Reykjanes - 19.09.2013, Blaðsíða 14
Dagana 4. – 6. október 2013
stendur sveitarfélagið Garður fyrir fyrirtækjasýningu í
Íþróttamiðstöðinni í Garði. Á sýningunni munu fyrirtæki,
félagasamtök, stofnanir og einstaklingar í Garði kynna
starfsemi sína og framleiðslu.
Fyrirtækjasýningin í Garði verður formlega opnuð
almenningi föstudaginn 4. október kl. 18:00,
með opnunardagskrá.
Sýningin verður opin almenningi
föstudaginn 4. október kl. 18:00 – 20:00.
Laugardaginn 5. október
og sunnudaginn 6. október kl. 11:00 – 17:00.
Aðgangur að fyrirtækjasýningunni er ókeypis
og allir velkomnir.
Bæjarstjórinn í Garði.
Fyrirtækjasýning
í Garði
Sveitarfélagið Garður
14 19. september 2013
Bílar og kjötsúpa
Það var heilmikið um að vera hjá GE bílum (Bílahúsið) á laugardegi Ljósanætur. Fullt af glæsivögnum
til sýnis. GE bílar bjóða upp á mjög fjöl-
breytt úrval bíla af öllum stærðum og
breiðu verðbili. Á bílasölunni má sjá
mörg af þekktustu merkjum gæðabíla.
Ekki skemmdi það að fá ljúffenga kjöt-
súpu, sem Jona Holm hafði útbúið. Guð-
mundur bílasali sagði að þetta legðist vel
í sig. Hann væri bjartsýnn á góða sölu
bíla til Suðurnesjamanna.
Litirnir sýna fjölbreytileikann
Það er alltaf spenna í loftinu við Myllubakkaskóla við upphaf setningar Ljósanætur. Rúmlega
2000 nemendur grunnskóla og elsti ár-
gangur leikskólanna koma þá saman.
Hver skóli hefur sinn lit á blöðrunni.
Árni bæjarstjóri gat þess í sínu ávarpi
að litirnir sýndu fjölbreytileikann og
að við værum misjöfn. Öll gætum við
þó unnið saman og glaðst saman. Það
var tignarleg sjón þegar blöðrunum
var slepp og þær svifu fallega upp.
Vogar
Beiðni um lausn frá störfum
Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Vogum var eftirfarandi tekið fyrir. Með
fundarboði fylgir tölvupóstur frá Ingu
Sigrúnu Atladóttur, dags. 18.08.2013,
svohljóðandi:
Þar sem ég hef flutt lögheimili mitt úr
sveitarfélaginu hef ég ekki lengur setu-
rétt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga.
Ég vil þakka öllum íbúum sveitarfélags-
ins kærlega fyrir ánægjulegt samstarf, ég
kveð ykkur með mikilli eftirsjá en einnig
með stolti yfir öllum þeim málum sem
ég hef barist fyrir þau 7 ár sem ég hef
setið í bæjarstjórninni.
Með vinsemd og virðingu,
Inga Sigrún Atladóttir fv. forseti bæj-
arstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum.
Bæjarstjórn þakkar Ingu Sigrúnu
samstarfið og óskar henni velfarnaðar
í þeim verkefnum sem hún nú hefur
tekið sér fyrir hendur.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrsti
varamaður H-listans, Björn Sæbjörns-
son, taki nú sæti sem aðalmaður og
fulltrúi H-listans í bæjarstjórn. Jafn-
framt er samþykkt að Jón Elíasson
verði fyrsti varamaður H-listans í
bæjarstjórn.
Inga sigrún Atladóttir