Reykjanes - 16.05.2013, Page 2

Reykjanes - 16.05.2013, Page 2
2 16. maí 2013 Alþingiskosningarnar þann 27. apríl s. l. marka mikil tímamót í sögu Suðurnesja. Sjö þingmenn náðu kjöri, sem búsettir eru hér á Suðurnesjum. Á valdatíma ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. gerðist lítið í atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu eins og lesendur vita svo mætavel. Þótt þingmenn séu að sjálfsögðu kosnir til að gæta hagsmuna landsins alls skiptir það miklu máli að þeir þekki vel til staðhátta hér. Það hlýtur því að vera fagnaðarefni fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum að svo stór sveit skuli nú setjast á Alþingi. Við hljótum að gera þá kröfu til þingmannanna hvar í flokki sem þeir standa að þau vinni saman að hagsmunum svæðisins. Það skiptir öllu að nú verði unnið hörðum höndum að byggja upp atvinnulífið og að atvinnuleysi heyri sögunni til. Nýlega var birt athyglisverð könnun sem sýnir svart á hvítu að stór hópur fólks hér er með tekjur undir 250 þús. krónum á mánuði. Það hefur komið skýrt fram hjá Árna Sigfússyni, bæjarstjóra, að með tilkomu álversins í Helguvík verði laun starfsmanna frá 500 þúsund krónum. Það skiptir því öllu að álverið komist í gang. Ný vinnubrögð framundan. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verðurmikil endurnýjun á Alþingi. Það gerðist einnig í kosningunum árið 2009. Mikið af ungu fólki kemur til með að sitja á þingi. Það eru bundnar vonir við að framundan séu önnur vinnu- brögð en verið hafa síðustu áratugina. Allur almenningur er orðinn þreyttur á vinnubrögðum og ásýnd Alþingis. Traust á Alþingi er nánast ekkert því miður. Þannig á það ekki að vera. Þingmenn eiga að geta unnið saman að málefnum þótt þeir komi úr ólíkum stjórnmálaflokkum. Að sjálfsögðu er eðlilegt að tekist sé á um málefni, en það hlýtur að vera hægt án þess að meirihlutinn sýni valdníðslu eða að minnihlutinn haldi uppiendalausu málþófi. Þjóðin treystir því að nú séu framundan betri vinnubrögð. Þá mun traust á Alþingi aukast. Samfylkingarhrun. Þjóðin fékk að kynnast vinnubrögðum hinnar tæru Vinstri stjórnar s. l. fjögur ár. Það sýndi sig í Alþingiskosningum að þjóðin var búin að fá yfir sig nóg af vinstri mennskunni. Tap vinstri stjórnarinnar var algjört. Samfylkingin setti Íslandsmet í atkvæðatapi og spurning hvort það er ekki einnig Evrópumet. Samfylkingin er því hrunflokkur Íslands. Af öllum lélegum kosningaúrslitum á landsvísu er útkoma Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verst. Flokkurinn rétt skríður yfir 10% fylgi og missir tvo þingmenn frá kosningunum 2009. Þessi úrslit hljóta að teljast verulegt áfall fyrir forystumann Samfylkingar hér, Oddnýju G. Harðardóttur. Hún hefur gegnt embætti ráðherra og er formaður þingflokks Samfylkingar. Þá er einnig hægt að líta til þess að framboðslisti Oddnýjar í síðustu sveitarstjórnarkosningum tapaði einnig tveimur fulltrúum í Garðinum. Kjósendur í Suðurkjördæmi hafa sent skýr skilaboð að þeir hafi engan áhuga fyrir Samfylkingunni, hvorki í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Oddný G. Harðardóttir fór hratt upp metorðalistann innan Samfylkingarinnar en það lítur út fyrir að sama hraðferðin geti orðið niður listann. leiðari Sjö Suðurnesjamenn taka sæti á Alþingi Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 9. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? Næsta blað Reykjanes kemur næst út fimmtu-daginn 30. maí n. k. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is Ályktun frá Landsfundi Landssambands eldri borgara(LEB) haldinn í Hafnafirði 7. - 8. mai 2013: laNdsfuNdur leb ályktar eftirfar- aNdi um kjaramál eldri borGara Kjaramálahópur á landsfundi LEB samþykkir að hækka þurfi skattleysismörk veru- lega enda sé það besta kjarabótin fyrir eldri borgara. Einnig samþykkti hópurinn að at- vinnutekur 67 ára og eldri skuli ekki skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Kjaramálnefnd LEB og stjórn Landssambandsins hefur marg ítrekað fjallað um niðurskurð á kjörum aldr- aðra frá miðju ári 2009 þegar bætur voru skertar. Sá mikli niðurskurður hefur haft áhrif á kjör þúsunda eldri borgara á undanförnum árum. Á sama tíma hefur verðlag hækkað og verð- bólga verið óvenju mikil. Alvarlegar afleiðingar hrunsins bitna mjög á eldri borgurum. Um það hefur verið fjallað af opinberum aðilum en enn sitja eldri borgarar eftir í að fá það bætt. Því er skorað á nýkjörna þingmenn að virða réttarstöðu aldraðra en um 36.000 manns eru á aldrinum yfir 67 ára og hafa enga lögvarða samnings- stöðu um kjör sín og réttindi. Hvatt er til samráðs ríkis og sveitafelaga við eldri borgara um kjör aldraðra. Jafnframt skorar fundurinn á verðandi ríksistjórn að taka til við að innleiða nýtt frumvarp um almanna- tryggingar sem ríkti mikil sátt um eftir kynningar undirbúningshóps- ins. Mikilvægt er að taka tillit til að í frumvarpinu er gert ráð fyrir gildis- töku um s.l. áramót þannig að fjögurra ára innleiðing getur aðeins tekið þrjú ár. Það er að segja að hækkanir sem áttu fram að ganga á þessu ári með samþykkt nýrra laga um almanna- tryggingar ber að bæta og leiðrétta gagnvart öldruðum LEB krefst þess að kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 verði strax afturkölluð það er réttlætismál. Kjaraskerðingin nemur í júli á þessu ári rúmlega 17milljörðum. Vanefndir við að leiðrétta kjör eldri borgara í samræmi við launaþróun brýtur í bága við lög. Í lögum um almannatryggingar eru ákvæði þess efnis að við hækkun lífeyris skuli tekið mið af hækkun launa og verðlags. Skuli lífeyrir aldrei hækka minna en vísi- tla neysluverð en því hefur ekki verið framfylgt undanfarin ár. Fundurinn lýsir einnig yfir mikilli óánægju með hækkanir um s.l. ára- mót á þjónustugjöldum til lækna, sjúkraþjálfara, og nú lyfjakostnaðarog fjölda annara hækkanna sem fólk þarf að mæta án nokkurra leiðréttinga á greiðslum til að mæta þessum kosnaði. Landsfundur LEB krefs þess að virð- isaukaskattur af lyfjum verði lækkaður úr hæsta þrepi sem er 25,5 % í lægsta þrep sem er 7% Þessi breyting yrði stórlækkun á lyf- jum fyrir eldri borgra landsins sem eru sennilega fjölmennasti kaupandi lyfja hér á landi. Það væri mikil kjarabót. Aðalfundur LEB óskar eftir að ný stefna verði tekin upp við álagningu fasteignagjalda af húsnæði er menn eiga og búa í. Óskað verði lagaheimild- ar fyrir sveitafélögin til þess að þau hafi heimild til að afnema fasteignagjöld af húsnæði eldri borgara .léttur föstudaGur Á morgun 17.maí verður Léttur föstudagur á Nesvöllum,sem hefst kl.14:00. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson,sóknarprestur, mætir og heldur smá hugvekju. Einnig ætlar Sig- urður Grétar að taka með sér gítarinn. Kaffihúsið opið. Allir velkomnir. barátta til betri kjara Á síðustu árum hafa eldri borgara orðið fyrir miklum kjaraskerðingum. í kosningabaráttunni á dögunum lofuðu allir stjórnmálaflokkar að eldri borgurum yrði bættur skaðinn. Forystufólk Félags eldri borgara á Suðurnesjum tók þátt í kröfugöngunni 1.maí s.l. fækkar oG fjölGar Í Garði,Sandgerði og Vogum hefur íbúum fækkað frá 1.janúar 2012 til 1.janúar 2013. Í Grindavík og Reykjanesbæ hefur íbúum fjölgað á sama tímabili. 1. jan 2012 1. jan 2013 Garður 1477 1429 Sandgerði 1672 1581 Vogar 1126 1105 Grindavík 2830 2860 Reykjanesbær 14.137 14.231

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.