Reykjanes - 08.08.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 08.08.2013, Blaðsíða 8
8 8. ágúst 2013 Eyjamenn á Suðurnesjum Eins og fram hefur komið voru þann 3.júlí s.l. liðin 40 ár frá því var formlega lýst yfir að gosinu í Heimaey væri lokið. Í gosinu settust margir Eyja- menn að á Suðurnesjum og nokkuð stór hópur ílentist þar og margir Eyjamenn,sem komu í gosinu búa enn á Suðurnesjum. Fyrir gos voru margir sem fluttu á Suðurnesin og margir Eyjamenn hafa síðustu árin bæst í hópinn. Reykjanes leitaði til nokkurra Eyjamanna á Suðurnesjum svona í tilefni merkra tímamóta í sögu Vestmannaeyja. Ásta Arnmundsdóttir Þarf að vera nálægt sjónum Ég flutti til Suðurnesja árið 1990 í Garðinn. Sérstakt að upplifa eld-gosið í Eyjum og þurfa að yfirgefa heimilið. Sneri aftur til Eyja strax um haustið 1973 til að kenna. Ásta segist kunna vel við sig á Suðurnesjum enda búið hér yfir 20 ár. Ég hef starfað í skólakerfinu á ýmsum sviðum. L´ðikar mjög vel að taka þátt í því góða starfi sem er verið að byggja upp. Ég er alin upp við sjóinn og þarf að vera nálægt sjónum sagði Ásta. Gylfi Ægisson Fattaði ekki gosið vegna rauða ljóssins Jú,jú ég var í Vestmannaeyjum þegar gosið hófst. Reyndar fattaði ég ekki gosið fyrr en eftir hálftíma. Það var nefnilega rautt ljós í stofunni, en við vorum þar nokkur að gæða okkur á göróttum drykkjum. Í Vogana flutti ég árið 2000 og bý þar núna. Það er aldeilis fínt að vera þar sagði Gylfi. Harpa Þorvaldsdóttir Fæddist í Drífanda Harpa Þorvaldsdóttir er fædd og uppalin í Vestmanna-eyjum. Harpa segist hafa fæðst í Drífanda,en þar er nú starf- rækt hið glæsilegasta íbúðarhótel. Harpa segist hafa verið 12 ár í Eyjum. Nýlega fór hún til Vestmannaeyja með stórfjölskyldunni til að sýna þeim æskustöðvarnar. Harpa hefur frá unglingsárum búið í Keflavík ásamt eiginmanni sínum Birgi Guðnasyni og fjölskyldu, harpa segir mjög fínt að búa á Suðurnesujum. Ég hef kynnst svo góðu fólki og það er aðalatriðið. Jón Berg Halldórsson og Helga Sigurgeirsdóttir Þrjátíu ár á Vellinum Hjónin Jón Berg og Helga voru ein af Eyjamönnum,sem þurftu að yfirgefa Heimaey gosnóttina fyrir 40 árum. Þau ætluðu aftur til Eyja en mál æxluðust þannig að þau fluttu til Hafnarfjarðar. Það var svo árið 2007 að Þau hjón fluttu í Vog- ana. Jón Berg sagðist þó hafa kynnst Suðurnesjunum fyrr því hann hefði starfað á Vellinum í 30 ár. Þau hjón segjast kunna vel við sig á Suðurnesj- unum. Það er fínt að búa í Vogum. Gyða M. Arnmundsdóttir og Viðar M.Aðalsteinsson Unnið að endurreisn og uppbyggingu Okkur bárust fréttir af eldgos-inu til Noregs þar sem við vorum í námi sögðu Gyða Arnmundsdóttir og Viðar Aðalsteins- son. Þau sneru til Eyja og tóku að fullu þátt í endurreisninni eftir gos. Gyða starfaði sem kennari og Viðar stjórn- aði skipulagsmálum og verklegum framkvæmdum í Eyjum. Það var svo árið 1997 að þau ákváðu eftir nokkurra ára dvöl í Svíþjóð að flytja til Suðurnesja. Gyða hefur starfað að skólamálum og er nú deildarstjóri á Fræðsluskrifstofunni. Viðar stjórnaði verkelgum fram- kvæmdum og skipulagsmálum í þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Reykjanesbæ. Um tíma starf- aði hann einnig í Grindavík á sama vettvangi. Gyða og Viðar segja þeim líki mjög vel að búa á Suðurnesjum. Þorsteinn Gunnarsson Grindavík minnir á Vestmannaeyjar Ég var á sjöunda aldursári þegar gosið kom í Eyjum. Þorsteinn bjó í Eyjum utan þess að fara í 4 ár í fjölmiðlanám til Svíþjóðar. Það var svo árið 2000 að ég flutti til Grindavíkur. Það er fínt að búa á Suðurnesjum og sér- staklega gott að vera í Grindavík. Fínt að ala upp börnin á svona stað. Grindavík er sjávarútvegsbær og minnir á Vest- mannaeyjar. Það er gaman að vinna við stjórnsýsluna hjá Grindavíkurbæ enda stendur bærinn vel. Ég er einnig ánægður með hvernig samvinna sveitar- félaganna hefur aukist. www.fotspor.is

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.