Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 2
2 11. apríl 2013 Forvarnir skipta máli Fréttir herma frá embætti lög-reglunnar á suðurnesjum eftir hverja helgi að einhver hafi verið tekinn af lögreglunni fyrir að vera und- ir áhrifum vímuefna. Af orðrómi hefur Reykjanesbær oft haft það orð á sér að vera vandræðabær. En samkvæmt könnunum kemur Reykjanesbær ekk- ert verr út með vímuefnaneyslu ung- linga innan grunnskóla sveitarfélags- ins og Fjölbrautarskóla Suðurnesja en önnur bæjarfélög á landinu. En hvað með þá unglinga sem eru ekki í skóla ? Kannanir sýna að fjöldi ungmenna sem hafa notað kannabis og eru á skrá hjá vinnumálastofnun sé um 51% yngri en 18 ára og 66% 18 ára og eldri. Þetta eru sláandi tölur en bláköld staðreynd. En ekki eru allir atvinnu- lausir á þessum aldri því samkvæmt Hagstofu Íslands eru 1257 skráðir í Fjölbrautarskóla Suðurnesja af 2029 Suðurnesja ungmennum. Einhverjir hafa farið annað í skóla og margir eru í vinnu. Forvarnir eru alltaf mikilvægar en þegar það er kom- ið þannig fyrir unga fólkinu að það er farið að nota vímuefni þá þarf íhlutun. Forvarnir þurfa helst að hafa byrjað snemma og því fyrr því betra. Forvarnir hafa skilað miklum ár- angri á áfengis- og vímuefnaneyslu meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskólanna. Átak var gert í forvarnarmálum hér á Íslandi fyrir um 15 árum og er árangurinn sá að vímu- efnaneyslan er meðal þeirra lægstu í Evrópu. Forvarnarstefna Reykjanes- bæjar miðlar af því sem áratugalangar rannsóknir íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykja- vík hafa sýnt að skili mestum árangri í forvörnum gegn fíkniefnum: 1. Að foreldrar og ungmenni verji sem mestum tíma saman. 2. Að börn og unglingar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðs- starfi. 3. Að ungmenni fresti því sem lengst að hefja neyslu áfengis. Að auki er forvarnarverkefni Lundar í Reykjanesbæ sem hefur farið með erindi í suma grunnskóla á svæðinu og fjölbrautarskóla Suðurnesja. Einnig er hjá Lundi ráðgjafi frá SÁÁ einu sinni í viku með stuðningshóp fyrir þá sem eru hættir að nota vímugjafa einnig er fræðsla og stuðningshópur fyrir for- eldra og aðra aðstandendur. Fræðsla eykur þekkingu okkar og minnkar for- dóma okkar í garð annarra. Fræðsla um það hvernig er að vera aðstandandi og hvað sé hægt að gera í málefnum þeirra sem nota vímugjafa getur oft bjargað heimili frá sundrungu og óviðráðan- legum félagslegum vandamálum. Neysla unglinga á löglegum og ólöglegum vímugjöfum er alvarlegt og viðvarandi vandamál sem þarfnast stöðugrar athygli almennings. Af neysl- unni vaxa oft óviðráðanleg persónuleg og félagsleg vandamál sem skaða heilsu þeirra sem neyta vímuefna og heilsu allra aðstandenda. Forvarnir eru eins og fram hefur komið mikilvægur hlekkur í samfé- laginu. Allar rannsóknir íslenskra fræði- manna sýna að mikilvægt sé að börn og unglingar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Eftir að hafa skoðað ýmis tómstundafélög í Reykjanesbæ, félagsmiðstöðina Fjör- heima og 88 húsið er sorglegt hve fáir stunda það sem boðið er upp á. For- eldrar þurfa að hvetja börn og unglinga til að taka þátt og skoða hvað er í boði, því mjög margt er í boði. Eins þarf Reykjanesbær að hvetja börn og ung- menni til að taka þátt til dæmis með því að taka upp svokallaðar Hvatagreiðslur aftur. Ungmenni framtíðarinnar skipta máli, forvarnir skipta máli og samfé- lagið skiptir máli. Forvarnir eru miklu ódýrari kostur en að missa ungmenni í neyslu vímugjafa. Við gætum bjargað lífi. Hrafnhildur Gunnarsdóttir Nemi í tómstunda- og félags- málafræði í Háskóla Íslands. Korteri fyrir þinglok spilaði Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráðherra út flottum spilum til Norðlendinga. Alls konar fyrirgreiðsla á kostnað ríkissjóðs varð staðreynd til að liðka fyrir framkvæmdum á Bakka við Húsavík. Þar hafa íbúar barist fyrir atvinnuuppbyggingu í langan tíma án árangurs, en nú birtir allt í einu til í þeim efnum. Við hljótum að samgleðjast með þeim. Auðvitað hugsuðu Suðurnesjamenn, þetta er flott. Jafnræðis verður gætt og ríkið mun nú spila út flottum spilum til uppbyggingar í Helguvík. Til að liðka fyrir framkvæmdum á Bakka var samþykkt að ríkið kostaði lóða- framkvæmdir, gatnaframkvæmdir, hafnaframkvæmdir, þjálfunarstyrkir vegna starfsmanna og alls konar skattaívilnanir. Hér er um að ræða mörg hundruð milljónir úr ríkissjóði. Það mun skila sér til baka eru rökin. Sömu rök hljóta að gilda um stuðning við uppbyggingu í Helguvík. En hvað? Engin spil til Suðurnesja. Ekki einn einasti stuðningur við upp- byggingu hér. Allt kjörtímabilið höfum við beðið eftir að það rofaði til. Suðurnesjamenn hafa beðið eftir að atvinnuupbbygging hæfist og til yrðu mörg vel launuð störf. Hvernig getur þingmaður og einn af forystumönnum Samfylkingarinnar, Oddný G. Harðardóttir, staðið frammi fyrir kjósendum hér á Suðurnesjum og leitað eftir stuðningi eftir það sem á undan er gengið. Þrátt fyrir ýmis falleg orð um uppbyggingu hefur Samfylkingin ekki staðið við neitt af stóru orðunum. Það er eðlilegt að fylgi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hafi gjörsamlega hrunið. Þetta kjörtímabil hefur annar af forystmönnum Bjartrar framtíðar Róbert Marshall, verið þingmaður Suðurnesja. Lítið hefur farið fyrir hans stuðningi við atvinnuuppbyggingu hér. Það er lítil von um breytingu komist Björt framtíð í ríkisstjórn. Ekki þarf að búast við stuðningi Vinstri grænna við uppbyggingu álvers í Helguvík. Kosningarnar þann 27. apríl n. k. skipta miklu máli fyrir íbúa Suðurnesja. Kosningarnar snúast um það hvort hér mun áfram ríkja stöðnun undir merkj- um vinstri flokkanna eða hvort nýtt framfaraskeið hefst á nýju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt höfuð áherslu á það í sinni kosningabaráttu að efla þurfi atvinnulífið. Með því að til verði mörg hundruð vel launuð störf bætum við hag fjölskyldnanna best. Um leið bætum við haga sveitarfélaganna og ríkisins. Fái Sjálfstæðisflokkurinn lélega útkomu úr kosningunum laugardaginn 27. apríl n. k. er næsta víst að vinstri stjórn mun áfram verða við völd í landinu. Suðurnesjamenn vita hvað það þýðir. Stöðnun og áframhaldandi atvinnuleysi. Viljum við það? leiðari Stöðnun eða framkvæmdir á næsta kjörtímabili Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 7. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? Vogar Flott FréttabréF Minja og sögufélag Vatns-leysustrandar hefur gefið ít flott og veglegt fréttabréf. Hægt er að lesa fréttabréfið á heimasíðu sveitarfélagsins. www. vogar.is garðvangur áFram Á fundi bæjarráðs Garðs 14. mars s. l. var fjallað um hjúkrunarheimil og gerð grein fyrir samkomulagi sem náðst hefur. Sótt verður um 20 hjúkr- unarrými til viðbótar á Nesvöllum og Garðvangur verður starfræktur áfram. Bæjarstjóri kynnti fyrirliggjandi drög að samkomulagi milli sveitarfé- laganna Garðs, Reykjanesbæjar, Sand- gerðisbæjar og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu hjúkrunarheimila á starfssvæði Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum og gerði grein fyrir viðræðum bæjarstjóra sveitarfélag- anna um málið. Í drögum að samkomulaginu koma m. a. fram eftirfarandi áherslur í ná- inni framtíð: Unnið verði að því að fjölga hjúkrunarrýmum á starfssvæði DS þannig að aldraðir sem þurfa á hjúkr- unarheimili að halda fái notið þeirrar þjónustu sem þeir þarfnast. Sveitar- félögin standi sameiginlega að er- indi til Velferðarráðuneytisins um 20 hjúkrunarrými til viðbótar þeim 60 sem heimiluð hafa verið á Nesvöllum, enda þjóni Nesvellir íbúum svæð- isins alls. Garðvangur verði rekinn áfram sem 20 rýma hjúkrunarheimili. Staðið verði sameiginlega að umsókn um fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra til endurbóta á Garðvangi. Hlévangur verði seldur og söluand- virðið lagt í endurbætur á Garð- vangi. Samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja verði horft til þess að í samræmi við stækkandi samfélög verði í framtíðinni hjúkrunarrými í öllum bæjarfélögunum. Bæjarstjórar sveitarfélaganna sem standa að DS komi að samningum við væntanlega rekstraraðila hjúkr- unarheimilanna að Garðvangi og Nesvöllum. Bæjarráð samþykkir samhljóða efni samkomulagsins og leggur jafnframt áherslu á að samkomu- lagið verði lagt fyrir bæjarstjórnir sveitarfélaganna til staðfestingar. Samþykkt samhljóða að fela bæjar- stjóra umboð til að fylgja málinu eftir og ganga frá samkomulaginu, sem verði síðan lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn. næsta blað Reykjanes kemur næst út miðviku-daginn 24. apríl. sumarið nálgast Um páskana mátti sjá að sum-arið er í nánd. Garðskagi heillar og nokkrir voru þar mættir á húsbílum sínum. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.