Reykjanes - 22.08.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 22.08.2013, Blaðsíða 9
22. ágúst 2013 9 Keilir – Iðandi náms­ mannasamfélag á Suðurnesjum Reykjanes leitaði til Keilis til að fá mupplýsingar um starfsemina. Arnbjörn Ólafsson, markaðs- stjóri, brást vel við og sendi svar. Í haust hefur Keilir sjötta starfsár skólans en á þessum tíma hefur sam- félagið á Ásbrú vaxið frá því að vera draugabær eftir brotthvarf hersins í iðandi samfélag fræða, vísinda og atvinnulífs. Á þessum tíma hafa yfir 1.500 manns útskrifast frá mismunandi deildum Keilis og því ljóst að skólinn er orðinn mikilvægur hluti samfélags- ins á Reykjanesi og sér í lagi þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað á Ásbrú. Í haust hefja um 350 nemendur nám í mismunandi skólum Keilis og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Í heildina stunda að jafnaði hátt í 600 nemendur nám við Keili, bæði í staðn- ámi á Ásbrú og Akureyri og í fjarnámi. Skólinn skiptist í fjórar deildir Háskólabrú, Íþróttaakademíu, Flug- akademíu og tæknifræðinám. Háskóla- brúin er bæði kennd sem hefðbundið staðnám og í fjarnámi. Boðið er upp á námið í samstarfi við Háskóla Íslands og geta útskrifaðir nemendur hafið nám við hvaða háskóla sem er á Íslandi en um 85% þeirra hafa haldið áfram í háskólanám. Háskólabrú Keilis hefur þannig á skömmum tíma veitt fjöl- mörgum aðilum nýtt tækifæri til náms. Líkt og undanfarin ár býður Íþrótta- akademía Keilis upp á hið eftirsótta ÍAK einkaþjálfaranám, en sem nýlunda er einnig boðið upp á nám í styrktar- þjálfun. Árlega sækjast yfir hundrað einstaklingar eftir því að komast í námið en að jafnaði er einungis helm- ingur þeirra samþykktir í námið. Í haust býður Íþróttaakademían einnig upp á nýtt leiðsögunám í ævintýraferða- mennsku (Adventure Sport Certificate) á vegum Thompson Rivers háskólans í Kanada. Um er að ræða eins árs nám með mikla áherslu á útivist og verklega kennslu í íslenskri náttúru. Mikill áhugi er fyrir náminu en einungis 18 nem- endur komast að í hvert skipti. Flugakademía Keilis hefur á skömmum tíma skapað sér sess bæði innanlands og erlendis með hágæða kennsluvélum, samkeppnishæfu verði og fagmannlegri kennslu. Boðið er upp á bæði einka- og atvinnuflug- mannsnám, auk náms í flugumferð- arstjórn og flugþjónustu. Í haust hefst einnig flugvirkjanám í samvinnu við flugvirkjaskólann AST í Skotlandi en þar er rekin elsta starfandi flugvirkja- námsbraut í Evrópu. Flugvirkjanám Keilis hefur farið afar vel af stað, en um 120 einstaklingar sóttu um þau 28 pláss sem voru í boði. Fjölmargir erlendir nemendur sækja flugnám hjá Flugakademíu Keilis og fer sá hópur vaxandi með ári hverju. Keilir býður einnig upp á háskólanám í tæknifræði í samstarfi við Háskóla Íslands, en náminu er ætlað að mæta þeim skorti sem er á háskólamenntuðu starfsfólki í tækni- og hugverkagreinum á Íslandi. Um 30 nemendur hófu nám í tæknifræði í byrjun ágúst og bætast við sambærilegan hóp sem stunda nám á öðru og þriðja ári við skólann. Tækni- fræðinámið hjá Keili er gott dæmi um samstarf atvinnulífs, rannsókna, frumkvöðla og menntunar á Ásbrú, enda hafa nemendur unnið fjölmörg hagnýt verkefni á undanförnum árum og hafa nokkur sprotafyrirtæki orðið til í kjölfarið, þ. m. t. GeoSilica Iceland sem hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Ormsson Keflavík Gerum vel við okkar viðskiptavini Það er mikið og glæsilegt úrvaf af alls kyns rafmagnstækjum hjá Ormsson við Hafnargötuna í Keflavík. Reykjanes leit einn morgun- inn við í búðinni og hittum þarv fyrir Atla. Hann sagði verslunina hafa verið starfandi í rúm 6 ár. Þetta gengur mjög vel. Það er mikil sala sagði Atli. Mest er salan í þvottavélum, ísskápum og svo í ýsmum smáum rafmagnstækjum. Okkar markmið sqagði Atli er að gera vel við okkar viðskiprtavini. Atli sagði að sparidagarnir hjá Ormsson hefðu komið gríðarlega vel út. Mikið úrval er einnig í versluninni af sjónvörpum og myndavélum. Andri sagði að ef varan væri ekki til í búðinni væri lítið mál að panta hana frá höfuðstöðvunum í Reykjavík. Addi Afi hefur landað 64 tonnum Í fyrra þá var mikið makrílæði í Keflavík og keflavíkurhöfn var yfirfull af fólki sem var að veiða makríl af bryggjunni. Fjóla GK var t.d að veiðum inní höfninni þá. Núna í ár þá þarf að hafa ansi mikið fyrir þessum litla fiski. Veiði í Faxaflóa er mjög léleg samanborið við árið 2012. Svo til allir bátarnir héðan fór vestur á Hólmavík til þess að stunda veiðar þar enn mokveiði var á makrílnum enn reyndar aðeins í tæpar tvær vikur. Þeir bátar sem fóru þangað voru t.d Reynir GK sem fékk um 25 tonn í 5 löndunuim og þar af 15 tonn á einum degi í tveim löndunum þar sem að önnur lönduninn var rúm 9 tonn. Örninn GK 25 tonn í 6 og þar af 7,8 tonn í einni löndun. Fjóla GK 17 tonn í 3. Óli Gísla HU 21 tonn í 5, Pálína Ágústdóttir GK 25 tonn í 7 og Svala Dís KE 20 tonn í 6, mest 7 tonn í róðri. Happasæll KE fór líka vestur enn gekk nú frekar illa og var einungis með 7 tonn í 4 róðrum. Það vekur nokkra athygli enn minnsti báturinn héðan sem fór vestur Addi Afi GK gekk lang best af bátunum og hefur landað 64 tonnum í 14 róðrum, mest 6,7 tonn í einni löndun. Addi Afi GK kom líka lang- fyrstu vestur og það gaf honum smá forskot á hina bátanna. Hópsnes GK var aflahæstur í júlí með um 160 tonn, enn heldur er nú erfitt hjá þeim núna í ágúst því þeir hafa einungis landað 20 tonnum í 6 róðrum, lentu í bilun og brælu sem stoppaði þá í rúma 3 daga. Aftur á móti þá hefur Óla á Stað GK og Þór- kötlu GK gengið vel enn báðir þessir bátar eru komnir á beitningavél og hefur Óli á Stað GK landað 43 tn í 7 og þar af 11,1 tonn í einni löndun. Þórkatla GK er með 38 tonn í 6 og þar af 10,6 tonn í einni löndun. Una SU sem Stakkavík gerir út Baldur er skipstjóri er á rær frá Djúpavogi á bölum og hefur landað 22 tonnum í 7 róðrum. Daðey GK er með 32 tonn í 6 róðrum. Dóri GK hefur hafið veiðar eftir rúmlega mánaðarstopp og er með 25 tonn í 5. Muggur KE er á skagaströnd og er með 25 tonn í 6. Þar er líka Dúddi Gísla GK sem var að hefja veiðar eftir stopp í tæpa tvo mánuði og er með 25 tonn í 5. Sædís Bára GK er á færum frá Skagaströnd og hefur gengið vel, hefur landað 13 tonnum í tveim róðrum. Guðrún KE er með 12 tonn í 3. Enginn netabátur hefur landað og enginn dragnótabátur. Nokkrir Þor- bjarnarlínubátarnir eru farnir af stað og er t.d Sturla GK búinn að landa 28 tonnum á Skagaströnd og Ágúst GK 12 tonn. Reyndar þegar þessi pistill var skrifaður þá voru þetta tölurnar sem voru á Fiskistofu og getur vel verið að það vanti afla uppá. Allir Vísisbátarnir eru stopp núna. Rækjuveiðar við Eldey voru bannaðar fyrir 16 árum síðan enn höfðu verið mikill atvinnuvegur og þónokkuð margir bátar stundað þær veiðar þegar þær voru leyfðar. Í ár þá voru veiðarnar leyfðar aftur og má segja að sú úthlutunn hafi verð ansi hljóðlát. Einn bátur hóf veiðar á Eldeyjarrækjunni í júlí og var það Jón Gunnlaugs ST, landaði hann um 25 tonnum í júlí. Nesfisksbátarnir Siggi Bjarna GK, Benni Sæm GK og Sigurfari GK , sem og Askur GK frá Grindavík munu fara á þær veiðar núna í ágúst. Það sem vekur hvað mesta athygli við þessar veiðar er að allur aflinn sem veiðist er ekinn í burtu og unninn annarstaðar á landinu. t.d allur aflinn af Nesfisks- bátunum er ekinn til Hvammstanga þar sem Nesfiskur er með rækjuverk- smiðju. Einnig eru bátarnir núna mun stærri heldur enn var þegar að Eldeyjarrækjuveiðarnar voru leyfðar. Nefna má nokkra báta sem stunduðu veiðarnar hérna á árum áður. Þor- steinn KE, Guðfinnur KE, Knarranes KE, Hjördís GK, Fengsæll GK, Ólafur GK, Sveinn Guðmundsson GK, Glaður KE og Baldur KE svo dæmi séu tekinn. Bátarnir voru reyndar mun fleiri enn þeira verða ekki allir taldir upp hérna. Vörður EA er kominn aftur á trollið og landaði 74 tonnum í einni löndun. Gísli R. Aflafréttir

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.