Reykjanes - 08.08.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 08.08.2013, Blaðsíða 4
4 8. ágúst 2013 Hugleiðing: Í tilefni goslokahátíðar Forsagan: Ég er Suðurnesjakona í húð og hár. Hvernig vildi það til að ég var búsett í Vestmannaeyjum daginn áhrifaríka 23. janúar 1973? Mig langar til að segja ykkur ástæður þess, hvernig mér reiddi af og hversvegna ég fór ekki aftur til Vestmannaeyja. Ákvörðunin: Við sátum saman í byrjun árs 1972 ungu hjónin og ræddum málin. Við bjuggum í Hafnarfirði þar sem eigin- maðurinn átti fjölskyldu. Við ræddum ískyggileg mál atvinnuleysis og fram- tíð okkar og drengjanna tveggja 1 og 3 ára. Það hafði birst auglýsing um starf í Vestmannaeyjum! Jú það vant- aði vélvirkja og húsnæði fylgdi. Var þetta ekki það sem við áttum að gera. Flytja til Eyja. (Eins og að flytja til Noregs í dag) Í stuttu máli. Gunnar sótti um og fékk starfið og húsnæðið sem ekki vóg lítið á þeim tíma. Við höfðum árangurslaust leitað að húsnæði á mínum heimaslóðum. Við fórum margoft til Sandgerðis, spurðumst fyrir og bönkuðum upp á. Nei ekkert var að fá. Það var því ákvörðun okkar að flytja til Vestmannaeyjakaupstaðar. Við fluttum frá fastalandinu 5. Febr- úar 1972 í mikilli blíðu. Eyjan tók vel á móti okkur með frábærri aðstoð vinnufélaganna tilvonandi í Þór hf . Dvölin: Það verður að segjast sem er að ég tók fljótt ástfóstri við þennan stað, þessa eyju! Gunnar náði smám saman tökum á vinnunni og ég fór að vinna hálfan daginn á morgnana í Vinnslu- stöðinni. Við upplifðum okkar einu Þjóðhátíð í einstakri blíðu. Algjör hughrif og við fengum marga gesti af fastalandinu til okkar. En ég verð að segja ykkur frá flottasta minningar- brotinu mínu. Ég var nýbúin að fara með strákana á leikskólann, beið eftir vinnurútunni og horfði í morgunsól- inni yfir eyjuna og yfir á fastalandið. Ég gleymi þessari sjón aldrei. Hví- lík fegurð. En á þessum stað er núna hraun en fallegt samt. Við tókum ákvörðun um að vera í Eyjum amk 5 ár í viðbót og fórum að huga að húsnæði. Fundum það. Kjallaraíbúð við Vestmannabraut (Kanastaðir) og samningar tókust við húseiganda og banka. Samningana átti að undirrita 22.janúar 1973. Við vorum orðinn spennt og ætl- uðum svo sannarlega að gera kjall- arann flottann. En þennan dag var aftakaveður og fasteignasalinn uppi á fastalandinu því flug lá niðri. Og áætlanir áttu svo sannarlega eftir að kollvarpast. Flóttamennirnir: Eins og allir vita og ég þarf ekki að ræða frekar varð gos í Heimaey 23. Janúar 1973. En kannski er saga flóttamannanna þess verðug að skrifa um hana eitthvað. Við eins og aðrir urðum landflótta Vestmannaeyingar og hröktumst upp á land. Allir vita hvernig landsmenn tóku á móti okkur. Ógleymanlega! Ég hef sagt mína sögu fyrir unglinga sem voru á vegum vinkonu minnar Jóhönnu Norðfjörð sem þá sá um æskulýsstarf kirkjunnar hér. Krakk- arnir voru með öndina í hálsinum. Þeim fannst þetta svo spennandi. Ég hitti þau mörg á götunum í mínum heimabæ og þau stoppuðu mig og spurðu..Ert þú flóttamaðurinn? Flóttamenn eru jú ekki aðeins að flýja undan ógnarstjórnum og slíku heldur geta flóttamenn verið á flótta undan náttúruöflunum. En erfiðir voru mánuðirnir eftir gosið. Við bjuggum hjá foreldrum til skiptis og fengum leiguíbúðir um skamman tíma. En að lokum fengum húsnæði á vegum Viðlagasjóðs í Sand- gerði. Þá vorum við búin að fá lóð þar og byrjuð að byggja. Ekki til Eyja: Þeim spurningum er þegar að nokkru leyti svarað. Við ákváðum að reyna enn og aftur við mínar æskuslóðir og fengum lóð við Hlíðargötu 37 í Sandgerði. Yfirmenn Gunnars í Eyjum komu og reyndu að fá hann aftur til sín en örlögin voru ráðin. Ég var komin heim til mín. En þær tilf- inningar sem ég ber til Eyjanna minna verða alltaf til staðar. Að 40 árum liðnum: Til hamingju Vestmannaeyingar. Gleðilega Goslokahátíð! Ég hef þrisvar heimsótt Eyjarnar og ég elska þær. Silla E. (Sigurbjörg Eiríksdóttir) Rúmlega 400 manna skötumessa Það er orðin árlegur viðburður að í júlí er blásið til skötumessu í Garðinum. Skötumessan nýtur mikilla vinsælda og í ár var eins og alltaf yfirfullt. Allur ágóði af messunni rennur til góðra málefna fyrst og fremst er stutt við málefni fatlaðra. Sigurbjörg Eiríksdóttir mætti fyrir Reykjanes á Skötumessuna og smellti af nokkrum myndum. Hún sagði þetta hafa verið flotta samkömu og skatan hefði bragðast einstaklega vel. Silla E.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.