Reykjanes - 19.09.2013, Side 6

Reykjanes - 19.09.2013, Side 6
Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567­3440, Fax: 587­9192 BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR 6 19. september 2013 Auglýsingasíminn er 578 1190 Flott lunda- mynd Fjóla Jóns sýndi nokkrar myndir á Flughótelinu á Ljósanótt. Rosalega er nú lundinn alltaf flottur. Kristbjörg Kamilla með sýningu Á Kaffihúsinu Petit sýndi m. a. Kristbjörg Kamilla Sig-tryggsdóttir nokkrar virkilega skemmtilegar myndir. Ásmundur á sagnasíðdegi Ásmundur Friðriksson þingmaður mætti á sagnasíðdegi á Nes- völlum, þar sem hann sagði frá og las úr bók sinni. Fólk hafði gaman af léttum og skemmtilegum sögum frá uppvexti Ása grása í Grænuhlíð. Skemmtilegar Eyjasögur. Línuveiðar komnar á fullt Eins og vanalega þá hófust veiðar í Faxaflóa með dragnót núna 1. september enn þær ganga undir nafninu bugtarveiðar. Veiðar bátanna voru þokkalegar. Örn KE er með 57 tonn í 7 og þar af 18 tonn í stærsta róðri sínum. Njáll RE 43 tonn í 7 og þar af 11 tonn í einni löndun. Siggi Bjarna GK 42 tonn í 6 og 11,6 tonn í stærsta róðri sínum. Benni Sæm GK 38 tonn í 6 og Farsæll GK 39 tonn í 8 og er báturinn hættur í bugtinni og farin til síns heimahafnar, Grindavíkur. Þessu til viðbótar má nefna tvo báta sem landa í Reykja- vík sem líka eru á þessum veiðum. Aðalbjörg RE sem er með 53 tonn í 6 og 14,4 tonn í stærsta róðri sínum og Aðalbjörg II RE 46 tonn í 6. Sigur- fari GK sem er ekki í bugtinni er þó hæstur og með 88 tonn í 6 róðrum, mest 28 tonn í einni löndun. Núna eru línuveiðar komnar á fullt og eru flestir bátanna af suðurnesjnum að landa á norður og austurlandinu. Af stóru bátunum má nefna að Jóhanna Gísladóttir ÍS er með 242 tonn í 3, Tómas Þorvalds- son GK 218 tonn í 5, Valdimar GK 168 tonn í 3, Sturla GK 168 tonn í 3, Kristín ÞH 165 tn í 3, Ágúst GK 127 tonn í 2 og Páll Jónsson GK 126 tonn í 3. Gulltoppur GK sem stundar veiðar á balalínu og er að landa á Djúpavogi hefur gengið nokkuð vel og er með 67 tonn í 9 róðrum. Mjög margir bátanna landa á Djúpavogi og t. d eru allir Stakkavíkurbátarnir að landa þar, Gulltoppur GK er einn af þeim, hinir eru Óli á Stað GK með 50 tn í 7, Þór- katla GK 50 tonn í 7 og þar af 11,5 tonn í einni löndun, Hópsnes GK 44 tn í 7 og 12,3 tonn í einni löndun og Una SU 8 tonn í 2. um borð í Unu SU er Baldur skipstjóri og skipti hann um bát og fór með Unu SU suður og tók til baka Rán GK sem Stakkavík á. Una SU er yfirbyggður bátur og stendur til að lengja bátinn uppí 30 BT eins og reglur um stærð krókabáta leyfa. Rán GK er óyfirbyggður bátur um 19 BT að stærð. Af öðrum bátum þá má nefna Auði Vésteins SU sem er með 48 tonn í 7, Bergur Vigfús GK 41 tonn í 7 , Von GK 39 tn í 8, Dóri GK 38 tn í 6 og landa þessir þrír bátar allir á Neskaupstað. Þar er líka Daðey GK sem er með 35 tn í 7. Dúddi Gísla GK er á Skagaströnd og er með 33 tonn í 6. Muggur KE er þar líka og er með 22 tonn í 6. Það fer að líða að lokum hand- færaveiða á makríl enn bátarnir mega veiða til 20. september. Nokkur fjöldi báta hefur verið að veiða rétt við Keflavík og hafa komið góðir róðrar inná milli . Fjóla GK er með 28 tonn í 8 og 7,2 tonn í stærsta róðri sínum. Dögg SU 26 tonn í 9, landað í Keflavík. Pálína Ágústdóttir GK 25 tonn í 8 og landað í Sandgerði og Keflavík. Svala Dís KE 20 tonn í 8, Máni II ÁR 17 tonn í 7, Reynir GK 16 tonn í 7, Æskan GK 13 tn í 8, Sæ- borg SU 11,5 tní 4, Hringur GK 9 tn í 5, Magnús HU 8,4 tn í 7, Stakkavík GK 7 tn í 6, Signý HU 7 tn í 7, Gosi KE 3,6 tn í 4, Gulley KE 3,6 tn í 5 og Bolli KE 2 tn í 4 og allir þessir bátar hafa landað í Keflavík. Einungis tveir bátar eru komnir á netin og eru það Happasæll KE sem er með 25 tonn í 8 og Maron HU sem er með 12 tonn í 4. Erling KE er í slipp. Tungufell BA landaði 4,1 tonni af sæbjúgu í einni löndun í Keflavík Gísli R. Aflafréttir

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.