Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 10
11. apríl 2013 Aflafréttir góð HandFæraveiði Ansi góð handfæraveiði hefur verið hjá þeim bátum sem hafa stundað þær veiðar. En langmestu fjöldi þeirra hefur verið að landa í Sandgerði. Margir bátanna bæði í Grindavík og Sandgerði náðu fullfermistúrum á færunum og stærsta róðurinn átti Maggi Jóns KE sem er 12 BT bátur en hann kom með 6 tonn að landi á færunum . Af smábátum undir 10 BT þá var Hrappur GK frá Grindavík hæstur handfærabátanna með 21 tonn í 11 róðrum. Líf GK var með 19,5 tn í 11 og 3,6 tonn í stærsta róðri sínum. Brynj- ar KE var með 18 tn í 11 og 3,2 tn í stærsta róðri sínum. Abby GK var með 17 tn í 12 og 2,8 tn í stærsta róðri sín- um. Bót HF sem landaði í Sandgerði var með 16 tn í 13. Alda KE 15 tn í 11. Annars verður marsmánuður seint talin til metmánaða ef miðað er við línubátanna, því veiðar þeirra voru ansi slakar þrátt fyrir nokkuð góða sjósókn. Stormur SH sem er 240 BT stálbátur og stundað balaveiðar frá Sandgerði og grindavík fór t. d í 20 sjóferðir í mars og hafði uppúr því 97 tonn eða 4,9 tonn í róðri að meðaltali sem er ansi slakur afli. Stormur SH réri með 48 bala og 60 bala í róðrum sín- um. Gulltoppur GK var líka á bölum og var með 113 tn í 15 róðrum eða 7,5 tonn í róðri að meðaltali. Hafdís SU sem var að mestu í Sandgerði var með 130 tn í 20 róðrum. Af minni línubátunum þá var Óli á Stað GK hæstur með 92 tn í 16 róðr- um. Reyndar var Fríða Dagmar ÍS frá Bolungarvík hærri með 93 tn í 18 en báturinn var að veiðum hérna við sunnanvert landið og landaði í Sand- gerði og Grindavík. Á eftir Óla kom Hópsnes GK með 79 tn í 15. Daðey GK var með 70 tn í 15. Von GK 66 tní 14. Þórkatla GK 63 tn í 15. Dúddi Gísla GK 56 tn í 13. Gísli Súrsson GK 53 tn í 10. Auður Vésteins GK 53 tn í 10, Dóri GK 46 tn í 15, Pálína Ágústdóttir GK 42 tn í 10, Muggur KE 41 tn í 10, Steini GK 38 tn í 12, Sæborg SU 34 tn í 8 og Maggi Jóns KE 31 tn í 10, og var stærstur hluti þess afla veiddur á handfæri. Ansi góð veiði var í dragnótina og framan af þá leit út fyrir að Suðurnesja- menn myndu eiga aflahæsta dragnóta- bátinn í mars, því Sigurfari GK veiddi vel og var í efsta sætinu framan af. Báturinn endaði sem þriðji aflahæsti báturinn í mars með 318 tn í 17 róðr- um. Örn KE kom næstur með 261 tn í 16 og Siggi Bjarna GK 206 tn í 14. Ansi langt var í næsta bát sem var Farsæll GK með 110 tn í 10. Arnþór GK 107 tn í 10, Benni Sæm GK 98 tn í 8. Grímsnes BA var hæstur netabát- anna héðan með 181 tn í 18 róðrum, mest 21 tn í róðri. Happasæll KE var með 161 tn í 14 og 27 tonn í stærsta róðri sínum. Maron HU var með 150 tn í 18, Keilir SI 111 tn í 16 og Er- ling KE sem hóf ekki veiðar fyrr enn seinnipartinn í mars var með 92 tn í 5. Jóhanna Gísladóttir ÍS var hæst línubátanna annan mánuðinn í röð og voru einungis tveir línubátar sem náðu yfir 400 tonn í mars. Var jóhanna með 517 tn í 4 löndunum og Páll Jónsson GK 451 tn í 5. Rétt er að geta þess að Jóhanna Gísladóttir ÍS landaði öllum aflanum sínum á Þingeyri. Hérna að ofan þá minnist ég á Storm SH. Sá bátur er Sandgerðing- um mjög vel kunnugur því hann var lengi gerður út frá Sandgerði og hét þá Reynir GK 177. Stundaði bátur- inn línu og trollveiðar. Þar var meðal annars Sævar Ólafsson skipstjóri og má segja að hann sé einn fengsæltasti trollskipstjóri hér við land. Sævar er núna annar af tveim skipstjórum á Steinunni SF sem er gerð út af Skinney Þinganes frá Hornafirði. Núna í mars þá mokveiddi Steinunn SF og land- aði alls 760 tonnum í 12 löndunum. Sem dæmi um þvílíka veiði var um að ræða þá fékk báturinn á einungis 7 dögum alls 300 tonn. Á þessum 7 dögum þá var landað fjórum sinn- um og stóð hver túr í tæpar 30 til 36 klukkutstundir og á þeim tíma þá var bátuirnn fullur,75 til 80 tonn. Þessum 300 tonnum var landað í Grindavík. Reyndar hefur það verið venja hjá Sævar að hann hfur yfirleitt landað í Sandgerði á þeim bátum sem hann hefur verið með, enn eitthvað hefur það gengið brösulega að fá Steinunni SF til þess að landa í Sandgerði. Öllum aflanum af bátnum er ekið til Horna- fjarðar til vinnslu þar og 760 tonn eru ansi margir flutningabílar. Gísli R. 10 dagar 10. til 14. apríl í Smáralind og Keflavík Umboðs- og dreifingaraðili Ray Ban á Íslandi www.facebook.com/OpticalStudio 20% afsláttur biskup vísiterar Dagana 2 og 3 apríl sl. hófst svokölluð vísitasía biskups Íslands Sr. Agnesar M. Sig- urðardóttir um Suðurnesin. Útskála- prestakall varð fyrst fyrir valinu. Vísitasía felst í að biskup heim- sækir söfnuði og kynnir sér starfið í sóknunum. Hún kynnti sér ekki síst barnastarfið á stöðunum . Einnig skoðaði biskup ásigkomulag verald- legra eigna kirkjunnar. Hún heimsótti Útskálakirkju, Hvalsneskirkju og Safn- aðarheimilið í Sandgerði þar sem hún prédikaði á þriðjudagskvöldinu. Hún heimsótti aldraða og fór í grunnskólana í bæjarfélögunum ásamt því að kynna sér ný atvinnufyrirtæki. Sr. Agnes var mikill aufúsugestur og var fólk mjög ánægt með heimsókn hennar og nærveru. Silla E. Aflafréttir

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.