Reykjanes - 16.05.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 16.05.2013, Blaðsíða 4
4 16. maí 2013 Kjörís fjölskyldufyrirtæki frá uppHafi Kjörís hóf starfsemi 31. mars 1969 í Hveragerði. Stofnend-ur fyrirtækisins voru Gylfi og Bragi Hinrikssynir ásamt Hafsteini, Guðmundi og Sigfúsi Kristinssonum. Frumkvöðlar að stofnun Kjöríss voru Hafsteinn, mjólkurtæknifræðingur, og Gylfi, véltæknifræðingur. Hafsteinn hafði starfað hjá Búnaðarsambandi Ís- lands og Osta og smjörsölunni áður en hann stofnaði Ostagerðina hf í Hvera- gerði 1966 sem hann rak í 2 ár. Gylfi rak heildsölu í Reykjavík, G. Hinriksson hf. , ásamt því að hafa komið að rekstri Rjómaísgerðarinnar í upphafi sem var fyrsta ísgerð landsins. Fjölbreytni Framleiðslutegundir Kjörís voru í upp- hafi núgga, súkkulaði og vanillu pakkaís ásamt frostpinnum en fljótlega bættust við vörur eins og íspinnar, toppar, bolta- ís og ístertur. Í dag er Kjörís í samstarfi við aðra aðila, framleiðir ís fyrir önnur fyrirtæki auk þess að vera með um- fangsmikinn innflutning á nokkrum af vinsælustu ís- og klakategundum í heimi. Kjörís flytur inn ís frá Frisko í Danmörku sem framleiða t. d. Magnum ísinn sívinsæla. Kjörís flytur einnig inn hinn gríðarlega vinsæla Ben & Jerrys ís með skemmtilegu nöfnunum. Það má segja að Íslendingar séu mikil ísþjóð því ís hefur ávallt notið vinsælda allt árið um kring á Íslandi. Kjörís hefur lengi boðið upp á ís sem inniheldur aðeins tæplega 6% fitu. Kjörís kemur til móts við neytendur sína og er engin furða að Kjörísinn hafi verið í uppáhaldi hjá þjóðinni til margra ára. Vöxtur Vinsældirnar hafa sýnt sig í því að fyr- irtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess, starfsemin byrjaði í 250 m2 húsnæði í Hveragerði en níu sinn- um hefur verið byggt við upprunalega byggingu. Nú er svo komið að fyrirtæk- ið er starfrækt í um 5000 m2 húsnæði, þremur húsum í Hveragerði ásamt dreifingaraðstöðu á Akureyri. Starfs- mannafjöldi var í upphafi 7 en nú starfa um 50 manns hjá Kjörís. Kjörís var í upphafi fjölskyldufyrir- tæki og nú rúmum fjörutíu árum síðar er það enn svo. Fyrirtækið kemur ekki aðeins til móts við viðskiptavini sína heldur hefur það jafnframt haldið tryggð við heimabæ sinn, Hveragerði. Þar hef- ur fyrirtækið stækkað og blómstrað og er nú veigamikill hluti af atvinnulífi bæjarins. Um fimmtíu manns hafa lífsviðurværi sitt af Kjörís sem dreifir og selur afurðir sínar til allra landshluta en fyrirtækið hefur yfir tíu frystibílum að ráða og rekur þar með eina öflugustu frystivörudreifingu landsins. Gæðavara Frá upphafi hafa stjórnendur vitað að ef boðið er upp á gæðavöru, góða þjónustu og vöru á réttu verði, þá fjölgar ánægð- um viðskiptavinum Kjöríss. Til þess að uppfylla áðurnefndar þarfir, þarf til þess samviskusama, duglega og ekki síst ánægða starfsmenn. Með þeirra hjálp og tryggra neytenda er Kjörís leiðandi fyrirtæki í sinni grein í dag á Íslandi. Kjörís í Hveragerði: dökkur súkkulaðiís slær í GeGN Allir kannast við Kjörís. Öllum finnst gott að fá sér ís af og til, hvort sem er í brauði eða dollu. Nú svo er auðvitað gott að eiga ís í frystin- um, hvort sem við erum að tala um í pökkum, dollum eða pinnaís. Fyrir stuttu heimnsótti Reykjanes Kjörís í Hveragerði. Á móti okkur tók Vadimar Hafsteinsson fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum fyrirtækisins. Valdimar sgaði að Kjör- ís hefði verið stofnað árið 1969 og væri því 44 ára fyrirtæki. Kjörís hefur alla tíð verið í eigu sömu fjöldyldunn- ar. Valdimar sagði reksturinn hafa gengið vel og það væri hægur stíg- andi í sölunni. Við erum með 300 vörunúmer, 150 tegundir af ís sagði Valdimar. Kjörís er dreift um allt land héðan úr Hveragerði en við erum með söluaðstöðu á Akureyri. Vanillu mjúkís í dollum heldur alltaf sínum sessi sem vinsælasta söluvaran. Nýkominn er á markl- aðinn dökkur súkkulaði ís í dollum sem hefur svo sannarlega slegið í gegn segir Valdimar. Nú svo eru krakkarnir alltaf jafn hrifin af Græna hlunknum. Hjá Kjörís vinna á bilinbu 50-70 manns, svo þetta er verulega stór vinnustaður í Hveragerði. S. J. Gerðaskóli: GræNfáNiNN í þriðja siNN Á Uppstignardag í síðustu viku var Vorhátíð Gerðaskóla í Garði haldin. Í sal skólans fór fram hátíðleg athöf þegar Gerðaskóli fékk Gænfánann í þriðja sinn. (Fyrst árið 2008). Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Græn- fánanum næstu tvö ár en sú viður- kenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangurs- ríka fræðslu og umhverfisstefnu í skól- um. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nem- enda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í um- hverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Kristjana Kjartansdóttir, kennari, stjórnaði athöfninni. Umhverfisráð skólans tók á móti fánanum. Það var svo Magnús Stefánsson bæjarstjóri, sem dró upp Grænafánann. Valdimar Hafsteinsson.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.