Reykjanes - 19.09.2013, Síða 2

Reykjanes - 19.09.2013, Síða 2
2 19. september 2013 Reykjanes 17. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Í maí á næsta ári verður kosið í sveitarfélögum landsins. Þar gefst kjós-endum færi á að segja sína skoðun með atkvæði sínu hverjir skipa næstu sveitarstjórn. Eins og fyrirkomulagið er núna hefur kjósandinn þó aðeins möguleika á að merkja við einn framboðslista. Lítist okkur ekki á einhvern frambjóðandann getum við strikað nafn hans út, en það þarf ansi mikið til svo hann falli niður listann. Við getum svo ekki haft áhrif á framboðslista annara en við kjósum. Á fundi bæjarstjórnar Garðs þann 11. september s. l. lagði N-listinn, sem skipar minnihluta fram athyglisverða tillögu. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að í næstu kosningum verði um persónukjör að ræða. Veturinn verði notaður til undirbúnings og sótt verði um heimild til ráðuneytisins um að Garðurinn verði tilraunasveitarfélag í þessum efnum. Nú er það svo allavega í minni sveitarfélögum að bæjarfulltrúar vinna að hagsmunamálum síns sveitarfélags án þess að blanda stjórnmálaskoðunun sínum í landsmálum inní. Aðeins einu sinni í sögu Garðsins hefur verið boðið fram undir listabókstaf stjórnmálaflokks, en það gerðist í síðustu kosningum er boðið var fram undir merki Sjálfstæðisflokksins D-listi. Leiðarahöfundur hefur oft velt því fyrir sér gegnum tíðina hvort æskilegra væri að viðhafa persónukjör til sveitastjórna. Ég er ekki einn um að hafa velt því fyrir mér. Stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja gera það, en minna orðið úr efndum. Að mínu viti koma tvær leiðir til greina. Í fyrsta lagi að áfram verði boðnir fram listar. Ef kjósandi er sáttur við niðurröðun á lista kýs hann að sjálfsögðu þann lista. Einnig gæti hann breytt röð inná listanum. Það er eins og hægt er að gera núna. Breytingin væri aftur á móti sú að kjósanda væri heimilt t. d. að velja þrjá á einum lista og svo einn eða tvo á öðrum listum. Þannig þyrfti kjósandi ekki að binda sig eingöngu við einn framboðslista. Atkvæðamagn væri reiknað út á hvern frambjóðanda sem fengi x við sitt nafn. Í öðru lagi er hægt að hugsa sér að hver og einn, sem hefur kosningarétt geti boðið sig fram til sveitarstjórnar. Þannig gæti t. d. kjörseðill verið með 50 nöfnum, sem kjósendur myndu velja úr þá 7 sem sitja eiga í sveitarstjórn. Með þessu móti væri alfarið um persónukjör að ræða. Þeir sem næðu þannig kjöri myndu síðan ráða sér framkvæmdastjóra (Bæjar- stjóra) og semja fjárhagsáætlun og afgreiða öll mál sem á borð sveitarstjórnar berast. Tillaga N-listans er mjög athuglisverð og vert að huga vel að henni. Leiðari Athyglisverð tillaga um persónukjör við næstu sveitastjórnar- kosningar í Garði Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 3. október. næsta blað Annar heimur Fjóla Ósland Hermannsdóttir sýndi myndir sínar á Kaffitár á Ljósanótt. Þetta mun vera fyrsta einkasýning Fjólu. Hún leitast við að ná þrívíddar tilbrigðum í myndum sínum. Virkilega flott sýning. Sögðu frá Eyjagosinu Einn liður í dagskrá Ljósanætur var sagnakvöld á Nesvöllum. Heimaeyjargossins var minnst en nú eru liðin fjörtíu ár frá þeim at- burði. Þann 3. júlí 1973 var því form- lega líst yfir að eldgosinu væir lokið. Brynja Pétursdóttir og Jón Berg Hall- dórsson sögðu frá upphafi gossins og áhrifum á sitt líf. Reynir Sveinsson sagði frá björgunarstörfum í Eyjum. Ótrúleg saga Það hefur verið magnað að fylgjast með Hilmari Braga fréttastjóra á Víkurfréttum síðustu þrjá mánuði. Þann 11. Júni fór hann á HSS með 40 stiga hita. Samstundis var brunað með hann í Reykjavík þar sem við tók aðgerð vegna alvarlegrar sýkingar og eitrunar í blóði. Það má teljast kraftaverk að hann komst yfir fyrstu dagana. Hann var í raun heppinn að lifa af. Eftir stóð að hann var með sykursýki á háu stigi sem var orsaka- valdurinn. Í hönd fóru erfiðir dagar á sjúkrahúsunum, fyrst í Fossvogi og síðan í Keflavík. Hilmar hefur leyft okkur að fylgjast með sér á Facebook og þar höfum við fylgst með hvernig hverri hindruninni af annarri hefur verið hrint. Ótrúlega viljasterkur hefur hann nú náð að létta sig um nærri 30 kg. Einnig hvernig hann hefur náð að minnka sykurinn í blóðinu í að vera núna nánast laus við sykursýkina. Hollara matarræði og hreyfing er galdur hans. Hilmar vakti mikla athygli fyrir hreinskilið og inni- legt viðtal í Kastljósi á dögunum. Fyrir nokkrum vikum setti hann af stað fjársöfnun til að geta glatt hjúkrunarfólkið á spítölunum sem hafði annast hann af miklum kærleik og natni. Á fimmtudaginn var gekk hann svo áheitagöngu frá Sjúkrahúsinu í Keflavík alla leið inn að Landspítal- anum í Fossvogi. Hann afhenti síðan starfsfólkinu á þessum stöðum 110 leikhúsmiða við mikla gleði. Ég tel að þessi framganga, þrautseigja og sigrar Hilmars séu hvatnig fyrir alla þá mörgu sem standa í þeim sporum að vera komnir með áunna sykursýki. Silla E. Léttur föstudagur Á morgun föstudaginn 20.septem-ber kl 14:00 verður vetrarstarf eldri borgara kynnt á Nesvöllum. Vilja endurtaka Vitahátíð Ferða,safna og menningarnefnd Garðs leggur til að Vitahá-tíð verði endurtekin í haust. Hátíðin verði með svipuðu sniði og haustið 2010 sem þóttist takast mjög vel. FSM-nefnd óskar eftir því að bæjarráð samþykki styrk til að standa undir hátíðinni allt að 1.0 mkr. Nefnd FSM er tilbúin að vinna að undirbún- ingi hátíðarinnar og mun gera það sem sjálfboðaliðar án kostnaðar.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.