fyrir nokkru komu fram hug-myndir hjá stjórnvöldum að koma upp herminjasafni á Ás- brú. Reykjanes leitaði til Sigurgests Guð- laugssonar hjá Kadeco til að kanna gang mála. Sigurgestur sagði: Mikil vinna hefur farið fram vegna uppbyggingar hersetusafns á Ásbrú. Þegar ríkisstjórnin fól Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar að standa að upp- bygginu safnsins voru hugmyndir um það á algeru frumstigi. Eftir að hafa leit- að til lykilaðila í safnamálum, bæði hér á Suðurnesjum sem og á landsvísu hefur verið mótuð stefna fyrir safnið og þessa dagana er unnið að fjármögnun þess. Helstu niðurstöður stefnumótun- arinnar eru þær að safnið verði byggt upp sem kaldastríðssafn, en verði ekki einskorðað við herminjar eða hersetu á Suðurnesjum. Saga „vallarins“ er enda mun stærri en svo að hún taki einung- is til hersetu hér á svæðinu. Inní sögu varnarsvæðisins spilast mörg stærstu mál í sögu þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis. Enda mótaði staður Íslands í samfélagi kaldastríðsáranna bæði ástæðurnar fyrir veru bandaríkjahers hér á landi sem og framþróun varnar- stöðvarinnar. Næstu skref eru því að fjármagna safnið og í framhaldi af því að hanna sýningu sem segi þessa sögu. Sýn- ingunni hefur verið valinn staður í gamla „Officera „klúbbnum. Það hús- næði hefur nú allt verið tekið í gegn og þar bíður um 700m2 salur eftir því að sýningin komist af undirbúnings og hönnunar stigi svo hægt verði að hefja framkvæmdir við uppsetningu hennar. góugleði í garðinum Sunnudaginn 10. mars s. l. stóð Kvenfélagið Gefn í samvinnu við Félag eldri borgara fyrir Gó- ugleði. Félagarnir Víkingur Sveinsson, Þórólfur Þorstseinsson og Baldvin Elís Arason spiluðu og sungu. Mæðginin Ólafur Kjartansson og Þórhildur Inga Ólafsdóttir sungu nokkur lög. Glæsilgt kaffihlaðborð var í samkomuhúsinu. Reykjanes smellti af nokkrum mynd- um ag gestum á Góugleðinni. safnahelgi á suðurnesjum Safnahelgi á Suðurnesjum var vel sótt. Veðrið lék við gesti sem nýttu sér það og fóru í skoðunarferðir. Í Þekkingar- setrinu(áður Fræðasetri) í Sandgerði var margt um manninn. Mikla athygli vakti krabbinn og heimkynni hans í Sandgerði. Reynir Sveinsson forstöðumaður sagði að mikill gestagangur hefði ver- ið í Þekkingarsetrinu. Sjókerið vakti mikla lukku þar sem gestir fengu að halda á hinum ýmsu sjávardýr- um. Aðilar í skel og kræklingarækt funduðu á öðrum stað í húsinu. Mikið var því um að vera um þessa helgi fræðanna og sögunnar. SillaE

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.