Reykjanes - 22.08.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 22.08.2013, Blaðsíða 12
Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is OPNUNARTÍMI mánudaga - föstudaga 07:00-18:00 laugardaga 08:00-16:00 sunnudaga 09:00-16:00 Sigurjónsbakarí - Hólmgarði 2 - 230 - Reykjanesbæ NÝ BÖKUÐ BRAUÐ ALLA DAGA VERIÐ VELKOMIN Í SIGURJÓNSBAKARÍ HÓLMGARÐI Háar í mittið Slim fit, stretch á 12.900 kr. Stærð: 34 - 56 Fleiri snið og efni Buxur frá Danmörku, Ítalíu og Hollandi Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) Sími 555-1516 Opið virka daga kl. 11 - 18, laugard. kl. 11 - 16 22. ágúst 201312 Gunnar Þórarinsson, Reykjanesbæ, formaður SSS: Sameiginlegir hagsmunir og gagnkvæmur skilningur Ritstjóri blaðsins Reykjanes óskar eftir svari við spurningunni, „Hvaða áhrif hefur sú ákvörðun að loka Garðvangi í Garði á samstarf sveitar- félaganna á Suðurnesjum? “ Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum byggist á sameiginlegum hagsmunum og gagnkvæmum skilningi eins og allt sam- starf þarf að gera. Í slíku samstarfi felst m. a. ákvarðanataka sem allir hlutaðeigendur verða aldrei alltaf sammála um. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna hér eru margvíslegir, t. d. í málaflokkum eins og sorphirðu, samgöngumálum og menntamálum svo að eitthvað sé talið. Það sem helst þarf að hafa að leiðarljósi í sam- starfi sveitarfélaga er annars vegar þjón- ustan við íbúana og hins vegar útgjöld sveitarfélaganna, þ. e. skattborgaranna, og sú hagkvæmni sem þar er unnt að ná fram. Sú ákvörðun stjórnar DS og bæjarstjórn- anna í Reykjanesbæ og Vogum að nýta heimildir ríkisins um 93 hjúkrunarrými aldraðra sem sveitarfélögin er standa að DS hafa á Hlévangi og Nesvöllum, upp- fyllir þessi skilyrði. Breytt tilhögun mun hafa í för með sér bætta þjónustu við vist- menn og aðstandendur þeirra og útgjöld viðkomandi sveitarfélaga og/eða ríkisins verða lægri. Grunnforsendan er sú að svo lengi sem hagsmunir sveitarfélaganna á Suðurnesjum liggja saman er þörf fyrir samstarf þeirra innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Einar Jón Pálsson, Garði: Garðmenn og Sandgerðingar ekki sáttir Það er ekki að ástæðulausu að menn velti fyrir sér hvort það muni hafa áhrif á samstarf innan SSS ef af lokun Garðvangs yrði. Nú er best að halda því til haga að ég tel ekki að til þess komi að Garðvangur loki enda er það vilji bæj- arfulltrúa Garðs og Sandgerðis að starfsemi verði þar áfram. Bæjarstjórnir sveitarfélag- anna hafa fundað um málið og látið vinna úttekt á þeirri stöðu sem komin er upp. Þá hafa fulltrúar sveitarfélaganna fundað með heilbrigðisráðherra um mögulega lausn á stöðunni. En til að svara því til hvaða áhrif þetta hefur á samstarf innan SSS þá er nokkuð ljóst að Garðmenn og Sandgerðingar eru ekki sáttir við framkomu fulltrúa Reykjanesbæjar og Voga í þessu máli eins og margoft hefur komið fram. Við höfum hinsvegar náð að vinna mjög vel saman innan stjórnar SSS á þessu kjörtímabili og ég verð að segja að það væri slæmt að sundrung yrði þar. Ég hef borið mikið traust til bæjarfulltrúa á Suðurnesjum enda unnið mikið með þeim á liðnum árum. Þetta eru einstak- lingar sem leggja mikið á sig til að vinna fyrir sitt sveitarfélag og Suðurnesin öll. Nú hefur kapp sumra þeirra fyrir uppbyggingu í Reykjanesbæ komið niður á því sem unnið hefur verið eftir hingað til, sem er að hafa hjúkrunarheimili í hverju sveitarfélagi. Það er ljóst að þegar trúnaðarbrestur verður þá tekur tíma að vinna þann trúnað til baka. Við verðum að sjá hver framvinda mála verður á komandi vikum, ég mun leggja mitt að mörkum til að leysa þetta mál í sátt við aðra sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum. Ásgeir Eiríksson Vogum: Lokun Garðvangs hefur ekki áhrif á samstarfið „Ég hef nýverið tekið sæti í stjórn SSS fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga og því ekki haft aðkomu að því máli sem hér um ræðir. Fyrirhuguð lokun Garðvangs mun að mínu mati ekki hafa áhrif á samstarfið innan SSS, enda fjölmörg hagsmunamál svæðisins alls sem þar eru til úrlausnar hverju sinni. Þrátt fyrir að fulltrúa aðildar- sveitarfélaganna greini í þessu tilviki á um leiðir að settu marki er það eigi að síður hagsmunir svæðisins og íbúa þess sem ræður för hverju sinni. Í málefnum DS rétt eins og öðrum málum mun stjórn SSS hér eftir sem hingað til hafa sameiginlega hagsmuni svæðisins að leiðarljósi og standa vörð um þá. Bryndís Gunnlaugsdóttir, Grindavík: Auðvitað hefur þetta einhver áhrif Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum sem almennt gengur undir nafninu DS er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Sand- gerðis, Garðs og Voga. Grindavíkurbær er ekki aðili að því samstarfi og tók þar af leiðandi ekki þátt í þeirri ákvörðun að loka Garðvangi í Garði. Við fyrstu sýn ætti þessi ákvörðun því ekki að hafa áhrif á samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum. En auðvitað hefur þetta einhver áhrif. Í samstarfi sveitar- félaganna, sem er mikið og fjölbreytt, hefur ávallt verið stefnt að því að aðilar ræði sig saman á niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við. Horfandi á þessa niðurstöðu utan frá gefur í skyn að slíkt hafi ekki átt sér stað í þessu máli og þá vakna þær spurningar hvort slík vinnubrögð munu vera tekin upp víðar í samstarfi sveitarfélaganna. Þ.e.a.s. að í stað þess að ræða málin og reyna að finna sameiginlega niðurstöðu þá sé farið í atkvæðagreiðslu og aðilar ganga ósáttir frá borði. Slík vinnubrögð geta aldrei verið fyrirmynd af heilbrigðu og góðu samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ólafur Þór Ólafsson,Sandgerði: Efast um að Garðvangi verði lokað Fyrst verð ég að segja að ég efast um að Garðvangi verði lokað þó svo að fulltrúar Reykjanesbæjar og Sveitar- félagsins Voga í stjórn DS telji það rétt skref. Það er þörf á frekari uppbyggingu hjúkr- unarrýma á Suðurnesjum og því þversögn að það eigi að loka þeirri starfsemi sem fyrir er þó vissulega sé þörf á því að vinna að endurbótum á húsnæðinu. Við í smærri sveitarfélögunum á Suðurnesjum getum heldur ekki sætt okkur við þá stefnu að öll uppbygging á öldrunarþjónustu eigi að fara fram í Reykjanesbæ og að stærsta sveitarfé- lagið á svæðinu sé tilbúið til að beita aflsmunum til að skerða þjónustu og draga úr atvinnutækifærum hjá nágrönnum sínum. Ég held hins vegar að nú sé tíma- bært að menn snúi bökum saman í þessu máli í stað þess að vera að kýtast á milli sveitarfélaga. Það þarf að sækja á ríkisvaldið til að plássum á hjúkrunarheimilum fjölgi á Suðurnesjum og það gerum við best með því að standa saman í þessu máli sem og öðrum. Ég trúi að fólk sýni þann þroska að halda áfram að hlúa að því ágæta samstarfi sveitarfélaga sem er á svæðinu, enda væri annað óábyrgt og ekki í hag Suðurnesja- manna. Það má heldur ekki gleyma því að hér einungis verið að fjalla um eitt verkefni af þeim fjölmörgu sem unnin eru sameignlega af sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Hefur lokun Garðvangs áhrif á samstarfið? Það hefur ekki farið framhjá íbúum Suðurnesja að ekki eru allir á sama máli hvort fyrir- huguð lokun Garðvangs í Garði sé rétt ákvörðun.Reykjanes leitaði til stjórn- armanna hjá Samabndi sveitarfélaga á Suðurnesjum og spurði hvort þetta kæmi til með að hafa áhrif á samstarfið. Auglýsingasíminn er 578 1190

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.