Reykjanes - 21.03.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 21.03.2013, Blaðsíða 14
14 21. mars 2013 Ókeypis Blóðsykurmælar og strimlar fyrir sykursjúka Þú nærð tökum á sykursýkinni með því að mæla blóðskykurgildið þitt reglulega Bjóðum Medismart Zapphiro blóðsykurmæla og strimla frá Swissneska fyritækinu Lobeck Medical Ltd. * Mjög einfaldur í notkun, stór skjár, léttur og handhægur * "No Coding" - þarf aldrei að núllstilla (calibrera) * Þarf mjög lítið magn til mælinga * 0,6 µl * Mælir blóðsykur á bilinu 1,1-35 mmol/L * Mæling tekur aðeins 5 sek. * Geymir 480 mælingar í minni * Hægt að tengja við tölvu blóðsykursmælir Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum Apótek Suðurnesja er opið Mánud. - föstud. 9:00-19:00 Laugardaga 14:00-18:00 Velkomin í lágt lyfjaverð í Apóteki Suðurnesja samfylking oPnar kosningamiðstöð í reykjanesbæ Samfylkingin opnaði kosninga-miðstöð sína í Reykjanesbæ að Hafnargötu 90 með pompi og prakt á laugardaginn. Oddný G. Harðardóttir oddviti S-listans í Suður- kjördæmi bauð gesti velkomna og blés baráttunda í brjóst, Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir stöðuna í stjórnmálunum og Björgvin G. Sigurðsson fór yfir kosningaundir- búninginn og baráttuna framundan. Feðgarnir Júlíus Viggó og Ólafur Þór Ólafsson, sem skipar 5. sæti S-listans, og sungu og léku nokkur lög við frá- bærar undirtektir. Kosningamiðstöðin í Reykjanesbæ er sú fyrsta sem Samfylkingin opnar þetta vorið. Hún verður opin fyrst um sinn kl.13-18 virka daga og 10-15 á laugardögum. Kosningastjóri Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi er Kristlaug M. Sigurðardótti, Kikka. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg geta haft samband í síma 691-0301, sent póst á sudur@xs.is eða kíkt í heimsókn. Heitt á könnunni og allir velkomnir. instragram #grindavik Nú geta Grindavíkingar nær og fjær og reyndar landsmenn allir og öll heimsbyggðin ef þannig ber undir, birt Instragram myndir sýnar á heimasíðu Grinda- víkurbæjar. Þið þurfið að merkja myndirnar Grindavík, þ. e. „hasstagga" Grindavík (#grindavik). Við hvetjum snjallsímaeigendur að senda okkur skemmtilegar myndir sem þeir taka í Instagram forritinu, hvort sem það er á snjallsímann eða á spjaldtölvuna. Myndirnar geta verið af hverju sem er en þá helst af lífinu hér í Grindavík, nú er t. d. um að gera að taka myndir úr MENNINGARVIK- UNNI. Talsvert er um að útlendir ferða- menn merki myndir sem þeir taka t. d. í Bláa Lóninu sem #grindavik.is (Heimasíða Grindavíkur) um náttúrulækningar Fólk veltir því fyrir sér hvað er náttúrulæknir. Ég hef fengið margar spurningar í gegnum tíðina um starf mitt í náttúrulækning- um. Sumar þeirra byggjast á fáfræði en aðrar á forvitni. Ég vil hér útskýra í nokkrum orðum fyrir forvitnum hvað náttúrulækningar eru og þá menntun sem liggur að baki hjá mér. Í Þýskalandi, þar sem ég er fædd og uppalin, hef ég samtals varið þrettán árum í að mennta mig í náttúrulækn- ingum og er því læknir á sviði náttúru- lækninga. Ég er nú á því stigi að geta skrifað doktorsritgerð um náttúru- lækningar og gæti þá í framhaldinu skráð mig sem dr. Birgittu Jónsdóttur Klasen náttúrulækni. Náttúrulækningar eru kenndar á þremur árum. Til að byrja með er kennd lífeðlisfræði, líkamsfræði, læknisfræði, vefjafræði og sjúkdóma- fræði. Eftir þrjú árin getur maður bætt við grasalækningum, næringarfræði, homopatíu og augnsjúkdómslýsingu og fleiru. Ég hef lokið tveimur stigum í mínu námi en þriðja stigið er ritun doktors- ritgerðar. Að auki hef ég stundað nám í sálfræðilegri ráðgjöf, sem tengist nátt- úrulækningum. Einnig hef ég lokið þriggja ára námi í félagsmálaráðgjöf fyrir konur. Einnig hef ég lært þrýsti- meðferð, ilmmeðferð, svæðameðferð, súrefnismeðferð, Ziatsumeðferð, öndunarmeðferð og litameðferð, og hef verið gestur dozent við háskólann í Bremen, Cuxhaven og Bremerhaven yfir 5 ár. Náttúrulækningar eru þannig yfirgripsmiklar og í Þýskalandi er vel þekkt að náttúrulæknar og heimilis- læknar vinna mikið saman. Náttúru- læknar vísa oft fólki til heimilislæknar og heimilislæknar vísa sínum sjúkling- um til meðferðar hjá náttúrulæknum. Náttúrulæknirnar voru fyrst stund- aðar í síðari heimsstyrjöldinni árið 1939. Bandarískar og asískar nátt- úrulæknirnar eru hins vegar öðru- vísi en þær evrópsku og tengjast ekki því námi sem ég hef rætt um hér að framan. Náttúrulæknar mega senda fólk í blóðtöku en hafa ekki heimild til skurðlækninga. Ég hef þá persónulegu skoðun á mínu starfi að vinna bara með höndunum. Ég vil eingöngu fá þær upplýsingar þegar ég vinn með líkamann hvað sé að hrjá hann, og meðhöndla það á viðeigandi hátt. Ég hef unnið með fólki í yfir 40 ár og fólk verður að vita það að batinn verður ekki á einni nóttu. Þeir sem leggja stund á náttúrulækningar öðlast reynslu sína á mörgum árum, bæði líkamlega og andlega. Birgitta Jónsdóttir Klasen www. facebok. com/ heilsumiðstöð birgittu Heilsumiðstöð Birgittu Hafnargötu 48a Formaðurinn og oddvitinn. Feðgarnir Óli Þór og Júíus Viggó stigu á stokk og slógu í gegn.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.