Reykjanes - 05.09.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 05.09.2013, Blaðsíða 10
10 5. september 2013 Frábær hönnun styrkur og léttleiki Reykjanes heimsótti einn daginn nýsköpunar – og þróunarfyr-irtæki á Ásbrú sem heitir Ís- landshús. Allt var á fullu að framleiða Dvergana,sem er ný tegund stólpa fyrir smáhýsi, sólpalla, girðingar og flaggstangir ofl. Óskar Húnfjörð sagði að Dvergarnir væru hannaðir með það að markmiði að lágmarka þyngd þeirra til að auðvelda almenna meðhöndlun, en jafnframt tryggði hönnunin að stólp- arnir hefðu mun meiri festu í jarðvegi. Í Dvergana er notuð sjálfútleggjandi gæðasteypa sem er mjög veðurþolin. Ýmsar útgáfur af heitgalvanhúðuðum, stillanlegum tengijárnum sem eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður er hægt að skrúfa ofaná stólpana. Þetta auðveldar þeim sem vilja byggja sjálfir sinn eigin sólpall og skjólgirðingu án utankomandi aðstoðar. Óskar sýndi mér einnig nýja kynslóð forsteyptra húseininga sem hann hefur verið með ásamt hópi verkfræðinga í hönnun og þróun síðastliðin 4-5 ár. Hér er um að ræða umhverfisvæna hönnun og léttleika, þar sem lögð er áhersla á nýjar lausnir sem tryggja styrk, aukinn byggingahraða og sveigjanleika. Þetta eru einkenni nýju húseininganna og gerir þær að ódýrasta kosti forsteyptra eininga. Íslandshús er með kynningarbæk- linga um byggingakerfið, iðnaðarhús, vinnsluhús fyrir smáiðnað,sem byggt er úr þessum forsteyptu einingum. Ég spurði Óskar hvort þeir hefðu unnið að öðrum verkefnum. Hann nefndi að Íslandshús hefði framleitt sjósökkurnar á 240 metra lögn í frá- veituna,sem Reykjanesbær lét leggja út í sjó við höfnina. Þá nefndi Óskar að stöðug vöru- þróun og nýsköpun væri ástríða fyr- irtækisins og nú þegar væru komnar á framleiðslustig og markað tugir vöru- tegunda sem þróaðar hefðu verið með þarfir viðskiptavina í huga, enda væri kjörorð fyrirtækisins: „Íslandshús – snjallar lausnir þín vegna“ Þeir sem vilja kynna sér nánar starf- semi Íslandshúss ættu að skoða heima- síðuna: islandshus.is S.J. Nýtt kvótaár byrjaði 1. september Þessi pistill er skrifaður á ára-mótunum. Reyndar ekki í áramótunum eins og við þekkjum þegar nýtt ár gengur í garð, heldur 31.ágúst er síðasti dagur kvótaársins 2012/2013. Nýtt kvótaár byrjar 1.september. Stóru beitninga- vélabátarnir eru margir hvernig í startholunum og eru sumir þeirra byrjaði t.d allir Þorbjarnarbátarnir byrjaði nema Tómas Þorvaldsson GK. Sturlu GK hefur gengið vel hefur landað 219 tonnum í 3 róðrum og mest 100 tonn í einni löndun. Ágúst GK hefur landað 164 tonn í 3 roðrum , landað fyrir norðan land. Valdimar GK er með 48 tonn í 2. Vísisbátarnir eru þrír sem eru byrjaðir. Páll Jóns- son GK er með 119 tonn í 2 róðrum, Kristín ÞH 95 tonn í 3 og Jóhanna Gísladóttir ÍS 149 tonn í 2 róðrum. Gulltoppur GK sem stundar bala- línuveiðar er kominn á Djúpavog enn þar eru 4 bátar frá Stakkavík að gera út. 3 bátar sem eru á beitningavél og Una SU sem er á balalínu. Una SU hefur lkandað 47 tonnum í 15 róðrum. Til stendur reyndar að lengja Unu SU eftir að samþykkt var að leyfa krókabátum að stækka í 30 BT. Óli á Stað GK hefur fiskað ansi vel og þrisvar komist yfir 10 tonn í einni löndun og hefur landað 106 tonnum í 17 róðrum. Þórkatla GK er með 85 tonn í 14 og Hópsnes GK 75 tonn í 15. Aðrir línubátar hafa fiskað nokkuð vel og er t.d Gísli Súrsson GK með 91 tonn í 17, Daðey GK er með 77 tonn í 12. Auður Vésteins SU er með 84 tonn í 14. Dóri GK hóf veiðar núna í ágúst eftir sum- arfrí og hefur landað 86 tonnum í 14 róðrum og mest rúm 11 tonn í róðri. Dúddi Gísla GK er á Skag- strönd og er með 53 tonní 10. Þar er líka Muggur KE og merð 50 tonn í 11 róðrum. Makrílveiðarnar hafa lagast að- eins enn eru samt ekkert í líkingu við mokið sem var í fyrra, mjög dræm veiði hefur verið í Faxaflóa, þó hafa nokkrir bátar komist í góða róðra eins og t.d Stakkavík GK sem hefur landað 38 tonnum í 12 og þar af komið þrisvar með yfir 7 tonn að landi þar sem stærsti róðurinn var 7,8 tonn. Fjóla GK er hæst bátanna yfir 10 BT með 69 tonn í 20 róðrum. Pálína Ágústdóttir GK er með 54 tonní 16. Örninn GK 43 tonn í 15 og Guðbjörg GK 40 tonn í 14. Guðbjörg GK fékk nýverið þetta nafn, var með nafnið Reynir GK í skamman tíma, þar á undan Pálína Ágústdóttir GK og þar á undan Árni á Teigi GK. Addi Afi GK hefur þó gengið langbest á makrílnum því hann fór fyrst allra báta til Hólmavíkur og lenti þar í mokinnu sem stóð þar yfir í um 10 daga. Hefur hann landað 95 tonnum í 26 róðrum og er með aflahæstu makrílbátum á landinu í ágúst á handfærunum. Gísli R. Aflafréttir

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.