Reykjanes - 16.05.2013, Page 10

Reykjanes - 16.05.2013, Page 10
16. maí 201310 Grindavík sameiGiNleGur ViNNufuNdur bæjaryfirValda oG íþróttaHreyfiNGariNNar Fyrir stuttu var haldinn sameig-inlegur vinnufundur bæjaryfir-valda og íþróttahreyfingarinnar í Grindavík. Í viðauka við samning Grindavíkur- bæjar og UMFG um eflingu íþrótta- starfs sem undirritaður var á gaml- ársdag kemur eftirfarandi fram: I. Fulltrúar allra deilda (formenn) taka þátt í vinnu með frístunda- og menningarnefnd um stefnumörkun íþróttamála fyrir samfélagið í heild sinni. Það felur í sér; a. Vinnufund í upphafi árs með frí- stunda- og menningarnefnd þar sem komist verði að sameiginlegum mark- miðum Grindavíkurbæjar og UMFG um íþróttastarf. b. Skoðunar- og vinnuferð í byrj- un febrúar. Farið verði í heimsókn til tveggja sambærilegra sveitarfélaga og fræðst um samstarf þeirra við íþrótta- hreyfinguna og skoðuð íþróttamann- virki. Í framhaldi verði unnið að gerð stefnumótunar. Sambærilegt ákvæði hefur verið sett inn í viðauka sambærilegs samnings við Golfklúbb Grindavíkur. Þar sem hér er talað um stefnumörk- un fyrir samfélagið í heild sinni sam- þykkti frístunda- og menningarnefnd á fundi sínum þann 3. janúar sl. að til þessa fundar yrðu boðaðir fulltrúar allra íþróttafélaga í Grindavík þó svo ekki væri um það neinn samningur eins og í tilfelli Hestamannafélagsins. Á fundinum var Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá Netspor með innlegg/ erindi um stefnumótunarvinnu og í framhaldi stýrði hann vinnu þar sem fulltrúar bæjarins (bæjarstjórn og frí- stunda- og menningarnefnd) og full- trúar íþróttahreyfingarinnar komu með tillögur að sameiginlegum mark- miðum með íþróttastarfi í Grindavík. Niðurstöður þessa vinnufundar verða síðan notaðar til að gera gott íþróttastarf enn betra. Fundurinn þótt mjög góður og jákvæður andi ríkti. (Heimasíða Grindavíkur) Lionshreyfingin á Suðurnesjum Góð Gjöf til HeilbriGðis- stofNuNar suðurNesja Fimmtudaginn 2. maí s. l. fékk Heilbrigðisstofnun Suðurnesja afhent nýtt greiningartæki til storkumælinga. Það var Lionshreyf- ingin á Suðurnesjum sem safnaði fyrir tækinu og Geirþrúður Fanney Bogadóttir, svæðisstjóri Lions, af- henti Sigurði Þór Sigurðarsyni, fram- kvæmdastjóra lækninga á HSS, tækið fyrir hönd gefenda. Innflytjandi og söluaðili tækisins er Lyra ehf. , sem tók gamla greiningar- tæki HSS upp í það nýja og gefendur greiða kr. 2. 380. 000. - á milli, fyrir utan virðisaukaskatt. Sigurður Þór þakkaði rausnarlega gjöf, sagði að nýja tækið væri sjálf- virkara en það tæki sem fyrir var, fljótvirkara, nákvæmara og áreiðan- legra. Á þriðja hundrað manns kæmu reglulega í storkumælingar á HSS og því kæmi nýja tækið sér mjög vel. Eftirtaldir aðilar gáfu tækið: Lionsklúbburinn Æsa Lionsklúbburinn Keilir Lionsklúbburinn Garður Lionsklúbbur Sandgerðis Lionsklúbbur Njarðvíkur Lionsklúbbur Keflavíkur Lionsklúbbur Grindavíkur Lionessuklúbbur Keflavíkur Íslenski hjálparsjóður Lions Verslunarmannafélag Suðurnesja Púttklúbbur Suðurnesja Verkalýðsfélag Grindavíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Samkaup hf. HS Orka hf. Félag iðn- og tæknigreina Ballskákfélag eldri borgara á Suðurnesjum Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Framlag SHS er til minningar um Hildi Guðmundsdóttur, Maríu Hermannsdóttur og Jóhann Einvarðsson www.fotspor.is Viltu taka lífsstílinn í gegn? Viltu ná orkunni upp? Hringdu í síma 895 7674 (Silla)

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.