Reykjanes - 21.03.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 21.03.2013, Blaðsíða 4
4 21. mars 2013 Ragnheiður Elín Árnadóttir 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Það Þarf aðgerðir núna Að undanförnu hefur verið mjög hart sótt að Sjálfstæð-isflokknum og rætt um að boðaðar skattalækkanir væru ekki raunhæfar. Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki staðið við þær. Flokkurinn væri orðinn öfgaflokkur til hægri og því eðlilegt að miðjumenn í stjórnmálum leituðu til annarra flokka t. d. Fram- sóknarflokksins. Reykjanes leitaði til Ragnheiðar El- ínar Árnadóttur oddvita Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu. Hverju svarar þú þessum áróðri. Það er ekki nýtt að pólitískir and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins reyni að setja ranga merkimiða á flokkinn og reyni að staðsetja hann og skilgreina með öðrum hætti en rétt er. Sjálfstæðis- flokkurinn leggur sem fyrr hina sígildu sjálfstæðisstefnu til grundvallar þar sem leiðarljósið er frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Sjálfsstæðisstefnan á ekkert skylt við öfga, er umburðar- lynd og víðsýn og því vísa ég slíkum málflutningi beint til föðurhúsanna. Hægt að hrinda strax í framkvæmd Í þágu heimilanna var yfirskrift Lands- fundar. Margir hafa reynt að gera lítið úr þessu og segja ekki vera bent á nein- ar raunhæfar leiðir. Er þetta bara allt í plati hjá ykkur? Nei svo sannarlega ekki – þvert á móti og ég hvet þá sem þessu halda fram til að kynna sér tillögurnar bet- ur. Okkar úrlausnir að skuldavanda heimilanna eru ekki bara raunhæfar heldur hafa þær þann kost að þeim er flestum hægt að hrinda strax í fram- kvæmd. Heimilin hafa ekki tíma til þess að bíða eftir niðurstöðum nefnda sem engin veit hverju skila. Það þarf aðgerðir núna. Það vill stundum gleymast að vandi fjölmargra íslenskra heimila er ekki eingöngu skuldavandi, heldur einnig greiðsluvandi, og taka okkar úrlausn- ir mið af þeim veruleika. Þær munu lækka skuldir og auka ráðstöfunartekj- ur, og það sem skiptir ekki minnstu máli, að styrkja stöðu skuldsettra heim- ila gagnvart lánastofnum. Okkar aðgerðir munu gera heimilum kleift að lækka höfuðstól meðalhús- næðisláns um 15 til 20% með raun- hæfum leiðum. Með lækkun skatta og einföldun skattkerfisins munu ráðstöfunartekjur heimilanna aukast jafnframt því sem lækkun tryggingar- gjalds á fyrirtæki mun gera þeim kleift að ráða til sín fólk og greiða hærri laun. Þannig munu aukin umsvif í efnahags- lífinu leiða til aukinna skatttekna rík- issjóðs. Með því að gera fólki með yfirskuld- sett húsnæði tækifæri á því að skila lyklunum fær það ekki aðeins tækifæri til þess að byrja uppá nýtt án gjaldþrots, heldur styrkir það samningsstöðu þessa fólks gagnvart fjármálastofn- unum. Afnám stimpilgjalds mun að sama skapi styrkja stöðu heimilanna gagnvart fjámálastofnunum og auka samkeppni á lánamarkaði. Auk þess muna það auðvelda fólki að skipta yfir í óverðtryggð lán óski það þess, en við munum stefna að því að verðtryggð lán verði í framtíðinni undantekning frekar en regla eins og nú er. Lykillinn að öllum aðgerðum í þágu heimilanna er aukin verðmætasköpun í þjóðfélaginu og rétt forgangsröðun verkefna og fjármuna ríkisins. Sjálf- stæðismenn hafa skilning á því að verð- mætasköpunin á sér ekki stað í vösum landsmanna eins og margir vinstri- menn halda heldur úti í þjóðfélaginu. Þar eru tækifærin–þar er verk að vinna og þá vinnu eiga stjórnvöld ekki að gera erfiðari, eins og núverandi stjórnvöld hafa gert, heldur að auðvelda. Það mun Sjálfstæðisflokkurinn gera. Þjóðarinnar að ákveða Var samþykkt Landsfundar gegn ESB að hætta ætti viðræðum of hörð? Er Sjálfstæðisflokkurinn að segja við ESB- sinna innan flokksins: “Farið þið bara í annan flokk . “ Evrópumálin eru aðeins eitt af fjöl- mörgum viðfangsefnum stjórnmál- anna og að mínu mati fjarri því að vera þau mikilvægustu um þessar mundir. Fjármál heimilanna og uppbygging atvinnulífsins á að vera í forgangi. Engin grundvallarbreyting varð á af- stöðu flokksins til aðildar að Evrópu- sambandinu á landsfundinum–Sjálf- stæðisflokkurinn telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Á landsfundinum var sú afstaða áréttuð og ítrekað að það væri þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort viðræðum skyldi haldið áfram. Við treystum þjóðinni til að taka afstöðu til þess á grundvelli þeirra upplýsingar sem liggja fyrir nú þegar eftir margra ára aðildarviðræður. Verði niðurstaða þeirra kosninga að aðildarviðræðum skuli haldið áfram verður það að sjálf- sögðu gert og þjóðinni á endanum leyft að kjósa um hinn eiginlega samning. Það skortir nefnilega ekki upplýs- ingar – það sem stendur ESB málinu helst fyrir þrifum er skortur á um- boði. Við vöruðum við því á sínum tíma að hafnar yrðu aðildarviðræður við ESB án þess að ákvörðun um að óska eftir aðild væri tekin á grundvelli breiðrar samstöðu í samfélaginu og án þess að skýr samningsmarkmið lægju fyrir. Viðræðurnar eru því í ógöng- um á ábyrgð klofinnar ríkisstjórnar til málsins. Það er að sjálfsögðu pláss fyrir fólk með ólíka afstöðu til þessa máls í Sjálf- stæðisflokknum og ég tel landsfundar- ályktun okkar ekki breyta neinu hvað það varðar. Menn hafa gagnrýnt það að Sjálfstæðisflokkurinn sé að álykta um að loka beri sendiskrifstofu ESB hér á landi og ég get tekið undir þá gagnrýni. Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosningu -Hefur þú trú á að Sjálfstæðisflokkurinn nái til kjósenda með sín stefnumál? Já tvímælalaust. Það er einfald- lega verkefni okkar næstu 40 daga að tryggja að svo verði því hér fara í hönd einhverjar þær mikilvægustu kosningar okkar tíma. Það þarf að skipta um vakt í stjórnarráðinu og breyta forgangs- röðinni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsröðunin verði í þágu heimilanna og atvinnulífsins. Eina tryggingin fyrir því að ekki verði hér áframhaldandi vinstri stjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosn- inginu og verði leiddur til öndvegis. Stefna Sjálfstæðisflokksins er skyn- söm og skýr. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur, eins og ég hef rakið hér að ofan, lagt fram raunhæfar tillögur um hvernig hægt er að styrkja stöðu heimilanna, bæði í gegnum skattkerfið og með því að auka samkeppni á íbúðalánamark- aði. Tillögurnar eru með þeim hætti að staða heimilanna í landinu eflist til muna. Eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálamanna á næsta kjörtímabili verður einnig að hlúa þannig að at- vinnulífinu að það nái að blómstra og dafna. Í því felst meðal annars að koma í framkvæmd raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishafta og nýta tækifæri í orkuauðlindum með ábyrgum hætti til hagsbóta fyrir alla. Sífelldar skatta- breytingar ganga ekki upp og ljóst að ofan af þeim verður að vinda. Það er afar mikilvægt að gefa atvinnulífinu frið til að skapa fleiri en ekki síður fjölbreyttari störf. Bæta hag og kjör eldri borgara Ég hef heyrt í mörgum eldri borgurum, sem eru mjög undrandi á hvernig hin norræna velferðarstjórn hefur hagað sér gagnvart þeim. Við hverju mega eldri borgarar búast, komist Sjálfstæð- isflokkurinn í forystu ríkisstjórnar? Málefni eldri borgara voru í sérstök- um forgrunni á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins og liggja ítarlegar ályktanir fyrir um aðgerðir í þeirra þágu. Brýn- asta verkefnið er að draga nú þegar til baka þær skerðingar sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir lögfesti strax vorið 2009 og áttu einungis að vera til eins árs. Við höfum þegar lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis og er Ólöf Nordal flutningsmaður að því. Um er að ræða fyrsta skrefið í því að rétta hlut ellilífeyrisþega. Við leggjum áherslu á rétt aldraðra, sem allra landsmanna, til þess að njóta bestu fáanlegu heilbrigðisþjón- ustu, óháð efnahag. Landsfundurinn tók undir kröfu kjaramálanefndar Landssambands eldri borgara um að svokallað vasapeningafyrirkomulag verði afnumið og að tafarlaust verði að hækka þær greiðslur sem einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa til ráðstöfunar. Nauðsynlegt er að endurskoða bætur almannatrygginga í heild sinni út frá þeirri grunnforsendu, að um leið og öllum séu tryggðar lágmarkstekjur til lífsviðurværis verði að gæta þess, að ekki sé dregið úr hvatanum til sjálfs- bjargar og möguleikum aldraðra og öryrkja til að bæta kjör sín. Það er frumréttur einstaklingsins sem ekki má ganga gegn. Allt eru þetta breytingar sem vinna að því að bæta kjör og hag eldri borg- ara. Við munum vinna með atvinnulífinu Hverju mun það breyta fyrir íbúa Suðurnesja ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst í forystu ríkisstjórnar eftir kosn- ingarnar 27. apríl n. k. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á þrjú atriði í komandi kosningabar- áttu – aðgerðir í þágu heimilanna, einföldun og lækkun skatta og upp- byggingu atvinnulífsins. Þetta eru for- gangsmál okkar og þetta eru þau mál sem ég veit og finn að brenna mest á Suðurnesjamönnum. Við munum vinna með atvinnulífinu en ekki gegn því, við tökum fagnandi á móti fjár- festingu og erum einsett í því að nýta öll þau fjölmörgu tækifæri sem hér eru til atvinnusköpunar. Við sættum okkur ekki lengur við stöðnun og frost í atvinnumálum, besta dæmið blasir við okkur hér–álverið í Helguvík hefur staðið hálfklárað of lengi og ég vil sjá það fara í gang sem fyrst. Á nýrri vakt á að forgangsraða rétt, bæði verkefnum og fjármunum. Byrj- um á brýnu, áríðandi og aðkallandi verkefnunum í þágu heimilana og fyr- irtækjanna í landinu – og látum annað bíða betri tíma. Það kemur Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum best. Þessa flottu mynd tók Guðmundur magnússon við Gufuskála í Leirunni

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.