Reykjanes - 16.05.2013, Page 8

Reykjanes - 16.05.2013, Page 8
8 16. maí 2013 Ásmundur Friðriksson þingmaður: éG muN leGGja miG fram um að ViNNa að HaGsmuNum kjördæmisiNs af öllu afli oG éG Gefst aldrei upp Einn af nýju þingmönnunum á Alþingi er Ásmundur Friðriks-son, sem skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins hér í kjör- dæminu. Sjálfstæðisflokkurinn náði 4 þingmönnum hér í kjördæminu og eru þrír þeirra af Suðurnesjum. Miðað við fylgi flokksins á landsvísu er niðurstaða kosninganna hér vel viðunandi. Reykjanes ætlar að heyra aðeins í nýjum þingmönnum héðan af svæðinu og við byrjum á því að heyra hljóðið í Ásmundi þingmanni. -Heill og sæll Ásmundur og bestu ham- ingjuóskir með þingsætið. Hvernig líst þér á nýja vinnustaðinn og öll formlegheitin sem fylgja starfinu? Það er tilhlökkun að fá að takast á við nýtt starf á þessum vettvangi. Vinnustaðurinn er sá virðulegasti í landinu og mikilvægt að við treystum þá ímynd í verki. Umgjörðin, klæðnað- ur þingmanna og fas er hluti af eflingu virðingar í þinginu. Ég mun leggja til að þingmenn klæðist jakkafötum, skyrtu og bindi, það verði regla eins og var. Formfesta, gamlir siðir og dyggðir eru mikilvægustu atriðin sem við eigum að halda í. Þá er ekki nóg að þingið bæti ráð sitt, þjóðin verður að taka þátt í endurreisn góðra samskipta og með bættu hugarfari og framkomu mun þjóðin og þingið ganga í takt að betra samfélagi. Við erum öll sammála um það. -Niðurstaða kosninganna er sjö þing- menn frá Suðurnesjum. Aldrei verið önnur eins útkoma. Hvernig metur þú þessa stöðu. Geta þingmenn unnið saman að hagsmunum Suðurnesja þrátt fyrir misjafnar pólitískar skoðanir? Ég er ekki í vafa um að við get- um unnið saman. Margir af mínum bestu samstarfsmönnum hafa verið á öndverðu meiði við mig í pólitískum skoðunum. Hérna komum við aftur að virðingunni. Við erum kosin til að vinna að hagsmunum þjóðarinnar og að sjálfsögðu erum við þingmenn Suðurkjördæmis sem þarf á öflugum og samtaka þingmannahópi til að ná fram mörgum góðum málum. Þegar að því kemur að vinna að verkefnum í kjördæminu getum við öll lagst á árarn- ar og tekið áralagið í takt. Þó okkur greini á um leiðir er markmið okkar allra að vinna að hagsmunum fólksins, atvinnulífsins og bættum lífskjörum. Ef við höfum viljann til þess mun sam- starfið ganga vel. Ég mun leggja mig fram um það. -Segðu mér Ásmundur. Hvaðan kemur þessi stjórnmálaáhugi þinn? Ég byrjaði í Eyverjum, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Eyjum 1975 og tók virkan þátt í félagsstarfinu. Varð fljótlega formaður félagsins m. a. í kosningunum 1982 þegar við feng- um 6 af 9 bæjarfulltrúum. Við vorum kappsamir ungir menn og mig minnir að við höfum haldið 52 stjórnarfundi frá áramótum fram að kosningum það ár. Helsta kosningabomban í þeim kosningum var að við sendum öllum Eyjamönnum lítið sápustykki með þeim skilaboðum að nú væri tími til kominn að þvo af sér vinstri villuna í bæjarstjórn. Það tókst. Ég var einnig á þessum árum í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna eð mörgu góðu fólki sem ég starfa enn með í dag eins og Geir H. Haarde, Vilhjálmi Egilssyni, Árna Sigfússyni, Óla Birni Kárasyni og fleira góðu fólki. Það var góður skóli. Ég hef alla tíð verið sjálfstæðismaður af gamla skólanum og lítið fyrir öfgar í hvaða átt sem þær beinast. -Ég sá í einhverju viðtali við þig að þú segist ætla að setja þín fingraför á þingmennskuna. Ertu að boða kjör- dæmapot? Ég hef í störfum mínum leitast við að vinna með fólkinu og samfélaginu. Það er eins og með vatnið, ég finn mér léttustu leiðina að hverjum og einum. . En til þess þarf samstarf við fleiri og þess vegna legg ég ríka áherslu á sam- starfsviljann. Ég verð og er sjáanlegur og í sambandi við fólkið eins og áður, er orðinn vinnusamur þingmaður sem fólk er þegar byrjað að hafa samband við. Ég kann því afar vel. Ef það er að vera kjördæmapotari þá er ég það. Nú hefur traust á Alþingi farið mjög minnkandi á síðustu árum, sem hlýtur að teljast slæmt. Hvernig sérðu fyrir þér að hægt sé að vinna traustið upp að nýju? Ég að hluta til svaraði spurningunni hér á undan en því til viðbótar tel ég mikilvægast að við förum varlega í langa loforðalista. Það hafa verið mín skilaboð í undirbúningi prófkjörs og kosninga. Þess vegna er best að lofa fáu í upphafi en bæta við loforðalistann þegar við förum að efna og standa við loforðin sem gefin voru. Það þarf líka ferskleika og jákvæðni í samskiptum við fólkið í landinu. Það er gaman að vera Íslendingur og við eigum svo mik- ið af tækifærum. Þess vegna sóttist ég eftir því að fara á þennan vettvang og fá að vera þátttakandi í því að leiða þjóðina inn í tíma framfara og bættra lífkjara. Ef við förum þessa vegferð saman, stétt með stétt þar sem þarfir og vonir fólksins fara saman með öflugu atvinnulífi þá fer vel og við öll eignast sjálfstraustið að nýju og virðingin eykst í samfélaginu. Virðing okkar fyrir hvort öðru og ekki síst þjóðþinginu. Þetta er samstarfsverkefni okkar allra. -Í gegnum tíðina hefur Sjálfstæðisflokk- urinn nánast alltaf verið með yfir 30% fylgi. Nú náðist það takmark ekki. Er það liðin tíð að flokkurinn geti reiknað með slíku fylgi? Ég held að þær skoðanir sem ég og fleiri sjálfstæðismenn af gamla skól- anum trúum á eigi samleið með meira en 40% þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn eru í öllum flokkum og við þurfum þá heim. Við eigum að horfa í eigin barm og spyrja okkur sjálf, hvað get ég gert í því. Hvað get ég gert til að fá fleiri til að kjósa flokkinn? Það er margt sem ég heyrði og upplifði í kosningabaráttunni sem við sjálfstæðismenn verðum að fylgjast með og passa okkur á að sitja ekki eftir í startblokkunum þegar aðrir hlauparar eru komnir í mark. Unga fólkið í flokknum á að hætta að hugsa um hvar og hvenær það geti keypt brennivín. Það á að bera ábyrgð á því að flokkurinn vinni kapphlaupið um unga fólkið og færa flokkinn nær því. Hugsjónir og markmið flokksins eru ungu fólki að skapi en það vantar að brúa bil með tengingu við þá veröld upplýsinga og tölvutækni sem við hinir erum ekki færir um. Þar liggur ábyrgð ungliðanna í flokknum að vinna kapp- hlaupið um unga fólkið. Ég treysti þeim til árangurs á þeim vettvangi. -Kjördæmið er stórt og það kostar mik- inn tíma og akstur að sinna því. Eins og fram hefur komið eruð þið þrjú af Suðurnesjum. Enginn búsettur í Árnes- sýslu eða Vestmannaeyjum. Hvernig sérðu fyrir þér að sinna öllu kjördæm- inu? Ég er þegar byrjaður á því og hlakka verulega til verkefnisins. Ég er svo heppinn að vinnan mín hverju sinni er áhugamálið mitt og ég er þegar byrj- aður að hitta fólk og leggja drög að heimsóknum, fundum og verkefnum sem ég er byrjaður á og ætla að vinna að. Ég keyrði 30. 000 kílómetra frá því í nóvember fram að kosningum og ég er rétt að byrja. Ég skemmti mér konung- lega og er þakklátur öllu því góða fólki sem tók á móti mér og sagði mér frá því hvað það væri að gera. Ég sagði frá því á Kiwanisfundi fyrir skömmu hvað ég hafi upplifað skemmtilegar heimsóknir í kjördæminu og ég fann hvað við erum ríkt land af mannauð og tækifærum. Flest tækifæri framtíðarinnar liggja á landsbyggðinni og þau eru öll í okkar kjördæmi, í sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjónustu, ylrækt, nýsköpun og uppbyggingu byggða á endurnýtan- legri orku. Ég vil leggja hönd á plóg að nýta þau tækifæri sem bjóðast og sinna þeim verkefnum sem fólkið felur mér sama hvar í kjördæminu það er, hvenær sem er. -Ég hef tekið eftir því að málefni öryrkja og eldri borgara eru þér hugleikin. Hef- ur þú trú á að hægt verði að bæta kjör þessara hópa? Það væri til lítils að hafa áhuga á málefnum fatlaðra og aldraða ef ég teldi ekki að hægt væri að bæta kjör þeirra. Fatlaðir og aldraðir eiga ekki margar leiðir til að bæta kjör sín eins og við „ófatlaða fólkið“. Við verðum að endurskoða tekjutengingar þessara hópa og mikilvægast er að auka virkni þeirra sem geta tekið þátt í atvinnulíf- inu á hefðbundnum vinnustöðum. Ég mun leggja mitt á vogarskálina til að þetta verði að veruleika. Þátttaka í uppbyggingu Íslands er á ábyrgð okkar allra. Þar er engin undan- skilin, fatlaður eða ófatlaður. Vannýttur Göngutúr árið 1969.

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.