Reykjanes - 14.11.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 14.11.2013, Blaðsíða 4
4 14. nóvember 2013 Þú skalt vera góð fyrir­ mynd og tölum saman um Jólainnkaupin! „Börn og unglingar eiga ekki auð-velt í dag, en hvers vegna er það svo? Eflaust er það vegna þess að við ætlumst til of mikils af þeim. Ekki eru það börnin sem eru óþroskuð, heldur eru það við hin fullorðnu sem þurfum að uppfylla ákveðnar skyldur í uppeldi og þroska barna. Andlegur og sálrænn þroski barna og ungmenna er mjög mikilvægur þáttur í öllu upp- eldi. Mikilvægt er að búa þau sem best undir framtíðina. Foreldrum ber að senda þeim skýr skilaboð þannig að „nei“ í dag þýði ekki „já“ á morgun. Nái þau góðum árangri í daglegu lífi, til dæmis í samskiptum við jafnaldra og fullorðna eða málnotkun, eru þau sjálfkrafa hvött til þess að læra meira og mynda enn sterkari löngun til þess að vera góð í því sem þau taka að sér. Einnig ber kennurum að hugsa betur um velferð barna, sérstaklega þeirra sem eru „eftir á“. Þeir eiga að bjóða tækifæri sem efla sjálfstraust í gegnum námsárangur og brýna fyrir börnum að gefast ekki upp of snemma. Nem- endur sem eiga í námserfiðleikum geta ekki fylgt hraða bekkjarins. Það hefur óneitanlega áhrif á sjálfsálit þeirra með þeim afleiðingum að þau upplifa sig útundan, einangruð og óverðskulduð. Þessi börn fá oft ekki tækifæri til að þroskast. Það er á ábyrgð kennarans og fölskyldunnar að sjá um að allir nemendur fái menntun við hæfi. Hlutverk hans er því einkar mikilvægt í hversdagslífi barna og fyrir framtíð þeirra“. Nú er árið senn á enda og jólin eru rétt handan við hornið. Fjölskyldur vilja hittast um jólahátíðina og njóta þess að vera saman. Sameinast við matarborðið með ömmu og afa og við jólatréð með allar gjafirnar. Nú eru erfiðir tímar á mörgum heimilum og því ætti fólk að skipu- leggja sig vel fyrir jólin og hugsa vel um það í hvað á að verja peningunum og hvaða jólagjafir á að kaupa. Gjaf- irnar þurfa heldur ekki að vera dýrar til að gleðja. Þá er ágætt ráð að kaupa gjafirnar fyrir 15. desember ef þær eru greiddar með greiðslukorti því það borgar sig ekki að fresta gjald- daganum langt fram á næsta ár og eiga þá varla pening fyrir mat handa börnunum okkar. Ræðið það innan fjölskyldunnar hversu miklu þið ætlið að eyða í jólagjafir og jólamatinn. Og mikið væri nú gaman að sjá það að Stöð 2 opnaði á jóladagskrá sína í sjón- varpinu fyrir þá sem minna mega sín um jólin. Þeir sem ekki geta leyft sér mikið í mat og gjöfum, gætu þá a. m. k. notið skemmtilegrar jóladagskrár í sjónvarpinu. Fyrr en varir verða jólin liðin og kaldur veturinn tekur við. Förum strax að hugsa til vorsins og betri tíðar. Sjáum tækifærin og treystum á sjálf okkur. Það koma nýjar fréttir á hverjum degi um landið sem við byggjum. Sumir dagar eru erfiðir og aðrir skemmtilegir. Förum inn í alla daga með bros á vör. Þjóðfélagið okkar er ekki nógu fjöl- skylduvænt. Fullorðið fólk vill fá að njóta samvista við börnin sín eftir að venjulegum vinnudegi lýkur öðruvísi en að vera dauðuppgefið og útslitið og eiga svo auk allra annarra verka, sem bíða, eftir að hjálpa til við heimanám. Þarna þurfa skólarnir að koma inn með meiri þjónustu svo fjölskyldur geti notið samvista í frítímum sínum á uppbyggjandi og skemmtilegan hátt. Öruggt og ástríkt heimili og skilnings- ríkir foreldrar eru öllu ungviði mik- ilvæg. Þú skalt vera góð fyrirmyndi. Birgitta Jónsdóttir Klasen Heilsumiðstöð Birgittu Samstöðu þarf með sveitarfélögum á Suðurnesjum Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur flutti okkur eldri borgurum skýrslu á fjömennum fundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum 31. október. Hún fjall- aði um hjúkrunarheimilið Garðvang og hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Skýrslan staðfestir það sem við eldri borgarar höfum í raun vitað að það vantar mikið á að aldraðir sjúkir á Suðurnesjum hafi átt kost á dvöl á hjúkrunarheimilium þegar þeir hafa ekki getað verið heima hjá sér vegna sjúkleika. Langir biðlistar siðustu ár bera vott um hve þörfina er mikil fyrir fjölgum hjúkruarrýma hér á Suðurnesjum. Helstu niðurstöður og tillögur Har- aldar L. Haraldssonar hljóma kunnug- lega þar segir meðal annars : “Verulega hefur hallað á íbúa Suðurnesja hvað varðar hjúkrunar- þjónustu við aldraðra þegar borinn er saman fjöldi hjúkrunarrýma í hverju heilbrigðisumdæmi. ” “Einnig hallar verulega á Suðurnesin þegar framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra eru borin saman á milli heil- brigðisumdæma. ” “Það er mat skýrsluhöfundar að full þörf sé á áframhaldandi rekstri allra núverandi hjúkrunarheimila á Suðurnesjum þrátt fyrir að nýtt hjúkr- unarheimili með 60 rýmum verði opnað á næsta ári í Reykjanesbæ. ” Loka orð Haraldar eru: “Með hlið- sjón af framanrituðu er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum marki sér sameiginlega stefna í heilbrigðis og öldrunarmálum fyrir Suðurnes. Þannig að ákvarðanir sem teknar verða í náinni framtíð verði með hagsmuni Suðurnesja að leiðarljósi. ” Fundir Félags eldri borgara á Suðurnesjum 4. og 31. október sam- þykktu og löggðu til við sveitarfélögin á Suðurnesjum að best sé að þjón- usta við eldri borgara á Suðurnesja- menn verði á ábyrgð sveitarfélaga. Þannig fari saman stjórn og ábyrgð á fjármálum auk þess sem samvinna auðveldar frekari uppbyggingu og fjölgun hjúkrunarrýma. Til þess að tryggja samstöðuna geri sveitar- félögin á Suðurnesjum með sér formlega samkomulag um stjórn skipuð fulltrúm allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Stjórnin skipuleggur þjónustu við eldri borgar og gerir áætlanir um uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimila á Suðurnesjum. Engin þörf á að útvista þjónustu til Reykjavíkur Fram hefur komið tillaga að vista út rekstri hjúkrunarheimilisins á Nes- völlum og hugsanlega Hlévangs til Sjómannadagsráðs Reykjavíkur. Við sjáum ekki nauðsýn þess að stjórnun hjúkrunarheimila verði í Reykja- vík. Þjónusta á hjúkrunarheimilum í Reykjanesbæ og Garði hefur verið orðlögð fyrir gæði og ekki hefur verið kvartað yfir þjónusta við íbúa hjúkr- unarheimila á Garðvang í Garði eða Hlévangi Reykjanesbæ. Það er því með öllu óskiljanlegt og skortir öll rök fyrir því að Hrafnistu í Reykjavík verði falin stjórnun á hjúkrunarheimillum hér á Suðurnesjum. Fundarmenn voru mjög andvígir þessum áformum og kom fram hugmyndir um að mótmæla þessum flutningi á ábyrgð á stjórnun hjúkrunarheimila til Reykjavíkur, með því að safna undirskriftum meðal íbúa á Suðurnesjum. Enn og aftur teljum við að farsælast að hjúkrunarheimilin verði á ábyrgð og stjórnað af Suðurnesjamönnum í framtíðinni enda er stefnt að því að sveitarfélögin taki yfir alla þjónustu við eldri borgara í framtíðinni. Tryggjum okkur áhyggjulaust ævikvöld Mig langar til þess að tala við ykkur um stöðu okkar sem eldri erum og höfum skilað ævistarfi okkar eins og það er oft sagt á hátíðar stundum en þá heyrist oft sagt að tryggja verði okkur áhyggjulaust ævikvöld. Félagar eldri borgara um allt land taka virkan þátt í fjölbreyttu starfi eins og við á Suðurnesjum. Við höfum ekki lagt upp laupana heldur tökum aukinn og virkan þátt í starf og leik, okkur til upp- örvunar og skemmtunar. Rannsóknir hafa stafest að því lengur sem við erum virk í félagsstarfi því betur höldum við getu okkar til sjálfbjargar, andlega og líkhamlega. Nú á tímum er stöðug verið að leita eftir hagræingu á sem flestum sviðum. Það er stöðugt verið að mæla í krónum og aurum kostað sem ríki eða sveitarfélag hafa af þjónustu við sjúka aldraðra. Ég velti fyrir mér hvort að ekki sé kominn tími til þes að mæla í krónum og aurum hvað félagar í félögum eldri borgara hafa með virku félagsstari sínu létt undir fjárhagslega með því opin- bera. En það vandast nú málið þegar við getum ekki lengur hjálpa okkur sjálf og verðum að fá aðgang að hjúkr- unarheimilum. Eldri borgara vilja þó vera sem lengst heima hjá sér. Kannanir hafa staðfest það. Skýrsla Haraldar L Harlandssonar staðfestir að hér á Suðurnesjum er ástandið einna verst á landinu og í dag vantar mikið á að þörfinni fyrir hjúkrunarheimili sé fullnægt og biðlistar eru langir. Nú verðum við að hugsa til framtíðar þar sem eldri borgurum á Suðurnesjum sem þurfa dvöl á hjúkrunarheimilum að halda fjölgar ört. Gert er ráð fyrir að sex árum eftir að hjúkrunarheimilið á Nesvöllum verður komið í rekstur verði líkur til þess að milli 40 til 50 sjúkir eldri borg- arar verði á biðlista eftir þjónustu á hjúkrunarheimilum ef ekkert verður að gert. Það á því að vera hlutverk sveitar- félaga á Suðurnesjum að hafa forystu um að hefja nú þegar undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 60 til 80 íbúa. Samstaða sveitarfélagaanna er nauð- sýnleg þegar sótt er um fjármagn til rík- isins fyrir byggingu hjúkrunarheimila. Það hefur ekki tekist að samhæfa áætl- anir um framíðar skipulag og áætlanir í málum eldri borgara á Suðurnesjum og víst er að það er ástæðan fyrir því hverning komið er eins og raun ber vitni og hefur verðið staðfest í skýrslu Haraldar. Til þess að sveitarfélaögin verði samstíga um okkar mál minnum við enn á og leggjum til að mynduð verði formleg stjórn allra sveitarstjórna. Stjórnin skipuleggur þjónustu við eldri borgar og gerir áætlanir um upp- byggigu og rekstur hjúkrunarheimila á Suðurnesjum. Að lokum vil ég segja að við eldri borgarar á Suðurnesjum teljum eðlilegt og sjálfsagt að haft verði samráð við okkur þegar teknar eru ákvarðnanir um skipulag á okkar málum. Stefnum öll saman að því að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld. Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Á ábyrgð sveitarfélaga Fundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum haldinn 31. október 2013 Beinir því til Sveitarfélaga á Suðurnesjum að þjón-usta við eldri borgara á Suðurnesjamenn verði á ábyrgð sveitarfélaganna. Þannig fari saman stjórn og ábyrgð á fjármálum auk þess sem samvinna auðveldar frek- ari uppbyggingu og fjölgun hjúkr- unarrýma. Til þess að tryggja samstöðuna geri sveitarfélögin á Suðurnesjum með sér formlega samkomu- lag um stjórn skipuð fulltrúum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Stjórnin skipuleggur þjónustu við eldri borgar og gerir áætlanir um uppbyggigu og rekstur hjúkr- unarheimila á Suðurnesjum Eldri borgarar mótmæla Fundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum 31.október 2013 Fram hefur komið tillaga um að vista út rekstri hjúkrunarheimil- isins á Nesvöllum og hugsanlega Hlévangs til Sjómannadagsráðs Reykjavíkur. Við mótmælum því að stjórnun hjúkrunarheimilanna verði í Reykjavík. Farsælast er að hjúkr- unarheimilin verði áfram á ábyrgð og stjórnað af Suðurnesjamönnum, enda stefnt að því að sveitarfélögin taki yfir alla þjónustu við eldri borg- ara af ríkinu á næstu árum. Þjónusta á hjúkrunarheimilum í Reykjanesbæ og Garði hefur gengið vel og íbúar almennt ánægðir og þeim liðið vel þar. Það er því með öllu óskiljanlegt og skortir öll rök fyrir því að Hrafnistu í Reykja- vík verði falin stjórnun á hjúkr- unarheimillum hér á Suðurnesjum. Gera þarf rekstrareininguna á Garð- vangi hentugri með uppbyggingu og endurbótum, en síðastliðin ár hefur húsnæðið og þyngd sjúklinga kallað á meira starfsfólk,sem er að mestu leyti orsök hallareksturs þar.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.