Reykjanes - 22.08.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 22.08.2013, Blaðsíða 8
8 22. ágúst 2013 Að meðaltali 40 hundar daglega sumarmánuðina K9 Hundahótel er starfrækt að Flugvöllum 6 í Reykjanesbæ. Reykjanes leit við og átti stutt spjall við Atla Þorsteinsson. Hann sagði að hótelið hefði verið stofnað árið 2004 á Vatnsnesveginum. Það var þörf á stærra húsnæði og núverandi húsnæði fórum við árið 2008. Hús- næðið er 1000 fermetrar og sérhannað fyrir þessa starfsemi. Atli sagði nánast alltaf fullbókað alla daga yfir sumarið. Að meðaltali væru 40 hundar á hótelinu dag hvern. Hann sagði yfirleitt gott samkomulag milli hundanna enda væri þetta sér- byggt hús, þannig að hægt væri að hafa þá aðskilda. Atli sagði að lang- flestir hugsuðu mjög vel um hundana sína. Það eru allavega hundarnir sem koma hingað í gistingu. Ég spurði Atla hvort það væri aukning á hundum á svæðinu og sagði hann svo vera. Við veitum mjög góða þjónustu sagði Atli. Flugfarþegar sem koma með hundinn til okkar þá geymum við bílinn og skutlum fólki í flug. Sækjum svo fólkið og afhendum bíl- inn og hundinn. Á hótelinu er sér álma fyir ketti. Einnig er starfandi hundasnyrtir hjá okkur og er sú þjónusta mikið notuð. Hundaskóli er einnig á okkar vegum. Það er alveg á hreinu að þarna fer vel um dýrin. Glæsihattar í púttinu Þau voru aldeilis flott á púttvell-inum einn daginn í síðustu viku. Allir skortuðu flottum höttum. Reykjanes leit við og smellti nokkrum myndum. Lettar kynntu sér sjálfbæra jarðvarmaorkunýtingu Fulltrúar frá svæðisstjórn Riga í Lettlandi heimsóttu Grindavík nýlega. Tilgangur heimsóknar- innar var að kynna sér sjálfbæra jarð- varmaorkunýtingu á svæðinu og grænt hagkerfi og hvernig aðkoma bæjarins er að slíkum verkefnum. Svæðisstjórn Riga vinnur að þróunaráætlun um sjálfbæra orkunýtingu til ársins 2020 í samræmi við stefnumörkun Evrópu- sambandsins Euro 2020. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti fulltrúum Riga í Kvikunni, ásamt Þorsteini Gunnarssyni upp- lýsinga- og þróunarfulltrúa. Hann kynnti þeim auðlindastefnu Grinda- víkurbæjar, sýndi þeim sýningarnar í Kvikunni og svaraði svo fjölmörgum spurningum um auðlindanýtingu í Grindavík og aðkomu bæjarins að slíkum verkefnum. (Heimasíða Grindavíkur)

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.