Reykjanes - 16.05.2013, Qupperneq 9

Reykjanes - 16.05.2013, Qupperneq 9
916. maí 2013 auður er ekki síst falinn í fólki sem í dag fær ekki tækifæri til að vera virkt í dag- legum störfum. Veitum fólki aðstoð til að vera virkir þátttakendur og þannig tryggjum við lífsgæði þeirra og það mikilvægasta í lífinu, mannréttindi. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er fatlaður, ófatlaður eða atvinnulaus. -Einu sinni voru Sjálfstæðismenn með kjörorðið Báknið burt. Erum við ekki með allt of stórt bákn hjá ríkinu. Það hlýtur að þurfa að taka kerfið í gegn og leggja áherslu á atvinnuuppbygginu sem skapa þjóðarbúinu verðmæti. Sammála? Mikilvægast af öllu er að er að auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Það er eina leiðin til að bæta lífskjörin, með því að lækka skuldir og auka hér hag- vöxt svo raunveruleg inneign verði fyrir bættum lífkjörum. Við sjálfstæðismenn höfum lagt fram trúverðuga stefnu í atvinnumálum sem mun tryggja hag- vöxt og bætt lífskjör í landinu á næstu árum nái sú stefna fram. Báknið er verkefni sem þarf að fara yfir og skoða. Við sjálfstæðismenn höf- um rætt þetta í áratugi. Alveg frá því að ég var í stjórn SUS í gamla daga. Án þess að taka upp hanskann fyrir hið opinbera þá eru kröfur á ríki og sveitar- félög sífellt að aukast og það kallar á mannafla. Við eigum að skoða leiðir til að minnka kerfið, gera það skilvirkara og aukinn kostnaður við það komi þá fram í bættri þjónustu. Reykjanes þakkar Ásmundi kærlega fyrir spjallið og óskar honum góðs gengis á Alþingi. S. J. NúNa stjórNar kVótiNN öllu Lokadagur vetrarvertíðarinn-ar var þann 11. maí. Hérna á árum áður þá var þessi dagur ansi hátt skrifaður hjá mörgum sjó- mönnum, enda var þá oft á tíðum mikið kapp um hver væri hæstur í þeirri höfn sem báturinn var gerður út frá. Í dag er þetta allt annað. Núna stjórnar kvótinn öllu og kappinn í dag snýst frekar um að koma með sem mest aflaverðmæti. Þó er þessi stemming um að fiska meira enn báturinn við hliðina á ennþá við lýði. Þegar ein vertíð klárast þá tekur önnur við og núna í maí þá hófust strandveiðarnar, og eru bátar í þeim flokki gerðir út aðalega frá tveim höfnum, Grindavík og Sandgerði. Sandgerði er þó mun stærri hand- færabær en Grindavík og reyndar er Sandgerði með stærstu hand- færahöfnum landsins. Í Grindavík hafa alls 27 hand- færabátar landað samtals 51 tonni núna þegar pistillinn er skrifaður. Ef nokkrir bátar eru skoðaðir og þá óháð því hvort séu strandveiði bátar eða ekki þá er t. d Sæfari GK 89 með 3,5 tn í 4, Jói Brands GK 3 tn í 4, Hrappur GK 2,8 tn í 4, Garri GK 3,5 tn í 3 og Bára HF 2,5 tn í 4. Í Sandgerði þá hafa alls 63 hand- færabátar landað 101 tonni. Er þetta gríðalegur fjöldi handfærabáta. Ef skoðaðir eru nokkrir bátar og skiptir þá ekki hvort þeir séu strandveiði- bátar eða ekki, þá er t. d Abby GK með 4,5 tn í 5, Alda KE 4,6 tn í 5, Daðey GK 6,7 tn í 2. Dóri í Vörum GK 2,1 tn í 4, Eyjólfur Ólafsson HU 4,2 tn í 3, Fagravík GK 2,3 tn í 4. Hafdís GK 3,6 tn í 4, Jói á Seli GK 3,1 tn í 4, Ragnar Alfreðs GK 2,8 tn í 3. Sella GK 1,9 tn í 3, Sigrún GK 2,1 tn í 5, Sæborg SU 6,8 tn í 2 og þar af 4,6 tonn í einni löndun. Nesfiskur hóf starfsemi á Hvammstanga í rækjuverksmiðju sem Nesfiskur keypti. Til þess þá hefur fyrirtækið sent til veiða togar- anna Sóley Sigurjóns GK og Berg- línu GK. Núna hafa tveir aðrir bátar bæst við þennan rækjuhóp og eru það Benni Sæm GK og Sigurfari GK. Báðir þessir bátar eru að fara til rækjuveiða í fyrsta skipti. Benni Sæm GK landaði í Sandgerði 3,8 tonnum í einni löndun og Sigurfari GK landaði þar einnig 9,8 tonnum í 2 löndunum. Er ansi langt síðan að rækju var landað í Sandgerði. Má jafnvel segja að rækju hafi ekki verið landað í Sandgerði síðan að veið- ar á Eldeyjarrækju voru stundaðar árið 1997 enn hafa síðan verið alfarið bannaðar síðan árið 2001. Í þónokkuð mörg ár þá var rækjuverksmiðja í Sandgerði sem hét Rækjuverksmiðja Óskars Árn- assonar í Landakoti, og þar var meðal annars pistlahöfundur að vinna í vertíðir. Síðan að Eldeyjar- rækjuveiðarnar voru stöðvaðar þá hefur enginn rækjuvinnsla verið í Sandgerði. Sömuleiðis þá var Saltver í Njarð- vík með rækjuvinnslu og var hún meðal annars að vinna Eldeyjar- rækju. Eftir að veiðarnar hrundu þar þá var nú samt sem áður rækju- vinnsla af og til eftir það og var þá unnin t. d rækja af báti Saltvers sem þá hét Erling KE. Núverandi Erling KE er enginn togbátur í dag enn búið er að breyta honum alfarið í netabát og eftir hrygningarstoppið þá var Erling KE einn þriggja stórra báta sem hafa verið á netaveiðum. Hinir tveir eru Glófaxi VE í Vestmannaeyjum og Saxhamar SH á Rifi. Erling KE hefur verið að landa í Sandgerði og hefur landað þar 104 tonnum í 7 róðrum. Í Keflavík hefur Happasæll KE land- að 25 tonnumí 3 róðrum og þar af rúm 16 tonn í einni löndun. Aðrir netabátar hafa ekki landað afla nema í Grindavík þar sem Askur GK er og hefur hann landað 11,4 tonnum í 4 róðrum. Í Grindavík þá hafa Gjögurstog- bátarnir Vörður EA og Áskell EA mokveitt, og núna í apríl þá settu báðir bátarnir aflamet. Áskell EA var með 520 tonn í 8 löndunum eða 65 tonn í löndun og Vörður EA var með 578 tonn í 8 löndunum eða 72 tonn í löndun. Samtals gerir þetta tæp 1100 tonn sem þessir tveir bátar lönduðu í apríl. Núna í maí þá hafa báðir bátarnir líka fiskað vel og hefur Áskell EA landað 124 tonnnum og Vörður EA 126 tonn báðir í tveim löndunum. Gísli R. Aflafréttir Ási í ræðustól. Ási í Herjólfsdal með Siggu konu sinni. Ási í Vinnslustöð Vestmannaeyja 1979. Ási með Ásgeiri Hjálmarssyni. Ási í Vestmannaeyjagosinu 1973.

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.